Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.12.1967, Side 123
TlMARIT VFl 1967
121
dráttur hefur einnig verið á framboði línu-
fisks og togarafisks til vinnslustöðvanna. Aftur
á móti hafa þær þjóðir, sem hafa lengi keypt
mikið af fiskafurðum okkar, breytt sinni tækni,
og geta nú í vaxandi mæli komið með fisk til
síns heimalands, sem jafn er að gæðum og þeg-
ar hann var dreginn úr sjó. Það er því augljóst
að vænta má harðnandi samkeppni og vaxandi
erfiðleika á erlendum mörkuðum, þegar auk þess
er við ýmsar viðskiptalegar hindranir að etja.
Óþarfi er að gera hér grein fyrir þeim erfið-
leikum, sem hafa steðjað að rekstri íslenzkra
togara síðustu árin, og þeim framleðislufyrir-
tækjum í landi, sem eru í tengslum við útgerð
togaranna. Reynsla er þegar komin á, að íslenzk
útgerð frystitogara er möguleg, en Islendingar
þurfa að eignast ný fullkomin skip til að vera
samkeppnisfærir við aðrar þjóðir. Frysting um
borð í togurum er ekki aðeins leið til að koma
í veg fyrir að togaraútgerð leggist hér algerlega
niður, heldur gæti einnig myndazt nýr grund-
völlur fyrir vinnslu á sjávarafla í landi. Augljóst
er, hvaða hagræði það gæti verið fyrir frysti-
húsin að eiga birgðir af heilfrystum gæðafiski,
sem þau gætu þítt upp, flakað og pakkað í neyt-
endapakkningar allt árið um kring. Þetta gera nú
þegar ýmsir af keppinautum okkar, svo sem
Findus í Noregi. Möguleikar gætu með þessu móti
opnast til að nýta tæki og búnað frystihúsanna
mun betur en gerist í dag. Enn fremur væri hægt
að hafa sama starfsfólk árið um kring og sér-
þjálfa það við sín störf.
Summary
As fish is highly perishable and due to va-
rious other factors the processing of fish on
board has increased to a great extent during the
last two decades. Mother-ships, factory trawlers
and freezer trawlers from Gt. Britain, W-Ger-
many, Norway, the Soviet Union and many other
countries freeze fish at sea. The freezer traw-
lers are usually equipped with vertical plate
freezers capable of freezing gutted fish into
blocks, 4 inches thick, weighing approximately
100 lbs. The blocks are stored in the holds at
-^-20°F. On shore the sea-frozen fish is thawed
either for marketing as fresh fish or for further
processing, such as smoking and freezing. The
most common methods of thawing are: thawing in
water, thawing in humid air blast and dielectric
thawing. Generally, the quality of the thawed
fish and its products is considered to be of high
standard. British experience shows that the ope-
ration of a freezer trawler is more economical
than the operation of 1,6 conventional trawler
discharging the same quantity of fish per an-
num. Only one freezer trawler is in service in
Iceland, but it is desirable that more freezer
trawlers follow to cope with the diminishing
quantity of raw material of the freezing plants
ashore.
Heimildir
Fish as Food eftir Georg Borgstrom, 4. bindi. (Academic
Press, 1965).
Fish Handling and Preservation, proceedings at meeting
on Fish Technology, Scheveningen 1964 (OECD, Paris
1965).
The Handling and Care of Fish at Sea, White Fish Auto-
rity Conference, 31. mai — 2. juni, 1965, I London.
Report on an Experiment into the Freezing of Fish at
Sea. White Fish Autority, London 1957.
Fishery Year Book and Directory, 1965—1966.
Fishing News International, (Arthur J. Heighway Pub-
lication, London).
Umrœður
Guðmmulur Jörundsson:
Góðir fundarmenn. Ástæðan til þess, að ég
ræði hér við ykkur er sú, að við Sigurður Har-
aldsson, efnaverkfræðingur, höfum að undan-
förnu haft nokkra samvinnu með tilraunir við
uppþíðingu og endurfrystingu á heilfrystum
fiski af togaranum Narfa, en hann er sem kunn-
ugt er eina skipið hér á landi með frystitæki til
heilfrystingar.
í stuttu máli ætla ég að ræða þær f jórar að-
alaðferðir, sem notaðar hafa verið við geymslu
á fiski, en þær eru: Herzla, söltun, geymsla í
ís og frysting.
Okkur er löngu kunn aðferðin að herða fisk,
þvi forfeður okkar tóku ýmsar fiskafurðir og
hertu þær og geymdu sér til matar. Á síðari
árum hefir herzla á fiski farið vaxandi og flytj-
um við íslendingar nú verulegt magn af skreið
á erlendan markað. Helztu markaðslöndin eru
Afríka og Italía.
Þessari geymsluaðferð fylgir sú hætta, að
fiskurinn vill slepjast í bleytutíð, taka í sig