Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.12.1967, Qupperneq 49
TÍMARIT VFl 1967
47
um FAO, þar sem fjallað var um staðlaskrá
fyrir fisk og fiskafurðir, að gerlafræðilegir staðl-
ar á fullunninni vöru eru taldir eiga nokkuð
langt í land. Sem sagt, það muni fáir þora enn-
þá að fara að setja ströng ákvæði um gerla-
fjölda, t.d. í fullunnum freðfiski, og það mun
þurfa miklar endurbætur á framleiðslunni
sjálfri, áður en að nokkur ríkisstjórn þorir að
setja svoleiðis ákvæði.
Hreinlætiseftirlit í frystihúsum — það er oft
talað um, að það sé slakt. Það má vel vera,
þetta er dálitið misjafnt. Víða sér maður að
mikið er fyrir þetta gert, annars staðar minna.
En það er nú svo, að það er uppeldi fólksins
sjálfs, sem vöruna vinnur, sem mest hefur að
segja. Það er maðurinn, hreinlætistilfinning
mannsins sjálfs, sem er aðalatriðið. Þess vegna
kemur það oft í ljós, bæði í mjólkuriðnaðinum
og alveg eins í fiskiðnaðinum, að furðulegt er
hvað hægt er að gera góða hluti undir slæmum
skilyrðum, ef fólkið, sem verkin vinnur, og
mennirnir, sem stjórna, eru samvizkusamir og
hafa næma hreinlætistilfinningu. Aftur sér mað-
ur á öðrum stöðum, þar sem mikið er í sölurnar
lagt og miklu kostað til, að ýmislegt fer í handa-
skolun vegna kæruleysis þeirra, sem um starf-
semina eiga að annast.
Ég ætla aðeins að minnast á vatnið, en það
hefur verið mjög veikur punktur hér í hreinlæt-
ismálum fiskiðnaðarins. Það er sameiginlegt
vandamál má segja um allt land, að undanskil-
inni Reykjavík, Hafnarfirði og Akureyri. Víðast
hvar er notað yfirborðsvatn, en það er á viss-
um tímum algerlega ónothæft og sjaldan í góðu
lagi. Það þykir næsta ótrúlegt, þegar menn sjá
fallega fjallalæki og leiða þá inn í frystihúsið
til sín, að þetta geti verið hættulegt fiskinum.
En það er nú samt svo. Slíkt vatn er oft óhæft
til þess að byggja á því niðurlagningu á síld,
hraðfrystingu á fiskflökum, vélpillun á rækju,
eða eitthvað slikt. Það hefur oft verið um það
talað, hvernig úr þessu á að bæta. Þetta hefur
verið mikið vandamál. Það má nefna nokkra
staði s.s. á ísafirði, Siglufirði og víðar. — Vand-
inn er, hvernig á að útvega fiskiðnaðinum ör-
uggt vatn árið um kring. Það er ekki til, virð-
ist vera, nema ein leið, og hún er að setja klór
í vatnið. En íslendingar kæra sig ekki um klór-
erað vatn. Þeir standa í þeirri meiningu, að
vatnið sé svo gott á íslandi. Því mundi vera
illa tekið, ef vatn yrði klórerað í kaupstöðum
úti á landi. En það er ekki annað hægt að gera.
Það er ekkert hægt að gera á þessum stöðum
flestum, nema að setja upp vandaðar síur til að
sía frá vatninu föst óhreinindi og setja svo í
það klór. Það er ekki aðeins fiskiðnaðurinn eða
fiskvinnslustöðvarnar, sem á þessu þurfa að
halda, það er líka fólkið sjálft, íbúarnir í kaup-
stöðunum. Þess vegna hefur verið leitað sam-
vinnu við heilbrigðisyfirvöldin um stuðning við
það, að sameiginlegt átak verði gert af bæjar-
yfirvöldunum og fiskvinnslustöðvunum á hverj-
um stað, til þess að koma vatnsveitunum í sæmi-
legt horf. Það hefur verið stungið upp á því, að
sett yrðu ákvæði um hámarks gerlamagn vatns,
magn coligerla o.s.frv. Myndu þá allir, bæði bæj-
aryfirvöldin og fiskframleiðendur, hafa nokkuð
til að vitna í og miða við. Það er nú von okkar,
að eitthvað verði gert af hálfu heilbrigðisstjórn-
arinnar til þess að knýja bæjarstjórnir víðs veg-
ar um land, til þess að taka upp einhverjar raun-
hæfar aðgerðir í þessum efnum. En, sem sagt,
gott og hreint vatn er eitt höfuðskilyrðið til
þess að hægt sé að framleiða góðan fisk.
Hjalti Einarsson:
Herra fundarstjóri. Ég vil þakka Guðlaugi
fyrir mjög ýtarlegt og yfirgripsmikið erindi um
hreinlætismál. Guðlaugur hefur, sem kunnugt er,
um mörg undanfarin ár látið sig þessi mál miklu
skipta og er þaulkunnugur hreinlætismálum í
frystihúsunum. I erindi sínu hefur Guðlaugur
annars vegar bent á hvar skórinn kreppir að og
hins vegar á leiðir til úrbóta. Það fer varla milli
mála, að hér hafa orðið miklar framfarir, þótt
viðurkenna beri að margt sé óleyst. Þess ber þá
að geta, að tekið hefur verið upp kerfisbundið
eftirlit í frystihúsunum, og sýnishorn eru rann-
sökuð á gerladeild Rannsóknastofnunar fiskiðn-
aðarins.
Ég vil undirstrika það, sem Guðlaugur hefur
sagt um þvottaefni og gerileyðandi efni og nauð-
syn þess að halda þessu aðskildu. Átak það,
sem gert hefur verið í gerileyðingu, er tiltölu-
lega miklu stærra heldur en átak það, sem gert
hefur verið í þvotti. I sjálfu sér er nægjanlegt
að þvo úr sápulegi og þurrka síðan vel. Það er
gamalt húsráð, sem allar húsmæður þekkja.
Gerlar dafna ekki á þurrum fleti án lífrænna
efna. I frystihúsi þarf viðbótaröryggi meðal
annars vegna þess, að erfitt er að þurrka, og
frystihúsin eru ötuð í vatni næstum því allan
sólarhringinn. Klórblöndun í vatn gegnir þar
stóru hlutverki, en af því leiðir hins vegar ekki
að slaka megi til á þvottinum. Þarna mun ein-
hver misskilningur hafa komið upp, eins og Guð-
laugur hefur bent á.
Á blaðsíðu 38 þar sem rætt er um niður-