Hlín - 01.01.1958, Síða 95
Hlin
93
Heimilisiðnaðarblaðið „Dansk husflidstidende", sem er
70 ára á þessu ári, og kemur út mánaðarlega, getur þess
fyrir stuttu, að rúmlega 600 heimilisiðnaðarfjelög sjeu í
landinu og að 16.000 fullorðnir nemendur, karlar og kon-
ur ,njóti þar kenslu árlega og 500 börn. — Kenslan fer
mcst fram í Kvöldskólum. — Það er lögð mikil áhersla á
að nota frístundirnar. — Vinna karlmenn ótrauðir að öllu
þessu starfi, enda óhætt að fullyrða, að karlmenn eiga
fleiri tómstundir en konur.
Hin nýju kvöldskólalög Dana eru þýðingarmikil lyfti-
stöngþessu máli.
Mörgunr góðum og óeigingjörnum mönnum hefur
danski heimilisiðnaðurinn átt á að skipa á liðnum árum,
en enginn einstakl ingur hefur þó unnið annað eins þrek-
virki og Svend Möller, yfirbyggingameistari Kaupmanna-
lialnar, sem hefur verið formaður fjelagsins um 30 ára
skeið og ritstjóri blaðsins viðlíka langan tínra.
Honum er líka nrest að iþakka, að hinn mikli háskóli í
Kerteminde er kominn á stofn.
---------- H. B.
KIRKJUSKREYTINGAR OG HANNYRÐIR.
Hannyrðir kvenna og kirkjuskreyting gæti í fljótu
bragði virst óskylt. — Samt mun það svo, að flestir kjör-
gripir, sem sýna best kvenlegt handbragð og snild frá
liðnum ölduan, eru upphaflega gerðir til að skreyta helgi-
dóma þjóðarinnar.
Tej>pi og ábreiður, saumaðar og glitofnar, dúkar og
helgilín, alt ber vott um, að íslenskar konur lrafa varið
bæði tíma og listfengi til að gefa kirkjum sínunr senr nrest
af virðuleika og fíngerðri fegurð. — Um þetta vitna söfn
og geymdir munir liðinna alda. — Nú er þetta ekki eins
algengt og áður var. — Konur hafa sjálfsagt nrinni tínra
L