Hlín - 01.01.1958, Side 16
14
Hlin
andi og óþreytandi í huga hennar sem fyr. — Hún þoldi
illa deyfð og sinnuleysi í þjóðlegum efnum, en Reykja-
vík var ekki sjerlega þjóðleg á þeim árum.
Nú vantaði mann, sem með eldlegum áhuga og þekk-
ingu, bljes fólki í brjóst þjóðlegum anda eins og Sigurður
málari hafði gert.
Frú Guðrún kendi að vísu nokkrum stúlkum íslenskar
hannyrðir: Skatteringu og baldýringu, og gerði það sem
hún gat að örva til þjóðlegra framkvæmda, en heilsa og
þrek var farið.
Hún náði aðeins 45 ára aldri. Andaðist 2. mars 1893.
Það mátti segja um Guðrúnu Briem eins og Steingrím-
ur Thorsteinsson sagði um aðra merkiskonu:
„Deyi góð kona
er sem daggeisli
hverfi úr húsum,
verður húm eftir.“
Ingibjörg, dóttir frú Guðrúnar, hin ágæta, gáfaða og
góða stúlka, tók upp merki móður sinnar að nokkru leyti,
en varð skammlíf (dó 25 ára gömul, aldamótaárið).
Þegar stundir liðu, komu fram á sjónarsviðið lista-
menn, konur og karlar, sem með snildarhandbragði fegr-
uðu íslenska hátíðabúninginn, bæði með hannyrðum og
silfursmíði.
(Sigurður málari barðist einnig fyrir því, að kvensilfrið
við hátíðabúninginn væri smekklegt og þjóðlegt.)
Alt hefur það góða fólk bygt á undirstöðu Sigurðar. —
í 100 ár hafa uppdrættir hans verið helsta fyrirmyndin. —
Enginn hefur komist þar hærra.
Sem betur fer hefur hátíðabúningurinn fengið að halda
sjer óbreyttur fram á þennan dag.