Hlín - 01.01.1958, Side 102
100
Hlin
bæði breitt og djúpt, en gott undir. — Blessaðir klárarnir
fetuðu sig hægt og liægt yfir. — Jeg man, að jeg horfði
með hrifningu á ömmu, hvað lnin var róleg, þó það íynni
upp í fótaskörina. — Líklega hef jeg verið bundin í söðul-
inn, jeg man það ekki.
Alt gekk vel, og við komumst í gististað hjá vinafólki
okkar. — Þar sá jeg skatthol í fyrsta sinn. — Vinkona okk-
ar skenkti þar kaffið með glóðarkeri og eirkönnu. — En
hvað það var fallegt!
Um ferðina man jeg lítið að öðru leyti. — Sjálfsagt höf-
um við farið yfir Blöndu á Hrafnseyrarvaði, en ekkert /ar
sögulegt við það.
Svo birtist hafið og blessuð Ströndin, sem jeg hafði
heyrt dásamaða svo oft. — Við fórum fram hjá mörgum
bæjum, Jrar þekti amma og mamma hvern bæ og hvern
mann, því þarna voru þær fæddar og uppaldar og 'höfðu
lifað lífinu í sæld og gleði.
Og svo komu nú allir ættingjarnir og jafnaldrarnir,
sem horfðu á mann stórum, forvitnislegum rannsóknar-
augum, maður var veginn og mældur. Alt í vinsemd,
auðvitað.
En hvað alt var lijer ólíkt og einkennilegt, bara lyktin
var önnur, og svo æðarvarpið og öll eggin, og gömlu,
skrítnu verslunarhúsin. — Að ganga í fjörunni, og láta
öldurnar elta sig, það var gaman.
Svo kom skipið og við kvöddum ömmu og ættingjana.
Og þó það væri um mitt surnar, var ógurlega ilt í sjó-
inn og allir urðu sjóveikir, enginn hafði lyst á neinu. —
Þannig gekk það um tíma. — Þá kom sú fregn, að skipið
yrði að snúa við og fara austur fyrir, það væri ís við Horn.
— Ekki batnaði nú heilsufarið við Jtá fr jett.
En þegar heldur fór að draga úr sjóveikinni og veðrið
að lægja, kom Ásgeir á Þingeyrum og bauð upp á harð-
fisk. — Mjer finst jeg ennjrá sjá gamla manninn fyrir
mjer í dyrunum, höfðinglegan og mikilúðlegan. — Allir
risu upp og lifnuðu við, og tóku til þakka með fiskinn.