Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.12.1967, Side 49

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.12.1967, Side 49
TÍMARIT VFl 1967 47 um FAO, þar sem fjallað var um staðlaskrá fyrir fisk og fiskafurðir, að gerlafræðilegir staðl- ar á fullunninni vöru eru taldir eiga nokkuð langt í land. Sem sagt, það muni fáir þora enn- þá að fara að setja ströng ákvæði um gerla- fjölda, t.d. í fullunnum freðfiski, og það mun þurfa miklar endurbætur á framleiðslunni sjálfri, áður en að nokkur ríkisstjórn þorir að setja svoleiðis ákvæði. Hreinlætiseftirlit í frystihúsum — það er oft talað um, að það sé slakt. Það má vel vera, þetta er dálitið misjafnt. Víða sér maður að mikið er fyrir þetta gert, annars staðar minna. En það er nú svo, að það er uppeldi fólksins sjálfs, sem vöruna vinnur, sem mest hefur að segja. Það er maðurinn, hreinlætistilfinning mannsins sjálfs, sem er aðalatriðið. Þess vegna kemur það oft í ljós, bæði í mjólkuriðnaðinum og alveg eins í fiskiðnaðinum, að furðulegt er hvað hægt er að gera góða hluti undir slæmum skilyrðum, ef fólkið, sem verkin vinnur, og mennirnir, sem stjórna, eru samvizkusamir og hafa næma hreinlætistilfinningu. Aftur sér mað- ur á öðrum stöðum, þar sem mikið er í sölurnar lagt og miklu kostað til, að ýmislegt fer í handa- skolun vegna kæruleysis þeirra, sem um starf- semina eiga að annast. Ég ætla aðeins að minnast á vatnið, en það hefur verið mjög veikur punktur hér í hreinlæt- ismálum fiskiðnaðarins. Það er sameiginlegt vandamál má segja um allt land, að undanskil- inni Reykjavík, Hafnarfirði og Akureyri. Víðast hvar er notað yfirborðsvatn, en það er á viss- um tímum algerlega ónothæft og sjaldan í góðu lagi. Það þykir næsta ótrúlegt, þegar menn sjá fallega fjallalæki og leiða þá inn í frystihúsið til sín, að þetta geti verið hættulegt fiskinum. En það er nú samt svo. Slíkt vatn er oft óhæft til þess að byggja á því niðurlagningu á síld, hraðfrystingu á fiskflökum, vélpillun á rækju, eða eitthvað slikt. Það hefur oft verið um það talað, hvernig úr þessu á að bæta. Þetta hefur verið mikið vandamál. Það má nefna nokkra staði s.s. á ísafirði, Siglufirði og víðar. — Vand- inn er, hvernig á að útvega fiskiðnaðinum ör- uggt vatn árið um kring. Það er ekki til, virð- ist vera, nema ein leið, og hún er að setja klór í vatnið. En íslendingar kæra sig ekki um klór- erað vatn. Þeir standa í þeirri meiningu, að vatnið sé svo gott á íslandi. Því mundi vera illa tekið, ef vatn yrði klórerað í kaupstöðum úti á landi. En það er ekki annað hægt að gera. Það er ekkert hægt að gera á þessum stöðum flestum, nema að setja upp vandaðar síur til að sía frá vatninu föst óhreinindi og setja svo í það klór. Það er ekki aðeins fiskiðnaðurinn eða fiskvinnslustöðvarnar, sem á þessu þurfa að halda, það er líka fólkið sjálft, íbúarnir í kaup- stöðunum. Þess vegna hefur verið leitað sam- vinnu við heilbrigðisyfirvöldin um stuðning við það, að sameiginlegt átak verði gert af bæjar- yfirvöldunum og fiskvinnslustöðvunum á hverj- um stað, til þess að koma vatnsveitunum í sæmi- legt horf. Það hefur verið stungið upp á því, að sett yrðu ákvæði um hámarks gerlamagn vatns, magn coligerla o.s.frv. Myndu þá allir, bæði bæj- aryfirvöldin og fiskframleiðendur, hafa nokkuð til að vitna í og miða við. Það er nú von okkar, að eitthvað verði gert af hálfu