Hlín - 01.01.1958, Side 109
Hlin
107
Akureyri.
Vitur maður, sem var vel kunnugur á Akureyri um og
eftir aldamótin síðustu, ljet svo um imælt, er tilrætt var
um bæjarlífið, að líklega liefði enginn jafnlítill bær í
heimi átt þvílíku mannvali, körlum og konum, á að
skipa, og liaft á sjer þann menningarbrag og Akureyri á
þeirn árum.
„IJað væri gaman að vera fær um að bregða upp mynd
af bænum á þessum árum, en það er vandi.“
,,Og hvernig viltu rökstyðja þessa skoðun þína?“ varð
okkur að orði. ,,Er það af því að Akureyri stóð á þeirn
árum í fararbroddi um Ungmennafjelagsskapinn, Góð-
templararegluna og Samvinnuhreyfinguna, sem þar náði
brátt mestum blóma?"
„Nei, ekki hafði jeg það nú sjerstaklega í huga,“ var
svarið. — „Við skulum að gamni okkar líta yfir bæjarlífið
í heild á þessum árum og íbúana, og sýna að jeg þykist
geta fundið orðum mínum stað“:
Gagnfræðaskólinn var nýfluttur í bæinn í fagurt og
glæsilegt iiús, sem enn ber af að útliti. — Og kennaraliðið
var framúrskarandi: Hjaltalín, Stefán Stefánsson, Magnús
organisti, síðar síra Jónas á Hrafnagili, Lárus Rist, Þor-
kell Þorkelsson, Brynleifur og Árni Þorvaldsson.