Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.12.1967, Page 38

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.12.1967, Page 38
36 TÍMARIT VFl 1967 sem komið er hefur hið opinbera matvælaeftir- lit Bandaríkjanna ekki haft á hendi slíkt eftirlit. Þó bendir ýmislegt til, að á þessu geti orðið breyting í náinni framtíð, og settir verði gerla- staðlar um allan freðfisk, fluttan inn til Banda- ríkjanna. Setning slíkrar löggjafar erlendis, til dæmis í Bandaríkjunum, mundi hafa víðtæk áhrif á íslenzka freðfiskframleiðslu. Meðal annars yrði að breyta og herða verulega á gæða- og hrein- lætiseftirliti, bæði á vegum hins opinbera og eins á vegum framleiðendanna sjálfra. Höfundur vill leyfa sér að ítreka gildi alhliða eftirlits með freðfiskframleiðslu og þá sérstak- lega hreinlætiseftirlit og gildi hlutverks þess í að skapa freðfiski þann orðstír að vera hrein og heilsusamleg matvæli. Rannsóknir á vatni, notuðu við fiskvinnslu hérlendis I tímaritsgrein (22) um þýðingu vatns í mat- vælaframleiðslu, sem höfundur birti 1962, er gerð grein fyrir kröfum, sem gera verður til vatns- bóla, til heilnæmis vatns og hvernig neyzluhæfni vatns er metið eftir þeim uppleystu efnum, sem í því eru, og eftir gerlagróðri þess. Er því vísað til þessarar tímaritsgreinar um þau atriði. Hér verður aftur á móti skýrt frá niðurstöðum á vatnsrannsóknum, sem gerðar voru að undirlagi Fiskmatsráðs á árunum 1960—1962. Vatnið er eitt af aðalheimkynnum gerlanna. Enga matvælaframleiðslu er hægt að reka án þess að hafa nóg af hreinu vatni. Eftir eðli vatns eða staðsetningu vatnsbóla má flokka vatn í: A. Ferskt vatn. 1) Yfirborðsvatn úr ám og lækjum. 2) Neðanjarðarvatn, svo sem uppsprettu- vatn, borholu- eða brunnvatn, þar sem steypt eða hlaðið er (fóðrað) a.m.k. 2 metra niður frá yfirborði jarðar. B. Sjó (salt vatn). 1) Sjór tekinn úr höfnum eða um borð í fiskiskipum. 2) Sjóblandað vatn úr borholum nærri sjó. Neðanjarðarvatn er ákjósanlegast, þar eð það inniheldur fæsta gerla og er sízt hætt við meng- un. Yfirborðsvatn er varhugavert, vegna mögu- leika saurmengunar frá mönnum, kvikfé og fugl- um. I sjóinn í höfnunum rennur sorp, klóak úr bæjunum og úrgangur frá fiskverkunarhúsun- um, og er því í sjónum ógrynni af alls kyns rotnunargerlum og sýklum. Sjór telst því ónot- hæfur við vinnslu á matvælum, þar með talinn fiskþvottur, þvottur á tækjum og vinnslusölum ásamt þvotti á fiskiskipum, nema í hann sé sett klór til gerileyðingar. Hreint og ómengað vatn gegnir tvöföldu hlut- verki í allri matvælaframleiðslu, svo og í fisk- vinnslu allri. Það er notað til þvottar á fiski og þrifnaðar á vinnslutækjum og húsum, og þar með leitazt við að verja fiskinn skemmdum af völd- um gerla. Vatn, sem er gallað vegna of mikils gerlagróðurs, gegnir því ekki hlutverki sínu. Það getur aukið gerlainnihald í stað þess að minnka það. I öðru lagi ber hreint og ómengað vatn ekki með sér sýkla, en það gerir saurmengaður sjór. Hver ögn af saur inniheldur milljónir gerla. Ef saur berst í fiskholdið, smitast fiskurinn af rotnunargerlum, sem spilla fiskinum og minnka geymsluþol hans. Enn fremur eru smitandi sjúk- dómar