Hlín - 01.01.1958, Page 141
Hlin
139
„Hvenær var það, barnið mitt?“ sagði Sigmundur, frá sjer
numinn af geðshræringu.
„Það var í gærmorgun um sólaruppkomu,“ svaraði hún.
„Já, þá kom sólin upp,“ sagði Sigmundur, hann hneigði höf-
uðið, stóð sundarkorn þegjandi og bað til Guðs í hljóði. — Litlu
síðar leit hann upp, og var þá sorgarsvipurinn horfinn af enni
hans.
Enginn getur gert sjer neina hugmynd um, hve fagurt getur
verið á íslandi, þegar kvöld er á sumrin, nema hann hafi sjálfur
komið þangað.
„Himininn heiður og blár, hafið var skínandi bjart,“ segir
skáldið, og það er satt, alt er skínandi bjart, fjöllin gnæfa við
hið djúpa himinhvolf, og sjórinn er svo kyr og ládeyðan svo
tignarleg, að vel má ímynda sjer, að maður sje kominn suður í
lönd, til ítalíu, þar sem fegurðin sjálf á heima.
Svona var kvöldið, þegar Sigmundur reið heim að Nesi með
bróðurdóttur sína, því þar átti hún nú að eiga heima.
Enginn gat verið glaðari en Sigmundur, þegar hann sá Sig-
ríði brosa, eða tók eftir, að henni þótti gaman að sjá hvað nóg
var til af öllu hjá Sigmundi, en því hafði hún ekki vanist að
heiman. — Nú vissi hann fyrst handa hverjum hann hafði unnið
og þreyst. — Þegar hún var búin að skoða alt innanstokks, fór
hann með hana út á hlað til að sýna henni hjeraðið. — Fyrir
framan þau lá fjörðurinn, spegilsljettur, utar á firðinum sást
danskt kaupskip, sem ætlaði inn á næstu höfn, en ekki komst
neitt fyrir logni. Seglin hjengu niður af ránum og roðnuðu í
sólsetursgeislunum. — Fuglinn litli söng svo dillandi og sætt —
hún leit í þá áttina og — jökullinn glóði eins og purpurahvelf-
ing lengst vestur á hinum ómælilega, eggsljetta sæ. — Þá sagði
Sigríður: „Já, hjer á jeg heima, jeg þekki mig hjer aftur, hún
naóðir mín heitin sagði mjer oft frá þessu.“
Eri Sigmundi var sem hann heyrði hvíslað ofurhægt í hálfum
hljóðum: „Komdu, jeg ætla að sýna þjer öll blómin mín fögru.“
Svo þú vitir hvernig fór fyrir Sigmundi, þá ætla jeg enn að
segja þjer frá, að hann varð maður gamall, og hvítur fyrir hær-
um. — Meðan hann lifði, var hann talinn gildastur bóndi á
nesinu, og hafði líka allsstaðar hönd í bagga með, sem menn
segja.