Hlín - 01.01.1958, Page 86
84
Hlin
1—2 mínútur. — Rætur þess og rótarháls má einnig nota
í súpur.
Skarfakálið vex víða vilt við sjóinn, en það ætti þó
ekki að vanta í nokkurn garð. Börn eru sólgin í skarfakál.
Það byrjar að spretta um leið og jörð þiðnar, jafnvel á
undan graslauknum,— Skarfakálið finst mjer best að nota
eins og steinselju, dill og graslauk, þ. e. saxað og stráð yfir
grænmetisrjetti og kjöt- og fiskrjetti.
Það er þroskandi fyrir sábna að hlúa að gróðri, og það
sem mannshöndin gefur íslenskri gróðurmold, fær Iiún
margfaldlega endurgoldið.
Við skulum allar hefjast handa og rækta matjurtir svo
að um munar.
Solveig Benediktsdóttir, Blönduósi.
NOKKUR ORÐ UM KIRKJUGARÐA.
Eítir Sigurlaugu Erlendsdóttur, frá Torfastöðum
í Biskupstungum.
„Og svo er sem mold sú sje manni þó skyld,
sem mæðrum og feðrum er vígð.“
Svo kvað Stephan G. Stephansson. — Glegst skil mátti
hann vita á því hugarfari, sem í heiðri vill halda minn-
ingu liðinna kynslóða.
Kirkjugarðar á landi hjer hafa stöku sinnum orðið að
umtalsefni í ræðu og riti, einkum nú á seinni árum. —
Hefur þá verið vikið að hinu ósæmandi útliti þeirra og
bent á umbætur. — Ekki virðist þó, enn sem komið er, að
neinn verulegur skriður sje kominn á það mál að bjarga
jreim úr þeirri niðurlægingu, sem of víða mun eiga sjer