Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.12.1967, Side 114
112
TlMARIT VFl 1967
FRYSTING m BORÐ í FISKISKIPUM
Sigurður B. Haraldsson, verkfræðingur
Ferskfiskeftirlitið
Inngangur
Ferskur fiskur
Geymsla sjávarafla til manneldis um borð í
fiskiskipum hefur ávallt verið erfiðleikum háð,
þar sem fiskur er meðal þeirra matvæla, sem
erfiðast er að geyma. Sem kunnugt er hafa ýms-
ar aðferðir verið reyndar til að geyma fisk um
borð í fiskiskipum. Einhvers konar kæling hef-
ur verið og er nauðsynleg, ef geyma á fiskinn
lengur en nokkrar klukkustundir og koma á með
hann ferskan að landi. Ferskan nefna neytend-
ur fiskinn, fái þeir hann í hendur sem líkastan
því, sem þeir ætla að hann hafi verið, þegar hann
var dreginn upp úr sjónum. Hafi fiskurinn ver-
ið vel ísaður með venjulegum vatnsís, má, að
áliti neytenda, geyma hann í tiltekinn tíma, en
tímalengdin er breytileg og fer eftir smekk
hverrar þjóðar. íslendingar myndu varla telja ís-
varinn þorsk ferskan eftir 10 daga geymslu,
en ýmsar þjóðir á meginlandi Evrópu myndu
teljan hann ferskan jafnvel eftir þrjár vikur í
ís. Til að auka geymsluþol fisksins hafa verið
gerðar tilraunir með að blanda rotvarnarefnum
í ísinn. Ýmis fúkalyf (antibiotics) og natríum-
nítrít hafa gefið sæmilegan árangur og má
lengja geymsluþolið imi nokkra daga, hafi efn-
um þessum verið blandað í vatnið, sem notað
var í ísinn. Ekki eru nema fáar þjóðir, sem leyfa
notkun fúkalyf ja í þessum tilgangi, og natríum-
nítrít er nú bannað í Bandaríkjunum og Kanada,
þar sem það var áður notað í miklum mæli. Kæl-
ing með ís, framleiddum úr sjó, hefur sums stað-
ar verið reynd, en árangur virðist vera líkur og
þegar venjulegur vatnsís er notaður. Aftur á
móti er kældur sjór notaður sums staðar til að
geyma fisk í. Sjórinn er þá kældur niður í um
-=- 1° C og honum dælt um fiskinn. Þessi að-
ferð er notuð tasvert á vesturströnd Bandaríkj-
anna og Kanada til að geyma lax og lúðu. Álitið
er að geyma megi flestar tegundir af fiski tölu-
vert lengur með þessari aðferð en með venju-
legum ís. Upplýsingar eru þó enn mjög óljósar
um, hver sá umframtími er. Ekki er vitað, að að-
ferð þessi hafi verið notuð við síld, nema í til-
raunaskyni í Hollandi með heldur neikvæðum
árangri. Nýtt íslenzkt skip (Héðinn ÞH) hefur
verið búið tækjum til að geyma síld í kældum
sjó, en niðurstöður af reynslu þessa skips liggja
ekki enn fyrir. Superchilling er ný aðferð við
ferskfiskgeymslu, sem Portúgalar eru upphafs-
menn að. Þessi aðferð er fólgin í því, að fiskur-
inn er kældur lítilsháttar niður fyrir 0° C, og
er hann þá annaðhvort hafður í kössum, sem
kælt loft leikur um eða hann er lagður ísaður í
stíur, sem kældar eru með pípulögn frá frysti-
vélum. Talið er að þannig megi geyma fisk í 21
dag við + 1° C, í 25 daga við -s- 2° C og í 35
daga við 3° C. Bretar hafa reynt aðferð þessa
í tilraunaskyni með sæmilegum árangri, en
nægjanleg reynsla hefur enn ekki fengizt til að
hægt sé að fullyrða neitt um notagildi þessarar
aðferðar í framtíðinni.
Ljóst er, að tímalengdin frá því að fyrsti fisk-
urinn er veiddur og þar til að aflanum er land-
að er takmörkuð, hver af framangreindum að-
ferðum sem notuð er. Mörg atriði hafa stuðlað
að því að lengja úthaldstíma fiskiskipanna.
Ýmsar þjóðir þurfa þannig að sækja lengra en
áður var, meðal annars vegna þess, að fiskveiði-
lögsaga á hinum hefðbundnu fiskimiðum þeirra
hefur verið færð út. Minnkandi fiskigengd gerir
það og að verkum, að lengri tíma þarf til að fá
sama aflamagn og áður. Ýmsar leiðir hafa því
verið reyndar til að vega upp á móti þessum
atriðum. Má í því sambandi nefna, að fiskiskip
hafa verið búin aflmeiri vélum eða að notuð
hafa verið sérstök fiskflutningaskip, sem flutt
hafa aflann af miðunum. Ýmsar leiðir hafa ver-
ið reyndar við slíkan fiskflutning, en engin hef-
ur reynzt það vel, að hún væri almennt tekin upp.
TJnninn fiskur
Ef geyma þarf fiskinn lengur en svo um borð
í fiskiskipi að hægt sé að halda honum ferskum
með framangreindum aðferðum, en engu að síð-
ur sé hann ætlaður til manneldis, er nauðsynlegt
að vinna (process) fiskinn á einhvern hátt.