Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.12.1967, Síða 125
TlMARIT VFl 1967
123
hefi ég ekki fengið úthlutað neinu af þeim
kvóta, sem um hefir verið samið við frystihús-
in, en við þetta er nú verið að glíma.
Það hefir komið í ljós, að mörg þægindi sýn-
ast vera við það að geta fryst fiskinn ferskan
upp úr sjónum og verið kyrr á miðunum, þar
til skipið hefir fengið fullfermi.
Ýmis sparnaður á sér stað í rekstri þeirra
skipa, sem búin eru heilfrystitækjum, svo sem
minni olíueyðsla og virðist mér ég spara á tog-
aranum Narfa um 0,6 tonn af olíu á sólarhring.
Stafar það af færri ferðum á milli miða og
lands og minna álagi á aðalvél að staðaldri. Hafn-
argjöld og annar hafnarkostnaður er nokkuð
minni.
Með því að leggja aflann hér á land virðist
mér að reikna megi með 800-900 tonna afla-
aukningu.
Að fenginni 3ja ára reynslu er það mitt álit,
að naumast muni hjá því fara, að Islendingar
hljóti að hefja vinnslu á uppþíddum heilfryst-
um fiski í frystihúsum okkar eins og nú tíðk-
ast hjá öðrum þjóðum.
Það er aðeins herzlumunurinn að finna út,
hvaða uppþíðingaraðferð er hagkvæmust, og það
er full ástæða til að álíta, að nú innan tíðar
verði fengin nægilega góð reynsla af hinum
ýmsu uppþíðingartækjum, sem verið er að reyna
víða um heim.
Með því að vinna slíkan fisk í frystihúsun-
um hér, mundi notast að fullu þær dauðu vinnu-
stundir, sem nú eru greiddar vegna hráefnis-
skorts í frystihúsunum. Vinna mundi öll verða
jafnari og jafnvel hægt að komast hjá yfir-
vinnu, sem nú tíðkast allt of mikið.
Mér hefir komið til hugar að gera meiri til-
raunir um borð í togaranum Narfa á þann veg,
að frysta fiskinn með haus og óslægðan, en
blóðgaðan og þveginn. Yrði þá sennilega að
fjölga frystitækjum, en jafnframt mætti fækka
mönnum, sennilega um 6, en þeir kosta útgerð-
ina miðað við það verð, sem fékkst fyrir aflann
s.l. ár, upp undir 2 milljónir króna á ári.
Á þennan hátt yrði hægt að nýta í frystihús-
unum allt, sem úr sjónum kemur, til viðbótar
við flökin, svo sem hausa, hryggi, lifur og slóg.
Það er óbilandi trú mín, að með heilfrysta
fiskinum munu skapast miklir möguleikar fyrir
fiskiðnaðinn i landinu og að það þurfi með dugn-
aði og alúð að vinna bug á þeim torfærum,
sem ennþá eru á veginum, til þess að sú vinnslu-
aðferð nái fullkominni fótfestu hér á landi.
Treysti ég á aðstoð og góðan skilning ykkar
verkfræðinga við þessar nýjungar.
Hjalti Einarsson:
Jónas Haralz minntist á það í morgun, að
æskilegt væri að taka upp nánari samvinnu milli
verkfræðinga og hagfræðinga. Hér er eitt af
þeim verkefnum, sem þetta á virkilega við. Ann-
ars held ég, að það sé þannig með flesta verk-
fræðinga, að þeir telji sig vera hálfgerða hag-
fræðinga, ég veit ekki hvort því er eins háttað
með hagfræðingana.
Sigurður hefur flutt hér fróðlegt erindi um
frystitogara og ég ætla að víkja aðeins nokkr-
um orðum að notkun þess fiskjar sem hráefnis
til uppþíðingar og frekari vinnslu. Það verður
að telja að allmikil reynsla sé komin af frysti-
togurum, það er margt búið að reyna og mikið
búið að rita um þessi mál. Ég hef ekki upp-
lýsingar við hendina, en ég hygg að það hafi
verið um 1950, eða fyrir að minnsta kosti 17 ár-
um, sem fyrstu tilraunirnar voru gerðar í Banda-
ríkjunum á rannsóknarskipinu Delaware til
frystingar um borð, uppþíðingar og endurfryst-
ingar í landi, og varð árangur þá það jákvæð-
ur, að sú ályktun var dregin, að uppþíðing og
endurfrysting var talin tæknilega möguleg og
gæðalega í lagi. Tilraunir með togarann Northern
Wave voru gerðar fyrir 12 árum, og Lord Nelson,
sem þótti stórkostlegt ævintýri, er nú orðið 6
ára gamalt skip. Samt er það svo, að útgerð
þessara skipa hefur ekki verið eins auðveld og
vonir stóðu til, og heilfrystur fiskur til uppþíð-
ingar er keyptur tiltölulega lágu verði, hefur
ekki náð þeim vinsældum, sem bjartsýnir menn
vonuðust eftir. Ég held, að þetta sé rétt farið
með hjá mér, það eru hér menn, sem vita meira
um þetta, en ég held við þurfum að hafa þessa
hlið í huga. Fyrsti Fairtry togarinn hóf veiðar
árið 1953, eða fyrir 14 árum, en þar er fiskur-
inn flakaður og settur beint á markað sem
Fairtry flök. Fairtry fiskurinn hefur alltaf geng-
ið vel út og verið seldur á háu verði í heima-
landi sínu. Fyrir þá, sem eru ekki alveg kunnir
þessum málum, skal tekið fram, að Fairtry fisk-
urinn er flakaður um borð, þar sem heilfrysti
fiskurinn er miðaður við uppþíðingu í landi.
Vandinn er hins vegar sá, eins og Sigurður bendir
á og Guðmundur Jörundsson ítrekaði hér áðan,
að Fairtry-togararnir eru mannfrekir og úthaldið
er langt. Það er erfitt og dýrt að halda uppi stór-
um hópi manna á hafi úti, einkum þegar lítið
fiskast, og þá einnig vandkvæði á því að flaka
og pakka allan aflann, þegar mikið fiskast. Þó
finnst mér ekki ólíklegt, að með vaxandi sjálf-
virkni, vinnusparandi vélum og vinnuhagræð-
ingu, verði mönnum fækkað á þessum togurum