Hlín - 01.01.1958, Side 135
Hlin
133
leikinn. — Þetta var líka góðs viti, því óðar en nokkum varði
fjell Sigmundur sterki marflatur fyrir Vigfúsi.
Seinna um kvöldið sá Sigmundur, að Sigríður gaf Vigfúsi
bláa ullarvettlinga, alla útsaumaða.
Síðan gat Sigmundur aldrei gleymt byltunni.
Það eru liðin 20 ár.
Faðir þeirra bræðra hafði dáið um vorið, eftir þriðja vetur
þeirra bræðra á nesinu. — Vigfús fór þá að búa, því Sigríður
hafði heitið honum eiginorði. — Hann fjekk í sinn hlut jörð
þá, er faðir hans hafði búið á, og reisti þar bú, en Sigmund
leysti hann út með lausafje og koti því, er tengdamóðir hans
átti á nesinu. — Sigmundur kaus heldur að setjast þar að. —
Hann hafði ávalt verið gefinn fyrir sjóinn, og svo gekk honum
annað til, en það fór nú ekki hátt, og þó vissi hvert mannsbarn
á nesinu, að Sigmundur hafði mælt þessum orðum síðast til
bróður síns: „Fjörður skyldi á milli frænda og vík á milli vina.“
Svona skildi nú með þeim bræðrum, og svo var að sjá, að
þeir væru dauðir hvor fyrir annan. — Ef Sigmundur var spurð-
ur að, hvernig bróður hans liði, svaraði hann: „Spyr þú hrafn-
inn að því, hann veit það betur en jeg.“ — Menn hættu því
brátt að spyrja hann um það.
Annars var svarið ekki nema hálfsatt. — Hvernig sem á því
stóð, hvort sem frjettirnar bárust með vindinum eða ekki, þá
er þó svo mikið víst, að Sigmundur spurði aldrei, menn vissu
ekki til að nokkur maður segði honum af högum Vigfúsar, og
þó vissi hann, að honum gekk eigi vel. — Jörðin Brekka, sem
hann bjó á, óðal þeirra bræðra, hafði gengið mjög af sjer seinni
árin og orðið fyrir áföllum af sandfoki og eldgosi úr Heklu. —
Sigríður var dáin, og Vigfús orðinn hokinn og hrumur. — Alt
þetta vissi Sigmundur, en það bar ekkert á því, það var eins
og hann hefði nóg að hugsa um sjálfan sig.
Hann gerðist smátt og smátt hinn gildasti bóndi á nesinu.
Hann hafði aukið búskap sinn, bæði á sjó og landi. Hann keypti
hverja jörðina á fætur annari og lagði þær allar undir ábýli
sitt, og varð kotið ekkjunnar þannig smátt og smátt að stórri
torfu. — Hann sljettaði land sitt, veitti vatni á það og girti um
utan, og það var yndi að sjá, hve vel spratt hjá honum. —
Hann reif gamla kofann og reisti í staðinn nýja húsaröð, og
snjeru allir gaflarnir, tjargaðir, fram að sjónum, gluggamir
voru hvítir til að sjá og gljáði af rúðunum. — Þegar tekið hafði