heilbrigðisstjórn- arinnar til þess að knýja bæjarstjórnir víðs veg- ar um land, til þess að taka upp einhverjar raun- hæfar aðgerðir í þessum efnum. En, sem sagt, gott og hreint vatn er eitt höfuðskilyrðið til þess að hægt sé að framleiða góðan fisk. Hjalti Einarsson: Herra fundarstjóri. Ég vil þakka Guðlaugi fyrir mjög ýtarlegt og yfirgripsmikið erindi um hreinlætismál. Guðlaugur hefur, sem kunnugt er, um mörg undanfarin ár látið sig þessi mál miklu skipta og er þaulkunnugur hreinlætismálum í frystihúsunum. I erindi sínu hefur Guðlaugur annars vegar bent á hvar skórinn kreppir að og hins vegar á leiðir til úrbóta. Það fer varla milli mála, að hér hafa orðið miklar framfarir, þótt viðurkenna beri að margt sé óleyst. Þess ber þá að geta, að tekið hefur verið upp kerfisbundið eftirlit í frystihúsunum, og sýnishorn eru rann- sökuð á gerladeild Rannsóknastofnunar fiskiðn- aðarins. Ég vil undirstrika það, sem Guðlaugur hefur sagt um þvottaefni og gerileyðandi efni og nauð- syn þess að halda þessu aðskildu. Átak það, sem gert hefur verið í gerileyðingu, er tiltölu- lega miklu stærra heldur en átak það, sem gert hefur verið í þvotti. I sjálfu sér er nægjanlegt að þvo úr sápulegi og þurrka síðan vel. Það er gamalt húsráð, sem allar húsmæður þekkja. Gerlar dafna ekki á þurrum fleti án lífrænna efna. I frystihúsi þarf viðbótaröryggi meðal annars vegna þess, að erfitt er að þurrka, og frystihúsin eru ötuð í vatni næstum því allan sólarhringinn. Klórblöndun í vatn gegnir þar stóru hlutverki, en af því leiðir hins vegar ekki að slaka megi til á þvottinum. Þarna mun ein- hver misskilningur hafa komið upp, eins og Guð- laugur hefur bent á. Á blaðsíðu 38 þar sem rætt er um niður-
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185
Side 186
Side 187
Side 188
Side 189
Side 190
Side 191
Side 192
Side 193
Side 194
Side 195
Side 196
Side 197
Side 198
Side 199
Side 200
Side 201
Side 202
Side 203
Side 204
Side 205
Side 206
Side 207
Side 208
Side 209
Side 210
Side 211
Side 212
Side 213
Side 214
Side 215
Side 216
Side 217
Side 218
Side 219
Side 220
Side 221
Side 222
Side 223
Side 224
Side 225
Side 226
Side 227
Side 228
Side 229
Side 230
Side 231
Side 232
Side 233
Side 234
Side 235
Side 236
Side 237
Side 238
Side 239
Side 240
Side 241
Side 242
Side 243
Side 244
Side 245
Side 246
Side 247
Side 248
Side 249
Side 250
Side 251
Side 252
Side 253
Side 254
Side 255
Side 256
Side 257
Side 258
Side 259
Side 260
Side 261
Side 262
Side 263
Side 264
Side 265
Side 266
Side 267
Side 268
Side 269
Side 270
Side 271
Side 272
Side 273
Side 274
Side 275
Side 276
Side 277
Side 278
Side 279
Side 280
Side 281
Side 282
Side 283
Side 284
Side 285
Side 286
Side 287
Side 288
Side 289
Side 290
Side 291
Side 292
Side 293
Side 294
Side 295
Side 296
Side 297
Side 298
Side 299
Side 300
Side 301
Side 302
Side 303
Side 304
Side 305
Side 306
Side 307
Side 308
Side 309
Side 310
Side 311
Side 312
Side 313
Side 314
Side 315
Side 316
Side 317
Side 318
Side 319
Side 320
Side 321
Side 322
Side 323
Side 324
Side 325
Side 326
Side 327
Side 328
Side 329
Side 330
Side 331
Side 332
Side 333
Side 334
Side 335
Side 336
Side 337
Side 338
Side 339
Side 340

x

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Verkfræðingafélags Íslands
https://timarit.is/publication/860

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.