Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.12.1967, Page 27
TlMARIT VPl 1967
25
andi voru hér á landi í lok síðustu aldar, og
við það stig tækniþróunar, sem sjávarútvegur
hafði þá náð í nágrannalöndunum, hafi þróun
þessa atvinnuvegar verið hagkvæmasti kostur,
sem fslendingum stóð til boða í upphafi iðnþró-
unar. Um leið og inn á þá þróunarbraut var
komið, hlutu hins vegar ýmsar aðrar leiðir að
lokast, sem ella hefðu hugsanlega getað staðið
opnar.
Sjávarútvegur er rúmt hugtak, sem nær yfir
hina margvíslegustu starfsemi, eins og glöggt
kemur fram í fjölbreytni þeirra erinda, sem
flutt eru á þessari ráðstefnu. Hann nær yfir
fiskveiðar, stundaðar með margbreytilegum
tækjum og aðferðum, fiskflutninga, vinnslu afla
um borð í veiðiskipum og í landi, frekari vinnslu
þessa sama afla og vinnslu auka- og úrgangs-
efna. Þau sérstöku skilyrði, sem ríkjandi hafa
verið hér á landi, hafa ekki aðeins beint lands-
mönnum að sjávarútvegi umfram aðrar útflutn-
ingsgreinar, þau hafa einnig beint þeim að sér-
stökum greinum innan sjávarútvegsins sjálfs.
Þessar greinar eru fiskveiðar og frumvinnsla
aflans. Það er í þessum greinum, sem Islending-
ar hafa yfirburði yfir aðrar þjóðir, vegna
nálægðar við fiskimið, vegna sérréttinda innan
fiskveiðilögsögu og við löndun og vinnslu afla,
vegna kunnáttu og harðfylgni íslenzkra sjó-
manna og vegna reynslu fiskverkenda. Hinar
miklu efnahagsframfarir hér á landi á þessari
öld byggjast á því, að þeir hagkvæmu kostir,
sem hafa verið fyrir hendi í þessum sérgrein-
um sjávarútvegsins, hafa verið hagnýttir á sama
tíma og aðrir kostir, sem síður hafa verið hag-
kvæmir, þar á meðal ýmsir kostir innan sjáv-
arútvegsins sjálfs, hafa verið látnir eiga sig.
Þessi þróun sjávarútvegsins hefur ekki átt
sér stað, án þess að við henni hafi verið reist-
ar margvíslegar skorður. Ríkrar viðleitni hefur
gætt til þess, að sjávarútvegurinn fengi ekki að
njóta, nema þá að nokkru leyti, þess hagn-
aðar, sem aðgangur hans að auðunnustu nátt-
úruauðlindum veitti. Að nokkru hefur sjávar-
útvegurinn sjálfur hrint þessari viðleitni af stað
með sjálfvirkum hætti. Ör tekjuaukning innan
hans hefur aukið eftirspurn í öðrum atvinnu-
greinum, sem hefur haft áhrif til almennrar
tekjuaukningar. Tekjuþróun sjávarútvegsins hef-
ur orðið stefnumarkandi fyrir aðrar atvinnu-
greinar í landinu. I viðbót við þessa sjálfvirku
þróun hefur gætt beinna félagslegra sjónarmiða,
þeirra, að sjávarútvegurinn ætti að skila til ann-
arra atvinnugreina, eða til þjóðarinnar allrar,
hluta þess ágóða, sem hann vegna stöðu sinnar
gæti öðlazt.
Annað sjónarmið hefur hér einnig komið til
greina, sem hefur verið þungt á metaskálun-
um. Vegna þess að sjávarútvegurinn byggist
á hagnýtingu takmarkaðra náttúruauðlinda,
fiskstofnanna við landið, sem þar að auki eru
háð tíma- og staðbundnum sveiflum, hefur ein-
hliða þróun hans, eða einstakra greina hans,
verið talin fela í sér mikla áhættu. Aðgerðir
til þess að styrkja aðrar atvinnugreinar, sem
hafa átt í vök að verjast vegna örðugrar sam-
keppnisaðstöðu við sjávarútveginn eða einstak-
ar greinar hans, hafa því verið taldar réttlætan-
legar, jafnvel þótt þær drægju úr hagvexti, að
minnsta kosti um skeið.
I afstöðunni til sjávarútvegsins hefur því gætt
mikils tvískinnungs. Jafnframt því, sem mönn-
um hefur verið ljóst, hverju hlutverki hann
gegndi sem forustuatvinnuvegur í hagþróuninni
og meginuppspretta gjaldeyristekna, hefur ver-
ið að því stefnt, að koma í veg fyrir, að hann
sjálfur nyti nema að takmörkuðu leyti þess
ávinnings, cem þessi sérstaða skapaði honum,
eða að þróun hans gengi of nærri öðrum at-
vinnugreinum. Það má líta á þróun sjávarút-
vegsins hér á landi, og þá um leið á þróun efna-
hagslífsins yfirleitt, sem sífellda togstreitu um
það, að hvaða leyti sjávarútvegurinn, eða ein-
stakar greinar hans, ættu að fá að þróazt
óhindrað, og að hvaða leyti ætti að reisa skorð-
ur við þessari þróun. Þessi togstreita hefur
stuðlað að miklum sveifluhreyfingum í þróun
sjávarútvegsins og efnahagslífsins yfirleitt, þar
sem skipzt hafa, á tímabil örs hagvaxtar og all-
langvarandi stöðnunar.
Viðleitni til að hemja vöxt sjávarútvegsins,
eða einstakra greina hans, og draga úr áhrif-
um vaxtar hans á aðrar atvinnugreinar, eða
sumar greinar innan hans sjálfs, hefur komið
fram með margvíslegu móti. Stefnan í landbún-
aðarmálum um margra áratuga skeið er ljóst
dæmi þessarar viðleitni á takmörkuðu sviði.
Útilokun íslenzkra togara úr landhelginni og
hinar ströngu reglur um vinnutíma á togurum
eru annað dæmi. Uppbótarkerfið, er hér var
ríkjandi um alllangt skeið, stefndi að því að
skammta sjávarútveginum í heild og hverri grein
hans tiltekinn hlut, án þess að vísu að finna
þeirri skömmtun nokkurn fastan grundvöll.
Loks má nefna aðgerðir undanfarinna ára til
stuðnings þorskveiðum og vinnslu þorskafurða,
þegar þessar greinar hafa átt í vök að verjast
í samkeppni við síldveiðarnar.