Hlín - 01.01.1958, Qupperneq 15
Hlin
13
andi Sigurðar málara. — Hefur hann án efa átt góðan þátt
því að koma uppdráttunum út.
Eiríkur Rriem vígðist til Þingeyraprestakalls og var
þar prestur og síðar prófastur í 7 ár. — Settust ungu hjón-
in að í Steinnesi. — Frú Guðlaug fylgdist með dóttur
sinni og tengdasyni norður. — í Steinnesi komu ungu
hjónin upp góðu búi. — Síra Eiríkur var hinn mesti bú-
itöldur. — Hann kendi piltum undir skóla og frú Guðrún
kendi stúlkum hannyrðir.
En þessi 7 ár, sem þan bjuggu í Steinnesi, urðu frú
Guðrúnu örlagarík. — Af fjórum börnuim, sem þau hjón
eignnðust á þessum árum, mistu þau tvö, Gísla og Guð-
laugu, og hin tvö, Ingibjörg og Eggert, voru mjög hætt
komin.
Á jreim árum misti frú Guðrún heilsuna til stærri
átaka, þó hún lifði til ársins 1893. — Hún n;jði aldrei
fullri heilsu eftir þessi erfiðu ár.
Árið 1881 fluttu þau hjón til Reykjavíkur. — Síra Ei-
ríkur hafði árið áður verið skipaður kennari við Presta-
skólann. — Frú Guðlaug var flutt á kviktrjám suður og
andaðist nokkru síðar.
Á þessum árum, eða eftir 1883, að við rnæðgur fluttum
til Reykjavíkur, var jeg heimagangur á heimili þessara
góðu hjóna. — Við Ingibjörg vorum vinkonur, nær jafn-
öldrur. — Mjer er minnisstætt þetta ágæta heimili Briems-
hjónanna. — Þar var jafnan margt um manninn, mátti
heita miðstöð þessarar stóru fjölskyldu, og svo allir ungu
námsmennirnir, sem þar gengu út og inn, og áttu þar at-
hvarf. Síra Eiríkur var hjálpari og ráðgjafi margra ungra
manna á þeim árum. — Hann var hinn vitri, þjóðrækni
ágætismaður, senr allra hag vildi bæta.
Þau voru samvalin þessi góðu hjón.
Jeg hændist ósjálfrátt að frú Guðrúnu, þessari fálátu,
alvarlegu konu, sent oftast sat kyr í sæti sínu. — Hún var
mjer altaf svo góð.
Álmginn fyrir öllti þjóðlegu, íslensku, var jafn brenn-