Hlín - 01.01.1958, Side 88
86
Hlin
þetta landrými, sem þeim horfna er ætlað, svo við nögl
sjer skorið, að varla sje tekin sú gröf, að ekki sje komið
niður á kistu. — En hvað steyptu rammana áhrærir er það
vorkunnarmál, þótt reynt sje að vernda þann blett, þar
sem jarðneskar leifar ástvinar hafa verið lagðar.
„Því land hans mínum muna ljúfra var
og moldin kærri fyrst hann hvíldi þar“,
svo að enn sje vitnað til St. G. Stephanssonar, því hann
var þó enginn kreddumaður.
Væru kirkjugarðar í sveitum vel og örugglega girtir,
hefði ekki þurft að leggja svo mikla áherslu á verndun
leiðanna til að verja þau fyrir mönnum og skepnum. —
Satt er það og, að ekki geta allir verndað leiði ástvina
sinna .Mörg gröfin er gleymd um leið og þökur eru lagð-
ar að þessum litla bletti. — Til eru einnig þeir, er finst
allar umbætur í þessum efnum vera hjegóminn einber
og bera vott um tilgerð og yfirlæti. Flestir munu þó þeirr-
ar skoðunar, að alt, sem vel er umgengið og hlúð er að,
beri vott menningar, og ekki síst sú jörð, sem mæðrum
og feðrum er vígð.
Er nú ekki tími til kominn að liafist verði handa um
gagngerðar umbætur kirkjugarða í sveitum, þar sem þess
er þörf? — Sem betur fer, eru þó til þeir garðar, sem þegar
er búið að koma í viðunandi horf, sem er: Góð og örugg
girðing, nauðsynleg stækkun og skipulagning, merking
leiða, og síðast, en ekki síst, fegrun þeirra með trjárækt
og blómskrúði. — Mætti þá fara svo, að fólkið í hverri
kirkjusókn til sveita gæti kinnroðalaust og með lotningu
horft yfir þann stað, þar sem móðir jörð geymir jarðnesk-
ar leifar barna sinna, er burtu hverfa.
(„Kirkjuritið").
1. desember 1957.
S. E.