Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.12.1967, Side 119

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.12.1967, Side 119
TlMARIT VFÍ 1967 117 hillur. þar sem köldu lofti er blásið yfir. Norð- menn hafa útbúið nokkur fiskiskip með tækj- um, sem flytja fisk í bökkum niður í efsta hluta frystilestarinnar, en þar eru blásarar, sem blása köldu lofti lestarinnar yfir bakkana, og er fisk- urinn frystur í þeim á þann hátt. Tæki til blást- ursfrystingar eru oftast rúmfrek, og einnig eyða þau meiri orku en aðrar tegundir frystitækja, og eru þetta sennilega ástæðurnar fyrir því, að aðferð þessi hefur almennt ekki verið tekin upp um borð í frystitogurum Vestur-Evrópuþjóða. Plötufrysting. Frysting milli kældra málmplatna er algeng- asta aðferðin við hraðfrystingu á matvælum. Venjulegast eru plöturnar hafðar láréttar, og það, sem frysta á, er sett í bakka og þeir síðan lagðir milli platnanna. Plötunum, sem geta verið allt að 20 að tölu, eru síðan þrýst saman með vökvaútbúnaði, þannig að góð snerting fáist við bakkana og innhald þeirra. Plötufrystitæki með láréttum plötum eru nokkuð algeng um borð í fiskiskipum, sem frysta flök. T. d. voru þannig tæki sett um borð í brezku Fairtry-togarana, og mörg slík tæki eru um borð í þýzkum verk- smiðjutogurum. Aftur á móti þykja þau óhentug til að frysta fisk í heilu lagi. Þau krefjast einn- ig töluverðs gólfflatar, þar sem rúm þarf að vera fyrir hendi til að setja inn og taka út pönn- ur og til að opna tækin. Erfitt getur einnig ver- ið að koma bökkunum fyrir í tækjunum eða taka þá út, ef sjógangur er, og hafa því ýmsir fram- leiðendur slíkra tækja reynt að gera þau sjálf- virk, þannig að hentugt yrði að nota þau um borð í skipi. Sem fyrr segir hafa Bretar valið plötufrysti- tæki með lóðréttum plötum fyrir frystitogara sína. Einnig hafa nokkrar aðrar þjóðir útbúið frystitogara með slíkum tækjum. Ástæðan fyrir því, að plötufrystitæki með lóð- réttum plötum voru byggð til notkunar um borð, var sú, að álitið var, að mikill vinnusparnaður og hagræði væri falið í því að geta fryst slægð- an fisk í tækjum, þannig að ekki þyrfti annað en að leggja fiskinn niður í bilin á milli platn- anna. Enga bakka þyrfti þá að nota, en fiskur- inn kæmist í góða snertingu við frystiplöturnar vegna þrýstings af eigin þyngd. Fyrsta tækið af slíkri gerð var byggt hjá Torry-rannsóknastofn- uninni í Aberdeen í Skotlandi. Síðan voru tæki byggð í samráði við stofnunina hjá fyrirtæki í Englandi og sett um borð í togarann Northern Wave, eins og áður var greint frá. Síðan hafa margar endurbætur verið gerðar á tækjum þess- um, en að minnsta kosti 3 brezk fyrirtæki hafa hafið framleiðslu á þeim. Athuganir leiddu í ljós, að ef bilið milli platn- anna væri haft um 10 sm, gætu tækin fryst all- an þorsk, nema þann allra stærsta. Algengast er því að hafa bilið á milli platnanna 10 sm, og er hægt að koma 35—55 kg af fiski á milli þeirra. Frystingin tekur um 3—4 klst, og frjósa þá fiskarnir saman í blokkir, sem venjulegast eru hafðar 50 sm breiðar og 90—105 sm langar. Al- gengast er, að hvert tæki hafi 12 bil, þannig að hægt er að koma fyrir í tækinu um 600 kg af fiski í einu. Afköst hvers tækis er þá um 3% tonn/24 klst. Tækin eru ávallt hlaðin að ofan, en eftir frystingu er blokkunum náð úr þeim á mismunandi hátt, eftir því hvað