Hlín - 01.01.1958, Síða 62
60
Hlin
STORMAR LÍrSINS.
(Brot úr ræðu.)
„Sameiningin“, Winnipeg, 73. árg. 1958.
Vjer, sem nú erum fullorðnir, höfum allir verið í eða
heyrt að minsta kosti drunur hins mesta stórviðris, scm
frá alda öðli hefur gengið yfir veröldina. — Síðan því
linti eru liðin einungis tólf ár. — Á því litla augnabliki
tímans hefur komið í Ijós, hve kynjamargt hins fúna og
feyskna hefur sópast burt í því voðalega óveðri. — En
meðan nokkuð er eítir fúið og spilt í heiminum, koma
stormar, þeir koma ugglaust margir enn í einhverri
mynd. — Og þótt stormar þeir sjeu illir, sprottnir af synd
og ranglæti vor mannanna, og þeir sjeu oss en eigi Guði
að kenna, þá er Guð þó í storminum, að því leyti, að
hann notar storminn, sem rís upp af ranglæti sjálfra vor,
til þess að hreinsa og bæta andrúmsloftið í mannheimin-
um.
Og um líl vort einstakiinganna verður það ávalt að
segja, að stormar reynslunnar eru oss gelnir af guðlegri
náð, að þeir sjeu oss hjer í lífi sem heilagir hreinsunar-
eldar, er brenni sorann úr manngildi voru, og umskapi
oss til myndarinnar fögru af frelsara vorum Jesú Kristi.
Fyrir stormviðrin hafa öll bestu hlutskiftin l'allið þjóð-
unum í skaut. — Alt sem gott er, er dýrt. — Lífið býður
aldrei kjörkaup. — Við veg þann, sem mannkynið hefur
komið upp hlíðarnar neðan úr dalnum, er blóð í hverju
spori. — Sjerhvert spor, sem mannkynið 'hefur stigið í
framfaraáttina, hefur það stigið yfir fallnar lietjur, sem
fórnuðu sjer. — Guð hefur brunað frani í fellibyljum og
stormviðrum ntannkynssögunnar. — Svo er með fellibyl-
inn síðasta og mesta, sem sögur fara af. — Þegar fram líða
stundir skal það sannast, að Guð var í stormviðri styrjald-
arinnar miklu. — Skýin ,sem enn eru eftir storminn, eru
t