Hlín - 01.01.1958, Blaðsíða 144

Hlín - 01.01.1958, Blaðsíða 144
142 Hlin Það er þó fyrst nú, að mjer sýnist fuglinn heilbrigður, og þá er meiri von að þetta jafni sig eitthvað. Þó veðráttan væri óstöðug og köld, þá er ekki að sjá, að það hafi sakað varpið, og dúnninn verður að fullum notum, því ekki hefur nokkurntíma dignað í einu einasta hreiðri. Þá er dúnn- inn góður og ljett að hirða hann. En í vætutíð er oft erfitt og mikið verk við dúnhirðinguna. Við höfum því ekki erfitt hjer nú, bara að rölta við þetta og hirða upp dúninn. — Þar kemur ekki að haldi nútíma hraði! Það er best að fara að öllu rólega, gera fuglinum sem minst ónæði eða stygð. Oft þarf að hjálpa ungunum, því móðurumhyggjan er stund- um görótt, finst mjer. — Stundum kemur það af því, að mis- jafnt gengur út úr eggjunum, og ungarnir því ekki allir jafn ferðafærir. — Þá kemur það oft fyrir, að kollan fer með spræk- ustu ungana, sem eru líka ókyrrir í hreiðrinu, en sá minsti verður eftir, blautur og ósjálfbjarga. — Ef maður er svo hepp- inn að rekast á vesalinginn, er farið með hann og honum komið undir kollu, sem er með álíka unga í sínu hreiðri, og er honum þá borgið. — Það eru þó nokkur tilfelli með þetta. — Annars gengur ágætlega út, og margar fara með 4—5 unga, vagga með gaggi og umhyggju, en ef ungi heltist úr, verður hann að eiga sig. — Þetta útkrefur umhyggju og eftirtekt þeirra, sem gæta varpsins, og getur verið töluvert þreytandi, ef varpið er mikið. — Þó held jeg, að þetta sje ágætt fyrir unglinga og eldra fólk. — Það er ekki átakavinna nje þreytingur, en það er daglega hægfara hreyfing og útivist, sem öllum er. holl. Hjer hafa altaf verið tvær eldri manneskjur og oft barn eða unglingur til Ijettis og skemtunar. — Það er altaf yndislegt að heyra í æskunni og umgangast hana, þegar hún er saklaus og góð, eins og sem betur fer, er þó oft. Það hefur verið sólskin alla dagana, síðan við komum út, meira og minna hægviðri, en þó ekki logn nema einn dag, en annars smá stundir. Daginn, sem við fluttum út, var indælt veður, þó þurfti að renna á vindi um tíma, og þá flýttu þeir sjer að fara, sem heim ætluðu, en voru þó búnir að ganga stærri part varpsins með okkur. — Við vorum þrjú eftir og kláruðum gönguna, og fór- um svo að búa um okkur: Bera inn það, sem við vorum að viðra og ganga frá ýmsu sem ekki þoldi að vera úti. — Það er altaf erfitt fyrst, meðan verið er að koma sjer fyrir, og svo að venjast göngunum. En það fer í vana og er því betra sem lengur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164

x

Hlín

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hlín
https://timarit.is/publication/610

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.