Hlín - 01.01.1958, Page 39
Hlín
37
Kynning okkar og vin-
átta hófst er við vorurn
báðar ungar stúlkur: Húu
nemandi við Kvenna-
skólann í Reykjavík og
jeg kennari við þann
skóla aldamótaárið.
Ekki var að tvíla, að
Guðný kynni þær náms-
greinar, sem jeg veitti til-
sögn í. — Minnið og gáf-
urnar var frábært.
Svo hittumst við aftur
hjer á Akureyri, og tókum
upp vináttu að nýju.
Þá kyntist jeg einnig
hinum ágæta mannihenn-
ar, Halldóri Einarssyni,
ferjumanns, frá Skógum (af Fellsselsætt).
Altaf var sjálfsagt að koma við hjá Guðnýju, þegar far-
ið var í bæinn, og altaf var jafngott þar að koma. — Altaf
var maður velkominn í mat eða kaffi eftir ástæðum, og
þó gestur fylgdi. — Alt var svo frjálst og óþvingað— Eru
þetta ekki skemtilegustu heimilin, þó ekki sjeu rík-
mannleg?
Guðný sagði til börnum alla æfi, var það sjerstaklega
'agið, og hefði áreiðanlega náð langt í því efni, ef hún
hefði mátt gefa sig alveg að því.
Hún laðaði öll börn að sjer. — Hún veitti oft tilsögn
börnum, sem áttu bágt með að læra. — Veitti okkur
stuðning með því þau ár, sem jeg var skólastjóri á Ak-
ureyri.
Svo var Guðný um tíma formaður Sambands norð-
lenskra kvenna og fórst það vel sem önnur störf. — Einn-
ig starfaði hún árum saman í Slysavarnafjelagi Akureyrar
— einnig í „EIlíf“ og „Einingu".