Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.12.1967, Side 122
120
TlMARIT VFI 1967
minni, ef lengri tíma er eytt við veiðar. Aftur á
móti fer töluverð orka í frystinguna, svo niður-
staðan verður sú, að frystitogari notar líkt magn
af eldsneyti og venjulegur togari gerir, og er þá
miðað við togara af líkri stærð og með líkum
ganghraða. Ef miðað er við, að sama fiskmagni
sé landað, er því eldsneytisþörfin minni hjá
frystitogaranum.
d) Hvað viðhaldi viðkemur, er það lítið í sam-
bandi við frystitækin, og annað viðhald er lítið
umfram það, sem gerist um borð í venjulegum
togara. Viðhald frystitogara er því mun minna
en 1,6 venjulegra togara.
e) Veiðarfærakostnaður er í réttu hlutfalli við
fiskmagn, svo frystitogari notar eins mikil veið-
arfæri og 1,6 venjulegir togarar gera.
Nokkur önnur atriði má enn fremur taka fram,
svo sem að engin rýrnun á sér stað á þyngd
heilfrysta fisksins, en aftur á móti getur ís-
varinn fiskur rýrnað um 5—10%, frá því hann
var settur í lest og honum er landað. Oft á sér
einnig stað, að nokkurt magn af ísvarða fisk-
inum er dæmt óhæft til manneldis, þegar honum
er landað, en slíkt á ekki að geta átt sér stað
með frystan fisk, hafi hann hlotið rétta með-
ferð.
Athuganir fara nú fram, sem miða að því að
draga úr rekstrarkostnaði frystitogaranna. Eitt
af því, sem hægt væri að gera, væri að draga
úr ganghraða skipanna, en á kostnað ganghrað-
ans væri auðveldlega hægt að auka lestarrýmið
til muna með tiltölulega litlum kostnaði. Hægt
er að fá þrisvar sinnum meira lestarrými í 85
m löngum togara en í togara, sem er 10 metrum
styttri, ef vélakostur er sá sami. Aukið lestar-
rými er því hægt að fá í togara án aukins kostn-
aðar. Eftir því sem lestin er stærri, getur frysti-
togarinn verið lengur á veiðum, eða svo lengi,
sem það tekur að fylla lestarnar. Því lengri tíma,
sem eytt er hlutfalslega við veiðar, þeim mun
hagkvæmari rekstur.
Markaösmál
Um framkvæmd frystingar um borð í fiski-
skipum hefur lengi verið deilt og þá einkum
um það, hvort flaka ætti fiskinn og frysta flök-
in eða að heilfrysta fiskinn. V-Þjóðverjar virð-
ast fyrst í stað aðallega hafa valið fyrri leiðina,
en Bretar hafa talið heilfrystinguna heppilegri.
Þótt flök séu fryst um borð, eru enn ekki tök
á öðru en að frysta þau í blokkir eða stórar
pakkningar, þar sem vigtun í neytendapakkning-
ar er erfiðleikum háð á sjó. Frystar blokkir úr
flökum hafa takmarkað markaðsgildi, en aftur á
móti er hægt að hagnýta heilfrysta fiskinn í
hvaða verkun sem er. Fyrir uppþíddan heilfryst-
an fisk er hægt að nota sama dreifingarkerfi og
fyrir venjulegan ísaðan fisk. Hjá Bretum hefur
einnig verið þungt á metunum, hve vel hefur
tekizt að reykja heilfrysta fiskinn. Yfirleitt má
segja, að heilfrysti fiskurinn líki vel og hann
sé í miklu áliti hjá þeim aðilum, sem með hann
verzla. Það skal þó tekið fram, að enn hefur
ekki fengizt hærra verð fyrir uppþíddan heil-
frystan fisk en góðan ísaðan fisk.
I Bretlandi fer uppþíðing á frysta fiskinum,
vinnsla hans og dreifing fram á vegum útgerð-
arfyrirtækjanna sjálfra eða fyrirtækja í nánum
tengslum við þau. Togararnir selja frystan afla
á fyrirfram umsömdu verði, en selja hann ekki
á uppboðsmarkaði eins og tíðkast með annan
fisk. Allt útlit er fyrir, að frysti fiskurinn verði
seldur í framtíðinni undir sérstöku merki í sam-
keppni við ísaðan fisk, og sama gildir fyrir af-
urðir unnar úr honum.
Niðurlag
Vinnsla sjávarafla um borð í fiskiskipum er
nú komin á það stig að telja megi hana stóran
þátt í útgerð úthafsfiskiskipa margra þjóða.
Fleiri þjóðir en þær, sem nefndar voru hér á
undan, eru nú með smíði frystitogara í undir-
búningi, svo sem Kanadamenn. Enn fremur er
talið, að útgerð brezkra frystitogara sé arðvæn-
legri en útgerð venjulegra togara, sem ísverja
aflann, enda er þegar byrjaður samdráttur í út-
gerð þeirra síðar nefndu. Bretar áætla að árið
1970 verði 40% af lönduðum togarafiski þeirra
frystur um borð og Sovétmenn munu innan
skamms tíma frysta meira en milljón tonn á ári
af fiski á hafi úti.
Að þessu athuguðu er ástæða til að íhuga,
hvort Islendingar hafi fylgzt nægjanlega með
þessum þætti í vinnslu sjávarafurða. Fram að
þessu höfum við verið í þeirri aðstöðu að geta
unnið fisk í landi, sem fengizt hefur á nálægum
fiskimiðum. Við höfum því getað boðið erlendum
þjóðum fiskafurðir, sem hafa verið betri að gæð-
um, en þær sjálfar höfðu nokkurn möguleika á
að framleiða. Nú er þetta óðum að breytast.
Mikill hluti af þeim fiski, sem unninn er hér á
landi, er veiddur í þannig veiðarfæri, að fiskur-
inn kemur í land sem skemmt hráefni fyrir
vinnslustöðvarnar. (Samkvæmt matsniðurstöðum
Ferskfiskeftirlitsins var aðeins 37,8% af neta-
fiskinum á vetrarvertíðinni 1966 hæfur í alla
vinnslu og 32,2% aðeins vinnsluhæfur í lægstu
gæðaflokka saltfisks og skreiðar). Mikill sam-