Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.12.1967, Page 50
48
TlMARIT VFl 1967
stöður rannsóknanna frá 1962—1963, er gefin
upp meðaltalstala fyrir ræktun við 37 gráður
sameiginlega fyrir færibönd og bakka. Það
væri fróðlegt, ef þess væri kostur, að fá upp-
lýsingar um það, hvort einhver mismunur sé
þar á. Reimar og reimadrif eru vandþrifin eigi
síður en bakkarnir.
Þegar rætt er um þessi mál, er nauðsynlegt
að líta á fleiri en eina hlið eins og jafnan ber
að gera við lausn allra verkefna. Eins og vænta
má ræðir Guðlaugur málin frá sjónarmiði gerla-
fræðings. Hann bendir á, að flök með roði, eins
og þau koma frá flakara, hafi tilhneigingu til
að smita hvert annað, þegar þau eru látin sam-
an i bakka. Þetta er að sjálfsögðu rétt, og ber
því að leggja meiri áherzlu á fiskþvott á undan
flökun og kanna, hvers konar þvottur gefur
beztan árangur. Hins vegar teljum við okkur
hag að því að hafa flökin í bökkum. Við teljum
nauðsynlegt vegna stjórnunar og ákvæðisvinnu-
kerfis að vigta frá hverjum einstökum flakara.
Þannig getum við fylgzt með nýtingu og afköst-
um. Auk þess verður fiskur fyrir minna hnjaski
í ílátum og flökin fara þar vissulega vel, og er
það okkur mikils virði. Víðast hvar, þar sem ég
þekki til í Vestur-Evrópu, er þessi háttur hafð-
ur á.
Guðlaugur bendir réttilega á, að flökunarhníf-
ar geta verið varasamir, einkum séu þeir skol-
aðir úr volgu vatni eins og sums staðar tíðkast.
Guðlaugur hefur bent á þetta áður. Þetta er þörf
ábending. Margir flakarar vilja líka hafa volgt
vatn hjá sér til að dýfa fingrunum í. Ástæðan
er sú, að fiskur, sem kemur beint úr ís, er kald-
ur viðkomu, og flakarar leggja talsvert upp úr
þessu vatni. Það hefur reynzt nokkuð erfitt við-
fangs að fá þessu breytt. Enda þótt viðurkenna
beri, að aðstaða til þrifa sé sums staðar slæm,
þannig að nauðsynlegt sé að taka í taumana,
þá er hún annars staðar til fyrirmyndar, og
verkmenning í freðfiskframleiðslu mun vera
meiri en í flestum öðrum greinum fiskvinnslu
hér á landi. Það ætti hins vegar að vera hvatn-
ing til að gera ennþá betur.
Eitt af þeim málum, sem leggja ber meiri
áherzlu á en gert er, er að skapa góðar um-
gengnisvenjur hjá fólki. Dr. Sigurður Pétursson
minntist dálítið á þetta áðan. Það er staðreynd,
að mikið vantar á, að allir gangi nógu vel um
vinnustaði. Hins vegar skal á það bent, að aðr-
ar þjóðir eiga við sömu vandamál að stríða.
Þetta er nútímavandamál, sem virðist torleyst.
Ég vil svo undirstrika það enn einu sinni, að
erindi Guðlaugs megi verða okkur hvatning til
þess að setja hreinlætismálin í þann sess, sem
þeim ber.
Bergsteinn Á. Bergsteinsson:
Herra fundarstjóri. Góðir fundarmenn. Ég
þakka stjórn þessarar ráðstefnu fyrir að hafa
boðið mér þátttöku í umræðum. Ég tel ráð-
stefnu þessa mjög merkilega og undirbúning-
urinn virðist mér hafa verið með ágætum, þar
sem mönnum var gefinn kostur á að kynna sér
erindi sérfræðinga, áður en ráðstefnan hófst,
þótt æskilegra hefði verið að þau hefðu komið
fyrr fram. Að sjálfsögðu skiptist áhugi manna
hér á ráðstefnunni eftir verkefnum, eða hvernig
verkefni koma inn á áhuga eða störf viðkom-
andi manna. Samkvæmt heitum verkefna ráð-
stefnunnar mundi ég segja, að þau ættu áhuga
allra þeirra, sem hér eru inni. Ég óska að ræða
hér lítillega verkefni Guðlaugs Hannessonar,
gerlafræðings, sem hann hefur gert góð skil hér
í sínu erindi og því, sem hann hefir skrifað og
liggur fyrir á ráðstefnunni, en af ýmsu góðu
samstarfi við Guðlaug á undanförnum árum
þekki ég umræðuefni hans nokkuð. Þótt margt
sé að hjá okkur viðkomandi hreinlæti í freðfisk-
iðnaðinum, þá er það svo, að á undanförnum
árum hefur margt verið gert af ýmsum aðilum
til þess að bæta þetta ástand. Mætti þar nefna
eftirlitsdeildir sölusamtakanna, Rannsóknar-
stofnun fiskiðnaðarins, Fiskmatsráð og Fiskmat
ríkisins. Allir þessir aðilar hafa komið ýmsu
góðu til leiðar, ýmist sameiginlega eða hver í
sínu lagi. Hins vegar finnst mér nú, að það
vanti meira átak í þessum málum, en það er
að tekið verði upp að setja lágmarksákvæði um
gerla í frystum fiski eða fiskafurðum. Það hef-
ur verið bent á, að það þurfi að gefa leiðbein-
ingar, brýna hreinlæti fyrir fólki og hafa stöð-
ugt eftirlit. Þetta er allt saman sjálfsagt og
rétt, en venjulega er það svo, að leiðbeiningar
og eftirlit ná fyrst og fremst til þeirra aðila,
sem vilja gera vel og hafa mikinn áhuga, en
hinir dragast aftur úr, sem hafa minni áhuga
á réttum framkvæmdum.
Það er nokkuð langt síðan byrjað var á að
rannsaka heilnæmi vatns með tilliti til notkunar
þess í frystihúsum. Ég minnist þess, að ég var
við að aðstoða dr. Sigurð Pétursson, gerlafræð-
ing, fyrir rúmlega tuttugu árum við að taka
vatnsprufur á Suðurnesjum, sem hann síðan
rannsakaði. Þessi rannsókn varð til þess, að far-
ið var að bora eftir vatni á Suðurnesjum. Síð-
an héldu þessar rannsóknir nokkuð áfram í
frystihúsum víða um land, en lítið var gert í