Hlín - 01.01.1958, Blaðsíða 74
72
Hlin
menn. — Það hafa fnndist bæði málaðar og útskornar
myndir frá forn-Egyptum, sem sýna bæði skipulag garða
þeirra og einstakar plöntur. — IÞað er athyglisvert, að á
þessum myndum sjást ekki einungis plöntur, sem eru
upprunnar á þessum slóðum, heldur einnig plöntur, sem
hljóta að hafa verið fluttar inn í landið. — Þar finnast
líka myndir af skipum, hlöðnum ofan þilja af trjám og
plöntum, sem verið er að flytja til Egyptalands. — Ein af
þessum myndum er af leiðangri er Hatshepsut Egypta-
landsdrottning gerði út fyrir meira en 3000 árum til að
safna fágætum jurtum og trjám. — Á blómaskeiði sínu
ræktuðu Egyptar fagrar skrautjurtir af mikilli kostgæfni
og alúð og notuðu blóm mjög til skreytinga. — Vatnslilj
an var uppáhaldsblóm þeirra, og er tímar liðu var hún
mikið notuð sem fyrirmynd í útskurð á súlur ýmsra bygg-
inga, ásamt pálmablöðum, pappýrus og fleiri tegundum.
Áhrifa þessa gætir enn í dag í byggingarlist ýmsra landa.
— Egyptar máluðu einnig fyrstir manna blóm á veggi hí-
býla sinna. — Seinna fluttist þessi siður heirn í rómverska
ríkið, og enn helst hann við líði í rósóttu veggfóðri nú-
tímans. — Persar ól'u aftur á móti blómamunstur sín í
teppi og tjölduðu með þeim veggi sína og þöktu gólf.
Á Indlandi og í Kína voru garðarnir látnir líkjast sem
mest náttúrunni. — Þessir austurlensku garðar voru og
tru þannig gerðir, að þeir líkjast senr rnest náttúrunni,
þeir eru mjög fallegir.
Á Egyptalandi var aftur á móti alt í föstu skipulagi og
trjen oft klipt þannig, að þau fengu á sig þá lögun sem
óskað var. — Þessi siður breiddist út til rómverskra landa
og varð þar að slíkri list að undrun sætti. — í Rómversk-
um görðum gat að líta liinar furðulegustu myndir, til-
kliptar úr lifandi trjám og runnum. — Til dæmis skip
með fullum seglum eða veiðiferðir, þar sem engu var
slept. Þar var bæði hjörturinn og hundurinn á spani eins
og á málverki. Enn þann dag í dag er það algengt að sjá
trje kiipt í alskonar lögun í Suður-Evrópulöndunum.