Hlín - 01.01.1958, Blaðsíða 44
42
Hlin
að hnoða smjörið og móta það, eða láta það í kvartjel, ef
það á að geymast. — Þar á eftir er tekið til við uppþvott
á áhöldum, vjelum og húsinu sjálfu. — Þessu er oft ekki
iokið fyr en klukkan 12—2 á nóttunni.
Aldrei er strokkað nema annan hvern dag, hinn dag-
inn var mæld fita, teknir ostar og unnin önnur störf, sem
ekki vanst tóm til að 1 júka við daginn, sem strokkað var.“
Til er nákvæm skýrsla um rekstur búsins frá árinu
1910. Hún lítur þannig út: — Fjelagar voru 88. — Starfs-
tími 125 dagar. — Kúgildi 460. — Rjómi 45.700 kg. —
Smjör mest á dag: 152 kg. — Smjör framleitt als: 11.690
kg. — Reksturskostnaður pr. kg. smjörs 23 aurar. —
Fjelagar fengu greitt pr. kg. 1.64 kr. — Úr 3.65 kg. rjóma
fjekst 1 kg. smjörs.
Það var árið 1931, sem Pöntunarfjelagið var stofnað. —
Ástæðurnar voru aðallega þær, að bílarnir, sem fluttu
vörur búsins til Reykjavíkur, hefðu líka flutning til
baka. — Jeg var ráðin til að hafa á lrendi útvegun varanna
og útdeilingu meðal fjelaganna. — Á þessu hefur ekki
orðið teljandi breyting enn, þó rjómabúið sje lagt niður.
— Sumir af gömlu fjelögunum halda enn trygð við Pönt-
unarfjelagið og versla nálega eingöngu við það. — Flestir
versla við það að nokkru leyti.
Verslunin gengur þolanlega, enda liala viðskiftavinir
mínir reynst mjer afburðavel, bæði heildsalarnir syðra og
bændurnir hjer eystra.
Það er óneitanlega dálítið erfitt að þurfa að ganga
klukkustundargang heiman frá sjer á verslunarstað, en
það geri jeg nú samt. — Verslunin er opin 3—4 daga í
viku, frá hádegi og fram á kvöld. — Vörurnar eru pant-
aðar í síma eða skriflega.
Jeg hef ágæta hjálparstúlku með mjer, hún er búin að
vera í 19 ár samfleytt: Guðrún Andrjesdóttir frá Hellu-