Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.12.1967, Síða 27

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.12.1967, Síða 27
TlMARIT VPl 1967 25 andi voru hér á landi í lok síðustu aldar, og við það stig tækniþróunar, sem sjávarútvegur hafði þá náð í nágrannalöndunum, hafi þróun þessa atvinnuvegar verið hagkvæmasti kostur, sem fslendingum stóð til boða í upphafi iðnþró- unar. Um leið og inn á þá þróunarbraut var komið, hlutu hins vegar ýmsar aðrar leiðir að lokast, sem ella hefðu hugsanlega getað staðið opnar. Sjávarútvegur er rúmt hugtak, sem nær yfir hina margvíslegustu starfsemi, eins og glöggt kemur fram í fjölbreytni þeirra erinda, sem flutt eru á þessari ráðstefnu. Hann nær yfir fiskveiðar, stundaðar með margbreytilegum tækjum og aðferðum, fiskflutninga, vinnslu afla um borð í veiðiskipum og í landi, frekari vinnslu þessa sama afla og vinnslu auka- og úrgangs- efna. Þau sérstöku skilyrði, sem ríkjandi hafa verið hér á landi, hafa ekki aðeins beint lands- mönnum að sjávarútvegi umfram aðrar útflutn- ingsgreinar, þau hafa einnig beint þeim að sér- stökum greinum innan sjávarútvegsins sjálfs. Þessar greinar eru fiskveiðar og frumvinnsla aflans. Það er í þessum greinum, sem Islending- ar hafa yfirburði yfir aðrar þjóðir, vegna nálægðar við fiskimið, vegna sérréttinda innan fiskveiðilögsögu og við löndun og vinnslu afla, vegna kunnáttu og harðfylgni íslenzkra sjó- manna og vegna reynslu fiskverkenda. Hinar miklu efnahagsframfarir hér á landi á þessari öld byggjast á því, að þeir hagkvæmu kostir, sem hafa verið fyrir hendi í þessum sérgrein- um sjávarútvegsins, hafa verið hagnýttir á sama tíma og aðrir kostir, sem síður hafa verið hag- kvæmir, þar á meðal ýmsir kostir innan sjáv- arútvegsins sjálfs, hafa verið látnir eiga sig. Þessi þróun sjávarútvegsins hefur ekki átt sér stað, án þess að við henni hafi verið reist- ar margvíslegar skorður. Ríkrar viðleitni hefur gætt til þess, að sjávarútvegurinn fengi ekki að njóta, nema þá að nokkru leyti, þess hagn- aðar, sem aðgangur hans að auðunnustu nátt- úruauðlindum veitti. Að nokkru hefur sjávar- útvegurinn sjálfur hrint þessari viðleitni af stað með sjálfvirkum hætti. Ör tekjuaukning innan hans hefur aukið eftirspurn í öðrum atvinnu- greinum, sem hefur haft áhrif til almennrar tekjuaukningar. Tekjuþróun sjávarútvegsins hef- ur orðið stefnumarkandi fyrir aðrar atvinnu- greinar í landinu. I viðbót við þessa sjálfvirku þróun hefur gætt beinna félagslegra sjónarmiða, þeirra, að sjávarútvegurinn ætti að skila til ann- arra atvinnugreina, eða til þjóðarinnar allrar, hluta þess ágóða, sem hann vegna stöðu sinnar gæti öðlazt. Annað sjónarmið hefur hér einnig komið til greina, sem hefur verið þungt á metaskálun- um. Vegna þess að sjávarútvegurinn byggist á hagnýtingu takmarkaðra náttúruauðlinda, fiskstofnanna við landið, sem þar að auki eru háð tíma- og staðbundnum sveiflum, hefur ein- hliða þróun hans, eða einstakra greina hans, verið talin fela í sér mikla áhættu. Aðgerðir til þess að styrkja aðrar atvinnugreinar, sem hafa átt í vök að verjast vegna örðugrar sam- keppnisaðstöðu við sjávarútveginn eða einstak- ar greinar hans, hafa því verið taldar réttlætan- legar, jafnvel þótt þær drægju úr hagvexti, að minnsta kosti um skeið. I afstöðunni til sjávarútvegsins hefur því gætt mikils tvískinnungs. Jafnframt því, sem mönn- um