Hlín - 01.01.1958, Side 9
Hlin
7
Frá morgni til kvölds, dag livern, erum við að aga
sjálfa oss frá vöggu til grafar.
Við erum að læra að taka tillit til annara.
Að öðrum kosti verður lífið lítils virði.
„Kærleiki Krists knýr oss“.
Halldóra Bjamadóttir.
f örófi alda.
Sigríður í Ási: Mín hugsun um konuna.
Það var bjartan, fagran, döggvotan sumarmorgun, þeg-
ar hin unga stjarna, sem hlotið hefur nafnið Jörð, var
ung og fersk.
Sólin skein, alt vaknaði af dvala, fuglarnir sungu, blóm-
in ilmuðu og glóðu í döggperluúða, fiðrildi og smádýr
flögruðu og skriðu. — Alt var vaknað til síns lífs.
Það var þá, að Drottinn tók sjer morgungöngu til að
líta á þennan litla, meistaralega hnött, sem svo vel hafði
tekist að blása lífi í.
Sjerstaklega æblaði hann þó að líta eftir litlu hjúunum,
manninum og konunni, sem hann hafði falið umsjá með
öllu þessu, og sem hann hafði gert best úr garði og fest
mestar vonir við. 'Þeim hafði hann gefið sál og samvisku,
eilífðarþrá og skynsemi og gróðursett í sál þeirra fræ af
öllum eiginleikum, sem gátu tekið þroska til að gera þau
fær um að stjórna, skapa og byggja hjer fagra veröld.
Drottinn naut fegurðar og samræmis alls er hann sá.
En alt í einu barst um loftið óþægilegur hávaði. —
Maðurinn og konan voru vökauð og þau deildu og
höfðu hátt.
Drottinn brá upp hönd og skygði þau. — „Um hvað
deilið þið, börnin góð?“ spurði hann milt.