Hlín - 01.01.1958, Qupperneq 60
58
Hlin
undir það ábyrgðarmikla lilutverk að stjórna heimili og
verða mæður, sje ötullega vakin á því, að ekki sje samá,
hverju sáð er í barnshugann. — Þeim beri að hugsa ekki
aðeins um líkamlega heill heldur og um andlega velferð
kynstofnsins.
Það dregur enginn í efa, að mikilsvarðandi sje fyrir
hreysti og farsæld þjóðarinnar, að húsfreyjurnar læri
l)æði matseld, manneldis- og heilsufræði, auk ýmissa
kvenlegra hannyrða, sem að gagni geta komið í lífsbarátt-
unni. — En hinu má heldur ekki gleyma, sem meistarinn
sagði: „Eitt er nauðsynlegt" og „Maðurinn lifir ekki af
brauði einu saman.“
Ef það er nauðsynlegt líkamsheilsunni, að hin efnis-
lega fæða sje holl og góð, þá varðar ekki minna um hina
andlegu fæðu. — Hamingja og farsæld framtíðarinnar fer
mjög eftir því, hvernig undirstöðurnar eru lagðar að and-
legum þroska barnanna, og ekki síst því, hvað mæðurnar
kenna þeim að elska og virða, livaða andlegt veganesti
þær fá þeim út. i líí'ið. — Því menningin þróast og vex og
ber blæ af því, hvaða verðmæti menn dá og hvaða hug-
sjón þeir elska.
„Þarsem hugsjónir deyja, deyr þjóðin."
Nú eru menn óðum að átta sig á þessu betur en áður.
Þó að alskonar tækni og ytri framfarir hafi aldrei ver-
ið meiri í heiminum en nú, þá er reynslan ólygnust vitni
um, að 'hvorki auður nje þekking er einhlýtt skilyrði til
menningar. — Vjer þurfum einnig fagrar og góðar hug-
sjónir til að trúa á og lifa eftir, ef þekkingin á ekki að
verða oss til bölvunar og tæknin til tjóns og eyðilegg-
ingar.
Það er vegna þessarar sannfæringar, sem því ákvæði
hefur verið bætt inn í húsmæðraskólalögin, að þar skuli
kenna kristin fræði framvegis. Með því er viðurkent, að
einmitt mæðrunum sjálfum sje best trúandi til að sveigja
huga og hjörtu barna sinna að Jreim hlutum, sem giftu-
samlegir eru í mannfjelaginu, J^eirri lífernislist, sem þeim