hefur verið ljóst, hverju hlutverki hann gegndi sem forustuatvinnuvegur í hagþróuninni og meginuppspretta gjaldeyristekna, hefur ver- ið að því stefnt, að koma í veg fyrir, að hann sjálfur nyti nema að takmörkuðu leyti þess ávinnings, cem þessi sérstaða skapaði honum, eða að þróun hans gengi of nærri öðrum at- vinnugreinum. Það má líta á þróun sjávarút- vegsins hér á landi, og þá um leið á þróun efna- hagslífsins yfirleitt, sem sífellda togstreitu um það, að hvaða leyti sjávarútvegurinn, eða ein- stakar greinar hans, ættu að fá að þróazt óhindrað, og að hvaða leyti ætti að reisa skorð- ur við þessari þróun. Þessi togstreita hefur stuðlað að miklum sveifluhreyfingum í þróun sjávarútvegsins og efnahagslífsins yfirleitt, þar sem skipzt hafa, á tímabil örs hagvaxtar og all- langvarandi stöðnunar. Viðleitni til að hemja vöxt sjávarútvegsins, eða einstakra greina hans, og draga úr áhrif- um vaxtar hans á aðrar atvinnugreinar, eða sumar greinar innan hans sjálfs, hefur komið fram með margvíslegu móti. Stefnan í landbún- aðarmálum um margra áratuga skeið er ljóst dæmi þessarar viðleitni á takmörkuðu sviði. Útilokun íslenzkra togara úr landhelginni og hinar ströngu reglur um vinnutíma á togurum eru annað dæmi. Uppbótarkerfið, er hér var ríkjandi um alllangt skeið, stefndi að því að skammta sjávarútveginum í heild og hverri grein hans tiltekinn hlut, án þess að vísu að finna þeirri skömmtun nokkurn fastan grundvöll. Loks má nefna aðgerðir undanfarinna ára til stuðnings þorskveiðum og vinnslu þorskafurða, þegar þessar greinar hafa átt í vök að verjast í samkeppni við síldveiðarnar.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172
Síða 173
Síða 174
Síða 175
Síða 176
Síða 177
Síða 178
Síða 179
Síða 180
Síða 181
Síða 182
Síða 183
Síða 184
Síða 185
Síða 186
Síða 187
Síða 188
Síða 189
Síða 190
Síða 191
Síða 192
Síða 193
Síða 194
Síða 195
Síða 196
Síða 197
Síða 198
Síða 199
Síða 200
Síða 201
Síða 202
Síða 203
Síða 204
Síða 205
Síða 206
Síða 207
Síða 208
Síða 209
Síða 210
Síða 211
Síða 212
Síða 213
Síða 214
Síða 215
Síða 216
Síða 217
Síða 218
Síða 219
Síða 220
Síða 221
Síða 222
Síða 223
Síða 224
Síða 225
Síða 226
Síða 227
Síða 228
Síða 229
Síða 230
Síða 231
Síða 232
Síða 233
Síða 234
Síða 235
Síða 236
Síða 237
Síða 238
Síða 239
Síða 240
Síða 241
Síða 242
Síða 243
Síða 244
Síða 245
Síða 246
Síða 247
Síða 248
Síða 249
Síða 250
Síða 251
Síða 252
Síða 253
Síða 254
Síða 255
Síða 256
Síða 257
Síða 258
Síða 259
Síða 260
Síða 261
Síða 262
Síða 263
Síða 264
Síða 265
Síða 266
Síða 267
Síða 268
Síða 269
Síða 270
Síða 271
Síða 272
Síða 273
Síða 274
Síða 275
Síða 276
Síða 277
Síða 278
Síða 279
Síða 280
Síða 281
Síða 282
Síða 283
Síða 284
Síða 285
Síða 286
Síða 287
Síða 288
Síða 289
Síða 290
Síða 291
Síða 292
Síða 293
Síða 294
Síða 295
Síða 296
Síða 297
Síða 298
Síða 299
Síða 300
Síða 301
Síða 302
Síða 303
Síða 304
Síða 305
Síða 306
Síða 307
Síða 308
Síða 309
Síða 310
Síða 311
Síða 312
Síða 313
Síða 314
Síða 315
Síða 316
Síða 317
Síða 318
Síða 319
Síða 320
Síða 321
Síða 322
Síða 323
Síða 324
Síða 325
Síða 326
Síða 327
Síða 328
Síða 329
Síða 330
Síða 331
Síða 332
Síða 333
Síða 334
Síða 335
Síða 336
Síða 337
Síða 338
Síða 339
Síða 340

x

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Verkfræðingafélags Íslands
https://timarit.is/publication/860

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.