Hlín - 01.01.1958, Page 18
10
Hlín
Magdalene Lauridsen.
Mig hafði oft langað til
að sjá þessa konu og kynn-
ast henni ,því jeg vissi að
þar var merkilegur per-
sónuleiki á ferð, brautryðj-
andi í mentun húsmæðra í
Danmörku og öruggur tals-
maður húsfreyjanna í landi
sínu. — Og jeg varð ekki
fyrir vonbrigðum.
Þegar við Halldóra ók-
um í hlað, kom blessuð
gamla konan út á móti okk-
ur ,bauð okkur velkomnar
og leiddi gestina til stofu.
Ýmsar hugmyndir hafði
jeg gert mjer um frú Laur-
idsen, en aldrei hafði mjer
dottið í hug, að hún byggi yfir slíkum töfrum, sem raun
bar vitni um. — Og jeg hugsaði með mjer, bara að jeg
‘hefði hitt hana fyr og notið þess að vera með henni og
læra af henni, þessari gáfuðu og víðsýnu konu, sem fann
köllun hjá sjer til að vinna þjóð sinni alt það gagn, er
hún mátti, og 1 jet ekkert tækifæri ónotað til að koma því
fram, er betur mátti fara.
Þetta haust stóð frú Lauridsen á áttræðu, og var heilsa
liennar tekin að bila, samt var hún með okkur mestan
hluta dags þann tíma, er við dvöldum f skólanum hennar.
— Hún sýndi okkur alt, úti og inni, og sagði okkur sitt-
livað úr hinu mikla æfintýri lífs síns.
Frú Lauridsen fæddist 25. apríl 1873 í Ilolsted á Jót-
landi, á yndislegum, gömlum sveitabæ. — Foreldrar henn-
ar voru bæði Jótar, og talin vera á undan sínum tíma.
Sem dæmi má nefna, að faðir hennar var fyrstur manna
í sinni sveit að rækta rófur og gulrætur, og þannig var nm
fleiri ræklunarmál.