Hlín - 01.01.1958, Side 33
I
Hlin S1
Helga var gæfukona. — Ekki svo að skilja, að aldrei
hafi borið skugga á braut hennár, því jeg geri ráð fyrir
að enginn lifi svo 70 ár, að aldrei dragi fyrir hamingju-
sólina. — Þá þætti í æfi hennar þekki jeg lítt, því hún var
ekki æðrugjörn og bar ekki tilifnningar sínar á torg. —
En óbuguð gekk hún braut sína til enda, og hún sá marg-
ar sínar bestu hugsjónir rætast að meira eða minna leyti.
— Guð gaf ‘henni góðan lífsíörunaut, sem aldrei fatast
prúðmenskan. — Hann kunni áreiðanlega vel að meta
eðliskosti konu sinnar, og var henni samhentur um alt,
er laut að fegrun og bættum hag heimilisins.
Börnin, góð og mannvænleg, hafa nú öll fest ráð sitt,
og skift með sjer þessari stóru og góðu jörð, og tel jeg það
mikla gæfu fyrir foreldrana, að skila þannig góðum arfi
fjár og framkvæmda í ungar, starfsfúsar hendur barna
sinna. — Slíkt er þjóðarhamingja!
Helga! Þín sakna margir, og það er eðlilegt og mann-
legt. — Viðkvæmni hinna nánustu segir til sín. — En um
])ig mátti segja með sanni: „Langt og ríkt var lífið, lof sje
föður hæða.“ — Þú þurftir ekki að líða kröm og vesökl
langrar elli. — Með blómin í fánginu gekstu þín hinstu
spor. — Það var táknrænt-
Minning þinni hæfir ekki söknuðurinn einn. Henni
liæfir best að ungar og sterkar hendur taki merkið upp,
sem fjel! með þjer, og beri það hátt í lífsins önn. — Verði
það gert, eru það bestu manngjöld, sem látin verða í tje.
„Þá munu bætast harmasár þess horfna,
hugsjónir rætast, þá mun aftur morgna.“
Vertu sæl vinkona- Vjer blessum þig allar á brautum
hins ókunna lífs-
Deildartungu 1948.
Sigurbjörg Bjömsdóttir.
Birtist í blaði Kvenfjelagsins í ágústmánuði 1948.