hentugast þyk- ir. T. d. er um borð í togaranum Narfa vökvaút- búnaður, sem flytur blokkirnar eftir frystingu beint niður í frystilestina, sem er undir tækjun- um. Hægt er einig að fá tæki, þar sem blokkirn- ar eru teknar út úr hliðunum. Mismunandi hátt- ur er einnig hafður á um affrystingu eða hvort plötunum er þrýst saman eða ekki fyrir fryst- ingu. 1 togaranum Junella eru tæki, sem ekki þarf að affrysta áður en blokkirnar eru teknar úr þeim. Plöturnar eru húðaðar með sérstöku efni, sem auðveldar losun með þrýstingi frá annarri hlið. Algengast er þó að dæla heitum kælimiðli gegnum plöturnar, skömmu áður en blokkirnar eru teknar úr tækjunum, en með þessu móti er losun gerð auðveld. Þar að auki vinnst annað mikilvægt atriði, því hægt er að koma meiru af fiski í tækin, ef plöturnar eru volgar, þegar þau eru hlaðin. Ástæðan fyrir því er sú, að þá er hægt að þrýsta fiskinum þéttar saman. Einnig tekur skemmri tíma að frysta fiskinn eins og niðurstöður Torry-rannsóknastofnunar- innar í Aberdeen sýna í töflu 1 hér á eftir. Taflan sýnir, að jafnstór blokk vegur um 16,5% minna, ef fiskurinn er settur í frystitæk- in með köldum plötum (óaffrystar), en ef plöt- urnar eru volgar. Frystilest fiskiskips tekur því samsvarandi minna magn af frystum blokkum. Frystitíminn er einnig 33% lengri, þannig að afköst hvers tækis eru um 40% minni að magni til. Augljóst er því, að hagkvæmara er að affrysta plöturnar fyrir losun. Niðurstöður sem þessar sýna, að framleiðendur frystitækjanna hljóta enn að vera að þreifa fyrir sér, hvernig hentugast sé að smíða og nota þessi tæki. Má því búast við, að töluverðar breytingar muni eiga sér stað á tækj- unum í náinni framtíð.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185
Side 186
Side 187
Side 188
Side 189
Side 190
Side 191
Side 192
Side 193
Side 194
Side 195
Side 196
Side 197
Side 198
Side 199
Side 200
Side 201
Side 202
Side 203
Side 204
Side 205
Side 206
Side 207
Side 208
Side 209
Side 210
Side 211
Side 212
Side 213
Side 214
Side 215
Side 216
Side 217
Side 218
Side 219
Side 220
Side 221
Side 222
Side 223
Side 224
Side 225
Side 226
Side 227
Side 228
Side 229
Side 230
Side 231
Side 232
Side 233
Side 234
Side 235
Side 236
Side 237
Side 238
Side 239
Side 240
Side 241
Side 242
Side 243
Side 244
Side 245
Side 246
Side 247
Side 248
Side 249
Side 250
Side 251
Side 252
Side 253
Side 254
Side 255
Side 256
Side 257
Side 258
Side 259
Side 260
Side 261
Side 262
Side 263
Side 264
Side 265
Side 266
Side 267
Side 268
Side 269
Side 270
Side 271
Side 272
Side 273
Side 274
Side 275
Side 276
Side 277
Side 278
Side 279
Side 280
Side 281
Side 282
Side 283
Side 284
Side 285
Side 286
Side 287
Side 288
Side 289
Side 290
Side 291
Side 292
Side 293
Side 294
Side 295
Side 296
Side 297
Side 298
Side 299
Side 300
Side 301
Side 302
Side 303
Side 304
Side 305
Side 306
Side 307
Side 308
Side 309
Side 310
Side 311
Side 312
Side 313
Side 314
Side 315
Side 316
Side 317
Side 318
Side 319
Side 320
Side 321
Side 322
Side 323
Side 324
Side 325
Side 326
Side 327
Side 328
Side 329
Side 330
Side 331
Side 332
Side 333
Side 334
Side 335
Side 336
Side 337
Side 338
Side 339
Side 340

x

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Verkfræðingafélags Íslands
https://timarit.is/publication/860

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.