Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.12.1967, Page 114

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.12.1967, Page 114
112 TlMARIT VFl 1967 FRYSTING m BORÐ í FISKISKIPUM Sigurður B. Haraldsson, verkfræðingur Ferskfiskeftirlitið Inngangur Ferskur fiskur Geymsla sjávarafla til manneldis um borð í fiskiskipum hefur ávallt verið erfiðleikum háð, þar sem fiskur er meðal þeirra matvæla, sem erfiðast er að geyma. Sem kunnugt er hafa ýms- ar aðferðir verið reyndar til að geyma fisk um borð í fiskiskipum. Einhvers konar kæling hef- ur verið og er nauðsynleg, ef geyma á fiskinn lengur en nokkrar klukkustundir og koma á með hann ferskan að landi. Ferskan nefna neytend- ur fiskinn, fái þeir hann í hendur sem líkastan því, sem þeir ætla að hann hafi verið, þegar hann var dreginn upp úr sjónum. Hafi fiskurinn ver- ið vel ísaður með venjulegum vatnsís, má, að áliti neytenda, geyma hann í tiltekinn tíma, en tímalengdin er breytileg og fer eftir smekk hverrar þjóðar. íslendingar myndu varla telja ís- varinn þorsk ferskan eftir 10 daga geymslu, en ýmsar þjóðir á meginlandi Evrópu myndu teljan hann ferskan jafnvel eftir þrjár vikur í ís. Til að auka geymsluþol fisksins hafa verið gerðar tilraunir með að blanda rotvarnarefnum í ísinn. Ýmis fúkalyf (antibiotics) og natríum- nítrít hafa gefið sæmilegan árangur og má lengja geymsluþolið imi nokkra daga, hafi efn- um þessum verið blandað í vatnið, sem notað var í ísinn. Ekki eru nema fáar þjóðir, sem leyfa notkun fúkalyf ja í þessum tilgangi, og natríum- nítrít er nú bannað í Bandaríkjunum og Kanada, þar sem það var áður notað í miklum mæli. Kæl- ing með ís, framleiddum úr sjó, hefur sums stað- ar verið reynd, en árangur virðist vera líkur og þegar venjulegur vatnsís er notaður. Aftur á móti er kældur sjór notaður sums staðar til að geyma fisk í. Sjórinn er þá kældur niður í um -=- 1° C og honum dælt um fiskinn. Þessi að- ferð er notuð tasvert á vesturströnd Bandaríkj- anna og Kanada til að geyma lax og lúðu. Álitið er að geyma megi flestar tegundir af fiski tölu- vert lengur með þessari aðferð en með venju- legum ís. Upplýsingar eru þó enn mjög óljósar um, hver sá umframtími er. Ekki er vitað, að að- ferð þessi hafi verið notuð við síld, nema í til- raunaskyni í Hollandi með heldur neikvæðum árangri. Nýtt íslenzkt skip (Héðinn ÞH) hefur verið búið tækjum til að geyma síld í kældum sjó, en niðurstöður af reynslu þessa skips liggja ekki enn fyrir. Superchilling er ný aðferð við ferskfiskgeymslu, sem Portúgalar eru upphafs- menn að. Þessi aðferð er fólgin í því, að fiskur- inn er kældur lítilsháttar niður fyrir 0° C, og er hann þá annaðhvort hafður í kössum, sem kælt loft leikur um eða hann er lagður ísaður í stíur, sem kældar eru með pípulögn frá frysti- vélum. Talið er að þannig megi geyma fisk í 21 dag við + 1° C, í 25 daga við -s- 2° C og í 35 daga við 3° C. Bretar hafa reynt aðferð þessa í tilraunaskyni með sæmilegum árangri, en nægjanleg reynsla hefur enn ekki fengizt til að hægt sé að fullyrða neitt um notagildi þessarar aðferðar í framtíðinni. Ljóst er, að tímalengdin frá því að fyrsti fisk- urinn er veiddur og þar til að aflanum er land- að er takmörkuð, hver af framangreindum að- ferðum sem notuð er. Mörg atriði hafa stuðlað að því að lengja úthaldstíma fiskiskipanna. Ýmsar þjóðir þurfa þannig að sækja lengra en áður var, meðal annars vegna þess, að fiskveiði- lögsaga á hinum hefðbundnu fiskimiðum þeirra hefur verið færð út. Minnkandi fiskigengd gerir það og að verkum, að lengri tíma þarf til að fá sama aflamagn og áður. Ýmsar leiðir hafa því verið reyndar til að vega upp á móti þessum atriðum. Má í því sambandi nefna, að fiskiskip hafa verið búin aflmeiri vélum eða að notuð hafa verið sérstök fiskflutningaskip, sem flutt hafa aflann af miðunum. Ýmsar leiðir hafa ver- ið reyndar við slíkan fiskflutning, en engin hef- ur reynzt það vel, að hún væri almennt tekin upp. TJnninn fiskur Ef geyma þarf fiskinn lengur en svo um borð í fiskiskipi að hægt sé að halda honum ferskum með framangreindum aðferðum, en engu að síð- ur sé hann ætlaður til manneldis, er nauðsynlegt að vinna (process) fiskinn á einhvern hátt.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198
Page 199
Page 200
Page 201
Page 202
Page 203
Page 204
Page 205
Page 206
Page 207
Page 208
Page 209
Page 210
Page 211
Page 212
Page 213
Page 214
Page 215
Page 216
Page 217
Page 218
Page 219
Page 220
Page 221
Page 222
Page 223
Page 224
Page 225
Page 226
Page 227
Page 228
Page 229
Page 230
Page 231
Page 232
Page 233
Page 234
Page 235
Page 236
Page 237
Page 238
Page 239
Page 240
Page 241
Page 242
Page 243
Page 244
Page 245
Page 246
Page 247
Page 248
Page 249
Page 250
Page 251
Page 252
Page 253
Page 254
Page 255
Page 256
Page 257
Page 258
Page 259
Page 260
Page 261
Page 262
Page 263
Page 264
Page 265
Page 266
Page 267
Page 268
Page 269
Page 270
Page 271
Page 272
Page 273
Page 274
Page 275
Page 276
Page 277
Page 278
Page 279
Page 280
Page 281
Page 282
Page 283
Page 284
Page 285
Page 286
Page 287
Page 288
Page 289
Page 290
Page 291
Page 292
Page 293
Page 294
Page 295
Page 296
Page 297
Page 298
Page 299
Page 300
Page 301
Page 302
Page 303
Page 304
Page 305
Page 306
Page 307
Page 308
Page 309
Page 310
Page 311
Page 312
Page 313
Page 314
Page 315
Page 316
Page 317
Page 318
Page 319
Page 320
Page 321
Page 322
Page 323
Page 324
Page 325
Page 326
Page 327
Page 328
Page 329
Page 330
Page 331
Page 332
Page 333
Page 334
Page 335
Page 336
Page 337
Page 338
Page 339
Page 340

x

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Verkfræðingafélags Íslands
https://timarit.is/publication/860

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.