af þessum uppruna algengir, t.d. tauga- veiki, taugaveikibróðir, iðrakvef o.s.frv. Notkun hreins og ómengaðs vatns til matvæla- framleiðslu er því ekki aðeins nauðsynlegt frá heilbrigðissjónarmiði, heldur telst það til almenns velsæmis. Hve marga neytendur fýsir að borða fisk, sem hefur verið þveginn upp úr saur- og skólpmenguðu vatni? Er Fiskmatsráð og Ferskfiskeftirlitið tóku til starfa árið 1960, var ákveðið að eitt af verkefn- um þeim, sem þyrfti að sinna, væri að afla upp- lýsinga um vatn, sem notað væri almennt í fisk- verkunarstöðvum og til þvotta á fiskiskipum. Rannsókn þessi var framkvæmd af höfundi þess- arar greinar. Rannsóknin var hafin síðla ársins 1960 og stóð fram á árið 1962. Alls voru tekin um 200 sýnishorn af fersku vatni og sjó, víðs vegar um landið, úr 127 vatns- bólum. Vatnsbólin voru ýmist með fersku vatni eða söltu vatni og voru bæjar- eða þorpsveitur, brunnar, borholur, sjóveitur og sjór úr höfn- um. Öllum þessum vatnsbólum var það sameig- inlegt, að þau voru notuð í einhverri mynd við fiskvinnslu eða til þvotta á tækjum og fiskiskip- um. Niðurstöður vatnsrannsókna, Neyzluhæfni sýnishornanna, sem rannsökuð voru gerlafræðilega, var metið eftir gerlafjölda við 37°C (og 22°C) og eftir því, hvort coli- gerlar af sauruppruna fundust í því. Ferska vatnið, sem rannsakað var, var yfir- leitt neyzluvatn úr bæjarvatnsveitu viðkomandi bæjar eða þorps. Rannsakað var vatn á 69 stöð- um, vatnsbólum, þar af voru 50 úr bæjarvatns- veitum. Af 69 vatnsbólum töldust 32 (46%) góð, 10 (14%) gölluð og 27 (40%) slæm eða með óneyzluhæfu og ónothæfu vatni. Af söltu vatni
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198
Page 199
Page 200
Page 201
Page 202
Page 203
Page 204
Page 205
Page 206
Page 207
Page 208
Page 209
Page 210
Page 211
Page 212
Page 213
Page 214
Page 215
Page 216
Page 217
Page 218
Page 219
Page 220
Page 221
Page 222
Page 223
Page 224
Page 225
Page 226
Page 227
Page 228
Page 229
Page 230
Page 231
Page 232
Page 233
Page 234
Page 235
Page 236
Page 237
Page 238
Page 239
Page 240
Page 241
Page 242
Page 243
Page 244
Page 245
Page 246
Page 247
Page 248
Page 249
Page 250
Page 251
Page 252
Page 253
Page 254
Page 255
Page 256
Page 257
Page 258
Page 259
Page 260
Page 261
Page 262
Page 263
Page 264
Page 265
Page 266
Page 267
Page 268
Page 269
Page 270
Page 271
Page 272
Page 273
Page 274
Page 275
Page 276
Page 277
Page 278
Page 279
Page 280
Page 281
Page 282
Page 283
Page 284
Page 285
Page 286
Page 287
Page 288
Page 289
Page 290
Page 291
Page 292
Page 293
Page 294
Page 295
Page 296
Page 297
Page 298
Page 299
Page 300
Page 301
Page 302
Page 303
Page 304
Page 305
Page 306
Page 307
Page 308
Page 309
Page 310
Page 311
Page 312
Page 313
Page 314
Page 315
Page 316
Page 317
Page 318
Page 319
Page 320
Page 321
Page 322
Page 323
Page 324
Page 325
Page 326
Page 327
Page 328
Page 329
Page 330
Page 331
Page 332
Page 333
Page 334
Page 335
Page 336
Page 337
Page 338
Page 339
Page 340

x

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Verkfræðingafélags Íslands
https://timarit.is/publication/860

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.