Hlín - 01.01.1958, Blaðsíða 45
Illin
43
koti. — Við pökkum vörurnar inn yfir daginn, síðan eru
þær sóttar á kvöldin.
(Hina daga vikunnar starfa jeg að reiknings'haldinu.) —
jeg hef lengst af farið gangandi hjer á milli Móhúsa og
Baugsstaða. — En þegar jeg var 56 ára keypti jeg mjer
reiðhjól og lærði á það. — Mjer þótti gaman á hjólinu og
notaði það til sjötugs. — Oft var færðin svo slæm, að ekki
varð komist ríðandi á hjólinu, þá leiddi jeg það, og ljet
]jað bera „Skrifstofuna" mína: Verslunarbækurnar og
peningakassann. — I’essa hluti skil jeg aldrei við mig,
hvert sem farartækið er og hvernig sem færðin er.“#)
Árið 1945 sæmdi Búnaðarfjelag íslands Margrjeti heið-
ursskjali, .skrautrituðu, í viðurkenningarskyni fyrir frá-
bært starf hennar.
Skjalið hljóðar svo orðrjett:
Margrjet Júníusdóttir, Baugsstöðum.
Þjer hafið í meira en áldarþriðjung unnið við rjóma-
bússtjórn, og verið árvakur brautryðjandi á því sviði. —
Oll yðar störf hafið þjer unnið af frábærri alúð og trú-
mensku, og hefur starf yðar mjög stutt að aukinni vöru-
vöndun á sviði mjólkurvinnslunnar.
Búnaðarfjelag íslands flytur yður hugheilar þakkir fyr-
ir hin ágætu störf yðar í þágu lanbúnaðarins, og óskar
yður allra heilla á óförnu æfiskeiði.
Reykjavík 19. nóv. 1945.
I stjórn Búnaðarfjlegs íslands: Bjarni Ásgeirsson, Pjet-
ur Ottesen, Jón Hannesson.
*) Jeg brá mjer austur að Stokkseyri í lok maímánaðar 1958,
aðallega í því skyni að hitta Margrjeti Júníusdóttui’. — Hún
var þá uppi á Baugsstöðum við verslunarstörf. En jeg átti tal
við heimilis- og írændfólk hennar í Móhúsum, og fjekk leyfi
Margrjetar til að birta þessa fi'jett í „Hlín“. — Ritstj.