Hlín - 01.01.1958, Síða 101
Hlin
99
Bernskuminning.
Jeg var níu ára og var að yfirgefa dalinn minn fagra
fyrir fult og alt. — Það var sól og sumar og við riðum í
hægðum okkar út dalinn,
móðir mín, amma mín og
jeg. Við vorum lausríð-
andi, farangurinn var far-
inn á undan.
Nú var ferðinni iheitið
út á Ströndina, út að haf-
inu, þar sem skipið beið,
sem átti að flytja okkur til
Suðurlandsins. Á Strönd-
ina, sem svo margir ætt-
ingjar áttu heima, frænd-
ur og frænkur, sem höfðu
sent dalabarninu hörpu-
diska, kufunga og fleira
verðmæti. Þaðan kom líka'
harðfiskurinn, hvalurinn
og hákarlinn..
En hvað það verður
gaman að sjá hafið og alla ættingjana.
Mjer eru í barnsminni þrjú atriði frá þessu ferðalagi
út á Ströndina: Fyrst karlinn, sem kom á harðaspretti á
móti okkur, auðsjáanlega drukkinn, því hann steyptist af
baki og valt ofan í skurð. — Við amma urðum dauð-
hræddar, en móðir mín snaraði sjer úr söðlinum og fór að
stumra yfir karlinum, er lá sem dauður væri. — Hún gat
tosað honum upp, og brátt rjetti hann við, komst á bak,
sló undir nára og var skjótt horfinn úr augsýn.
Svo var það þegar við riðum yfir Húnavatn. — Það var
Björg Jánsdóttir.
Móðir mfn.
7*