Hlín - 01.01.1958, Side 106
104
Hlin
Þegar Tjörnin var lögð, var stutt að fara yfir að Mel-
koti til Magnúsar, sem bestan hafði harðfiskinn, eins og
Kiljan segir í „Brekkukotsannál“. (Ollum ber saman um
að þar lýsi hann Magnúsi í Melkoti.)
Þangað var jeg oft send að kaupa harðfisk. — Einu-
sinni, meðan „afi“ var að taka til fiskinn, var mjer boðið
í stofu. — Þar fjekk jeg augum litið þá dæmalausu Born-
liólmsklukku. — Skífan sýndi ár og aldur. — Annað eins
fyrirbrigði hafði maður aldrei sjeð.
Daglega lífið á heimilinu var fjölbreytilegt og unnið að
mörgum verköfnum: Frúin spann, Stína Thorlacius
prjónaði á vjelina, eina þá fyrstu sem kom í bæinn. — Og
innan um alt þetta var lesið og lært og stúderað.
Og svo gestirnir: Það var kostnaðarsamt heimilishald,
en laun húsbóndans lítil. — Jeg man líka einusinni að
hann sagði:
„Jeg verð líklega bráðum hengdur fyrir skuldirl" Mjer
varð bylt við, hjelt að frændi minn ætti ekki til svo stór
orð, hjelt víst líka að alt væri ríkidæmi og auðlegð. — Alt
bar vott um það.
Bræðurnir, Skúli Thoroddsen og Sigurður, komu frá
Höfn, og allir voru í hátíðaskapi. Þórður bróðir þeirra,
læknir í Keflavík, kom líka til að gleðjast með glöðum.
Á þessum árum hafði húsbóndinn leitað sjer lækninga
í Skotlandi, og lifði því nokkurskonar meinlætalífi, ef
svo mætti segja, eða að þeirra tíðar hætti: Svaf t. d. í
hörðu rúmi, hvorki sæng undir nje yfir, en rúm frúar-
innar „strúttaði" af fiðri og dún ifrá Breiðafirði. — Svo
var það hafragrautur til matar, og fyrirskipun um göngu-
ferðir út á morgnana .hvernig sem viðraði.
Jeg man þegar Ranka, eldhússtúlkan stóra frá Vest-
mannaeyjum, var að búa hann út: Binda á hann leður-
skóna, fá honum lambhúshettuna, vettlingana, trefilinn
og stafinn, þá sagði hún stundum með þrumuröddu, og
einkennilegum framburði, að okkur fanst Norðlending-
unum: „Jeg held húsbóndinn hafi það bara ekki af.“