Hlín - 01.01.1958, Page 142
140
Hlin
Ef satt skal segja, þá var það víst, að hann fann töluvert til
sín, en hann dæmdi ekki framar eins hart um aðra og hann
hafði gert, meðan hann var á besta skeiði. — Hann ljet heldur
ekki framar neinn sannan þurfamann synjandi frá sjer fara. —
Sigríður giftist ári síðar góðum manni og greindum, skyldi
hún taka allan arf eftir karlinn, eða fjekk, rjettara sagt, allar
eigur hans í heimanmund, þegar hún giftist. — Ekki segir frá
hvað maður hennar hjet, en svo mikið er víst, að einn góðan
veðurdag nokkrum árum eftir brúðkaup þeirra hjóna, gekk
maður heim túnið í Nesi. — Hann sá þá hvar drengur með ljóst
hár og blá augu var að leika sjer á túninu.
„Hvað heitir þú og hvaðan ertu?“ sagði maðurinn.
„Þú ert víst langt að kominn,“ sagði drengurinn, og har sig
svo borginmannlega, að ókunni maðurinn gekk fljótt úr skugga
um hvar hann átti heima. — „Eða veist þú ekki að jeg heiti Sig-
mundur og er dóttursonur hans Sigmundar í Nesi.“
Úr „Genrebilleder“ eftir Carl Andersen.*)
(Úr Lestrarbók handa alþýðu á íslandi. Eftir Þórarinn Böðv-
arsson, prófast í Görðum á Álftanesi. Prentað í Kaupmanna-
höfn 1874.)
Skip sem mætast á nóttu
og kveðja, er framhjá þau fara.
Leiftrandi ljósmerki sjást,
og fjarlæg hróp hljóðna í myrkri. —
Þannig á æfinnar ægi
vjer mætumst og köstumst á kveðjum,
aðeins ein augsýn og rödd,
og aftur felst þögnin í myrkri.
(Longfellow.) — Þýtt.
*) Karl Andersen átti íslenska móður. Hún hjet Steinunn, og
var hálfsystir Þórðar sýslumanns í Garði í Aðaldal, Björnsson-
ar. — Faðir Karls var Jens Andersen, kaupmaður í Höfn. Karl
var fæddur 1828. — íslenskir stúdentar voru tíðir gestir á heim-
ili Steinunnar í Höfn. — Einn af þeim var Þórður Jónassen,
síðar dómsstjóri.
Karl Andersen misti foreldra sína, þegar hann var 9 ára
gamall, en þá tók Þórður Jónassen hann að sjer og kom honum
í skóla. Karl varð stúdent frá Bessastöðum 1848.