Hlín - 01.01.1958, Side 27
Hlin
25
síðar námi við garðyrkju-
skóla í Noregi.
Má af þessu sjá, að hús-
freyjan á Hofsá var allfjöl-
mentuð, og að öllu saman-
lögðu mun námsferill
hennar hafa verið glæsi-
legur.
Áður er að því vikið,
að Dóróþea var flestum
ókunnug, þá er hún kom
fyrst í Svarfaðardalinn. —
Þetta breyttist fljótt. Góð
greind, hagkvæm mentun,
kurteisi og skilningur
greiddi henni leið að
hvers manns húsi. — Á
heimili mínu og fjöl-
skyldu minnar var hún ætíð einn hinn mesti aufúsugest-
ur. — Dóróþea átti ekki að jafnaði heimangengt. Þess-
vegna kom hún svo sjaldan. Alt of sjaldan. — Og þegar
við áttum tal saman, þá var það húsfreyjan frá Hofsá, sem
fræddi mig, það var hún sem veitti. — Fanst á, að hvar-
vetna fylgdi henni ferskur blær drengskapar og alúðar,
var og kona siðhrein og þurfti engan neins að dylja. —
Og á þennan hátt mun hún hafa kynst flestum eða öllum
í hjeraði þessu. — Og ekki man jeg til þess, að jeg heyrði
henni ámælt, hvorki fyrir eitt eða annað.
Þorleifur Bergsson, bóndi á Hofsá, hefur löngum verið
grunlaus atorku- og dugnaðarmaður. — Ljet hann því fátt
kyit lig'gja, er til hagsbóta og framfara horfði á heimili
sínu. — Varð því þeim hjónum löngum annsamt, og varla
hlífst við, ef ná mætti í áfangastað. — Hið fallega, stóra og
vjeltæka tún sýnir það, reisulegar byggingar, svo og vatns-
aflsrafstöð, er vermir og lýsir íbúðir og peningshús jarð-
Dóróþea Gisladóttir.
arinnar.