Hlín - 01.01.1958, Page 38
Hlin
36
l>á var eins og birtu bæri
brosin þín í hverjum rann.
Við minningarnar mjer vill hlýna,
mörg eru verkin kærleikans.
Fyrir vinnu og vinsemd þína
vilcli jeg binda fagran krans,
en orðin mega aðeins sýna,
livað orkar smáu vilji manns.
Stirt er m jer um stef að fjalla,
stansa orð á vörum mjer.
Líkt og blómin fölna og falla
förlast þeim, sem gamall er.
Haf þú þökk fyrir æfi alla,
óskir bestu færi jeg iþjer!
Guðný Kristín Bjömsdóttir.
MINNINGARORÐ.
Guðný mín Björnsdóttir látin og borin til moldar á
Akureyri 2. október 1956.
Mörgum Akureyringum er Guðný vel kunn, bæði af
því að hún átti þátt í mörgum fjelagsmálum hjer í bæ, og
þá ekki síður af því, að hún var elskuleg kona, skemtileg
og gáfuð, fróð og áhugasöm um öll góð málefni.
Guðný átti sjer aðeins einn son, Björn Halldórsson,
lögfræðing. — Einkasonurinn var hennar ást og athvarf.
Einkadótturina, Guðbjörgu, misti hún ungfullorðna
1928, og bar hún varla barr sitt eftir þann missi. — En
Guðný bar harm sinn í Iiljóði, hún var dul í skapi, en þó
ætíð glöð og hress í anda, skemtileg í viðræðum.
Trygglynd svo að af bar.