Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.12.1967, Qupperneq 44
42
TlMARIT VFl 1967
andi og því meir sem hitastigið er hærra. Heitt
vatn með þvottaefni í sameinar drepandi verk-
anir þvottaefnisins og hitans. Er slíkt þvotta-
vatn mjög hentugt til hreingerningar og geril-
eyðingar.
Eitt allra hentugasta efnið til gerileyðingar í
freðfiskframleiðslu er klór. Höfundur hefur á
öðrum stað ritað um eiginleika klórsambanda (26,
bls. 18) og vísað er til eftirfarandi heimildarita
um galla og kosti klórs og samanburð á klóri
við aðra flokka gerildrepandi efna (4, bls. 126),
(2, bls. 99), (27), (28).
Hið mikla umfram magn af fríu klóri, sem
notað er við freðfiskframleiðslu, gegnir tvöföldu
hlutverki. 1 fyrsta lagi drepur það sýkla og gerla
í vatninu og í öðru lagi gerileyðir það þau tæki,
áhöld og fleti, sem klórblandað vatn kemur í
snertingu við. Leggja verður ríka áherzlu á, að
gerileyðing með klóri er mjög torveld ef ekki
gagnslítil, ef hlutir þeir, sem gerileyða á, eru
ekki vandlega þvegnir, áður en klórupplausnin
kemur á þá. Sá misskilningur, að með notkun
klórs þurfi ekki að þvo hlutina áður, er mjög
bagalegur, en því miður allútbreiddur meðal verk-
stjóra í frystihúsum.
3) Tæki til hreinlætisaðgerða.
Forsendur þess, að hægt sé að þrífa vélar,
tæki o.s.frv. er, að tiltæk séu hentug áhöld til
þess að framkvæma hreinlætisaðgerðir. Til slíkra
áhalda teljast: 1) Vatnsslöngur úr léttu og með-
færilegu efni, sem eru nægilega langar til að
ná yfir svæði það, sem á að hreinsa. Slöngurnar
eiga að vera með stút og handfangi, sem útbú-
inn er með krana, sem hægt er að opna og loka
að vild. 2) Burstar og kústar með stífu hári eða
strái og það löngu skafti, að vel náist til allra
staða, sem þarf að bursta. 3) Háþrýstisprautur
(600—800 pund á ferþumlung) til þess að losa
um óhreinindi í vélum og tækjum og skola burt
óhreinindum úr krókum og kimum, sem erfitt er
að komast að. Háþrýstisprautur, sem hægt er
að nota með þvottaefni og heitu vatni, eru æski-
legar.
4) Framkvæmd hreinlætisaðgerða.
Skipulagning og framkvæmd hreinlætisaðgerða
getur verið tvenns konar: 1) Hreinlætisaðgerðir
í lok vinnslu (end-of-shift cleaning). 2) Stöðug-
ar hreinlætisaðgerðir meðan á vinnslu stendur
(continuous plant clean up).
Hreinlætisaðgerðir í lok vinnslu eru fólgnar
í því, að allt starfsfólkið hreinsar, þvær og geril-
eyðir vinnusali. Slíkt er algengast í frystihúsum
hérlendis. Sjaldnar hérlendis er því þannig farið,
að sérstakur flokkur starfsmanna frystihúsa t.
d. 2—6 menn sjái um hreinlætisaðgerðir eftir
venjulegan vinnutíma. Og algjörlega óþekkt er
það fyrirkomulag, sem tíðkast erlendis og gefur
ágæta raun, er að nýr vinnuflokkur (óþreyttur)
sjái um hreinlætisaðgerðir. Starfsmenn slíkra
hreinlætisflokka vinna ekki að fiskvinnslu, en
hafa fengið sérþjálfun í hreinlætisaðgerðum.
Hreinlætisaðgerðir meðan á vinnslu stendur
stuðla að því að hindra að úrgangur safnist
fyrir t.d. við flökunar- og roðflettivélar, eða þá
leggja áherzlu á hreinlætisaðgerðir á einstöku
stöðum eða einstaka þætti vinnslunnar, þar sem
mest er hætta á mengun, t.d. bakkaþvottur. Ein-
stakir starfsmenn sjá um þetta, annað hvort að
fasta starfi eða í ígripum. Hérlendis eru hrein-
lætisaðgerðir meðan á vinnslu stendur fram-
kvæmdar að einhverju leyti, en yfirleitt eru þó
slíkar framkvæmdir illa skipulagðar og handa-
hófskenndar, og víðast tíðkast þær ekki.
Ekki verður fjallað um hreingerningarreglur
hér, en vísað til heimildarrita þar að lútandi (2,
bls. 102), (4, bls. 253).
5) Hreinlætisaðgerðir og frystihúsin.
Hér hafa nú verið rædd hin ýmsu atriði, sem
varða hreinlætisaðgerðir í frystihúsum. Hefur
verið leitazt við að benda á leiðir til framkvæmda
á hreinlætisaðgerðum, sem kunnáttumenn í ýms-
um löndum telja vænlegar til árangurs. Þegar
litið er í heild á framkvæmdir hreinlætisaðgerða
í íslenzkum frystihúsum, kemur í ljós, að flestir
þættir þeirra fara meira eða minna í handaskol-
um og verður því hreinlætisástand í frystihús-
um eftir því.
1 flestum frystihúsum er nægilegt vatnsmagn,
og þar eð fyrirmæli eru til frá Fiskmati ríkisins
um að blanda klóri í allt vatn, sem notað er til
freðfiskframleiðslu, eru engar gildar afsakanir
fyrir því að nota vatn, sem uppfyllir ekki kröf-
ur um gerlafræðilegt heilnæmi vatnsins. Sá
trassaskapur, að hafa klórtækin ekki í sambandi
eða hafa tækin ekki í lagi, er óverjandi.
Óhrein áhöld, vélar og verkfæri o.s.frv. gefa
til kynna, að hreinlætisástandinu sé ábótavant.
Notkun slíkra áhalda við freðfiskframleiðslu ber
hiklaust að víta. Slík áhöld dreifa óhreinindum
í framleiðslunni og eru gerlaberar. Sýnileg efnis-
leg óhreinindi eru samfara eða forboði smit-
næmra óhreininda og er þá auðsætt, að hrein-
lætisaðgerða er þörf. Hvort tekst að hafa og
viðhalda áhöldum, vélum og verkfærum hrein-
um er komið undir því, að nægilegt hreint vatn