Hlín - 01.01.1958, Page 141

Hlín - 01.01.1958, Page 141
Hlin 139 „Hvenær var það, barnið mitt?“ sagði Sigmundur, frá sjer numinn af geðshræringu. „Það var í gærmorgun um sólaruppkomu,“ svaraði hún. „Já, þá kom sólin upp,“ sagði Sigmundur, hann hneigði höf- uðið, stóð sundarkorn þegjandi og bað til Guðs í hljóði. — Litlu síðar leit hann upp, og var þá sorgarsvipurinn horfinn af enni hans. Enginn getur gert sjer neina hugmynd um, hve fagurt getur verið á íslandi, þegar kvöld er á sumrin, nema hann hafi sjálfur komið þangað. „Himininn heiður og blár, hafið var skínandi bjart,“ segir skáldið, og það er satt, alt er skínandi bjart, fjöllin gnæfa við hið djúpa himinhvolf, og sjórinn er svo kyr og ládeyðan svo tignarleg, að vel má ímynda sjer, að maður sje kominn suður í lönd, til ítalíu, þar sem fegurðin sjálf á heima. Svona var kvöldið, þegar Sigmundur reið heim að Nesi með bróðurdóttur sína, því þar átti hún nú að eiga heima. Enginn gat verið glaðari en Sigmundur, þegar hann sá Sig- ríði brosa, eða tók eftir, að henni þótti gaman að sjá hvað nóg var til af öllu hjá Sigmundi, en því hafði hún ekki vanist að heiman. — Nú vissi hann fyrst handa hverjum hann hafði unnið og þreyst. — Þegar hún var búin að skoða alt innanstokks, fór hann með hana út á hlað til að sýna henni hjeraðið. — Fyrir framan þau lá fjörðurinn, spegilsljettur, utar á firðinum sást danskt kaupskip, sem ætlaði inn á næstu höfn, en ekki komst neitt fyrir logni. Seglin hjengu niður af ránum og roðnuðu í sólsetursgeislunum. — Fuglinn litli söng svo dillandi og sætt — hún leit í þá áttina og — jökullinn glóði eins og purpurahvelf- ing lengst vestur á hinum ómælilega, eggsljetta sæ. — Þá sagði Sigríður: „Já, hjer á jeg heima, jeg þekki mig hjer aftur, hún naóðir mín heitin sagði mjer oft frá þessu.“ Eri Sigmundi var sem hann heyrði hvíslað ofurhægt í hálfum hljóðum: „Komdu, jeg ætla að sýna þjer öll blómin mín fögru.“ Svo þú vitir hvernig fór fyrir Sigmundi, þá ætla jeg enn að segja þjer frá, að hann varð maður gamall, og hvítur fyrir hær- um. — Meðan hann lifði, var hann talinn gildastur bóndi á nesinu, og hafði líka allsstaðar hönd í bagga með, sem menn segja.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164

x

Hlín

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Hlín
https://timarit.is/publication/610

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.