Hlín - 01.01.1958, Side 20
18
Hlín
meðal annars lærði hún þar að vefa. — Eftir rúmlega 4
ára dvöl hjá frændfólkinu á „Grænavelli" fór hún til
Sorö á Sjálandi.
Það var í nóvembermánuði 1895. — Var hún ráðin til
Bjerre lýðháskólastjóra, átti að sinna innanhússtörfum,
en auk þess átti hún að kenna ungu stúlkunum í skólan-
um vefnað. — íÞar kyntist hún frú Júttu Bojsen Möller,
sem þá var orðin formaður danskra kvennasamtaka.
Henni hafði dottið í hug að æskilegt væri að koma á
húsmæðradeild við Lýðháskólann í Sorö, en skólastjórinn
var mótfallinn því.
En þá var þess farið á leit við ungu stúlkuna frá Vejen,
hvort hún vildi ekki taka málið að sjer, og hún átti „eld-
inn í hjarta“, eld hugsjóna og fórnfýsi. — í Sorö kyntist
Magdalena Eline Eriksen, er stjórnaði mötuneyti skólans
með miklum myndarbrag. — Fjekk hún hana í lið með
sjer, og taldi hún það hafa riðið baggamuninn, því frú
Eriksen reyndist henni trú alla æfi.
Sjálf fór hún árið eftir, að hún kom til Sorö, til Hafnar
og leitaði sjer þar ýmiskonar fróðleiks og mentunar, er
að gagni mætti verða við nýju skólastofnunina. — Þá fór
hún einnig til Svíþjóðar og kynti sjer skólamál þar i
landi.
Þegar komið var til Sorö aftur, tók hún íbúð á ]< igu og
setti þar upp húsmæðraskóla, í fyrsta skifti, 3. maí 1895.
— Og þar með byrjaði húsmæðrafræðslan í Danmöi ku.
Frú Lauridsen kendi fyrst handavinnu og vefmð við
skólann, stjórnaði honum og sá um það sem til j’iirfti,
hitt annaðist frú Eriksen með miklum ágætum. — Á
fyrsta skólaári voru þar 25 nemendur.
Frú Lauridsen ljet þess getið, að margir mikilsmetnir
menn í bænum hefðu rjett sjer hjálparhösd, ekki einung-
is með heilræðum og hvatningarorðum, heldur komu
þeir í skólann ,fluttu erindi og kendu fyrir hana. — Með
stuðningi þessara góðu manna og lofsorði, er þeir luku á