Hlín - 01.01.1958, Síða 124
122
Hlin
í Vindáshlíð á K. F. U. K. stóra byggingu, sem konumar nota
fyrir börn og unglinga, einnig fyrir konur til hvíldar og hress-
ingar. — Konur eru þar oft margar um berjatímann, hafa sótt
jafnvel frá Akranesi.
Kirkjan frá Saurbæ á Hvalfjarðarströnd var flutt í Vindás-
hlíð til K. F. U. K. haustið 1957 landveg all'a leið fyrir Hval-
fjörð. — Margir menn fylgdu kirkjunni, og á 6 stöðum þurfti
að taka símann niður í bili, en alt gekk vel, það brotnaði ekki
ein einasta rúða í kirkjunni, auk heldur meira. — Kirkjan var
öll tegld saman með trjenöglum. — Kirkjan sómir sjer hið besta
í Vindáshlíð og allir eru ánægðir með að hafa fengið hana í
sveitina.
Aldrei eru hjer drykkjulæti á samkomum, eða lögregla. —
Kjósverjar hafa þann metnað, að sveitin fái haldið sínum góða
orðstír.
Þennan póst um Kjósina hafa þær góðu konur aukið og bætt:
Björg Kolka, húsfreyja á Hjeraðshælinu á Blönduósi, og frænd-
kona hennar, Ingibjörg Guðlaugsdóttir. En þær eru báðar
hreinræktaðir Kjósverjar.
J ÓLAKVEÐJA.
Þegar hríð á þakið dynur,
þrúðug skýin byréja sól,
bæirm skekja heiftar-hrinur,
hvergi er len£ur nokkurt skjól,
björk í skógi barin stynur,
blómið dautt, á hausti er kól,
jjá skal minnast þessa, vinur,
að þá er tíð að halda jól.
Sn. J.
Hyééinn ratar hóíið best,
heimskum fatast jafnan flest,
ódygð glatar gæfu mest.
Að geta ei batað sig er verst.
G. E.