Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.12.1967, Side 129
TlMARIT VFl 1967
127
Þykktin á dósablikki er venjulega 0,20—0,30
mm, en nýlega er byrjað að framleiða blikk, sem
er ennþá þynnra, eða aðeins 0,1 mm. Þetta blikk
verður að sjálfsögðu ódýrara en eldri gerðin. Það
hefur þó ekki náð verulegri útbreiðslu ennþá.
Vegna þess að það er mun harðara en venjulegt
blikk, er það erfiðara viðfangs við smíði og lok-
un dósanna.
Dósablikk er mjög oft lakkað, en lakkhúðin
varnar því, að matvælin snerti tinhúðina. Er
nauðsynlegt að nota slíkt blikk fyrir ýmsar teg-
undir af niðursoðnum og niðurlögðum vörum,
t.d. síld. Nokkrar tegundir matvæla má þó setja
í ólakkaðar dósir. Dósalökk eru af mismunandi
gerðum, sérhæfðum fyrir vissa flokka matvæla,
og er stöðugt unnið að því að endurbæta þau.
Á1 er nú orðið mikið notað í dósir, bæði fyrir
niðursoðnar og niðurlagðar vörur, en þó hvergi
nærri eins mikið og blikk, enda þótt verðmunur
sé lítill. Notkun áldósa hófst í Noregi á árunum
1930—1940. Kostirnir við álið eru þeir, að það
er léttara en blikkið og auðveldara er að opna
dósirnar, en gallinn á því er sá, að meiri hætta
er á að það beyglist í meðförunum. Nokkrar
nýjar gerðir umbúða úr áli fyrir niðursuðuvörur
eru á tilraunastigi, og eru bundnar við þær nokkr-
ar vonir um lækkaðan umbúðakostnað.
Glerílát með málmloki eru mikið notuð, bæði
í niðursuðu og niðurlagningu. Kostir glersins eru
aðallega þeir, að það er gegnsætt, svo að varan
sézt, og það þolir vel sýrur og önnur efni í mat-
vælunum, sem orsaka oft tæringu á málmum.
Gallar glerumbúðanna eru aftur á móti þeir, að
þær eru þungar og brothættar.
Plast er nú þegar mikið notað í umbúðir fyrir
niðurlagðar vörur, og þykir einkar hentugt vegna
þess, hversu létt það er og auðvelt að opna
ílátin. Ennþá hefur ekki tekizt að framleiða
plast, sem hentar fyrir niðursuðu, en vonir
standa til, að það takist bráðlega.
Rotvarnarefni
I niðursoðnar vörur eru sjaldan sett rotvarn-
arefni, en hitunin ein látin nægja. Nokkrar und-
antekningar eru þó frá þessu, þar sem alger
steriliserun við hitun mundi spilla vörunni, var-
an yrði ofsoðin. Þannig er t.d. um skinku í dós-
um, hún er ekki algerlega steríl, en með rot-
varnarefnum s.s. nítríti, er komið í veg fyrir að
eftirlifandi gró í skinkunni nái að spíra.
í niðurlagðar vörur eru alltaf sett einhver rot-
varnarefni. Algengust eru matarsalt, saltpétur,
sykur, vínandi og sýrur, eins og ediksýra, mjólk-
ursýra, vínsýra og sítrónusýra. Ennþá meira rot-
verjandi er benzóesýra, sem mikið er notuð í nið-
urlagðar vörur, einnig bórsýra. Mest rotverjandi
af þeim rotvarnarefnum, sem notuð hafa verið
undanfarið í niðurlagðar vörur, er hexametyl-
entetramin, eða hexa, eins og það er venjulega
nefnt. Um efni þetta hafa staðið nokkrar deil-
ur. Telja sumir það ekki óskaðlegt neytendum
og hafa nokkrar þjóðir bannað notkun þess, m.
a. Þjóðverjar, sem þó hafa notað það allra þjóða
mest.
Mátt hefði ætla, að af hinum fjölda mörgu
fúkalyfjum, sem kunn eru orðin, væri hægt að
nota einhver til rotvarna í niðurlagðar vörur.
Þetta er þó ekki tilfellið. Er hvort tveggja, að
hvert fúkalyf verkar venjulega aðeins á fáar
tegundir sýkla eða gerla, og annað hitt að flest
þeirra eru óhæf til neyzlu í mat til lengdar, þó
að nota megi þau sem lyf í takmarkaðan tíma.
Islenzkur niðursuðuiðnaður
Niðursuðuiðnaðurinn á íslandi er ennþá
skammt á veg kominn. Enda þótt fyrstu niður-
suðuverksmiðjurnar hafi verið settar hér upp
nokkru fyrir aldamótin síðustu, þá hefur fram-
leiðsla á niðursuðuvörum verið hér hverfandi
lítil, ef miðað er við aðrar greinar matvæla-
framleiðslu. Dálítill útflutningur á niðurlögðum
og niðursoðnum fiskafurðum fór fram á árun-
um 1940 og 1941 og svo aftur á árunum 1946—
1951 og 1958—1965, (sjá mynd 1). Árið 1965
var útflutningurinn meiri en hann hefur verið
um langt skeið. Skipting hans eftir tegundum og
löndum er sýnd í töflu 1.
TJtflutt niðursoðið og niðurlagt fiskmeti árið
1966 var 1013 tonn á móti 681 tonni árið áður.
Mest var aukningin í síldarafurðum, en einnig
varð talsverð aukning í þorskhrognum og kavíar.
Af niðursoðinni rækju var miklu minna flutt út
en árið 1965.
Árið 1965 voni starfandi þrjár allstórar niður-
suðuverksmiðjur á landinu: Niðursuðuverksmiðj-
an K. Jónsson & Co., Akureyri, Niðursuðuverk-
smiðja Langeyrar og Niðursuðuverksmiðjan Ora
í Kópavogi. Tvær þær fyrstnefndu framleiða nær
eingöngu til útflutnings. Tólf aðrar smærri verk-
smiðjur störfuðu hér árið 1965 og unnu bæði
fiskmeti, kjötmeti og grænmeti. 1 árslok 1965
var svo lokið við að setja upp stærstu og full-
komnustu niðursuðuverksmiðjuna, sem hér hef-
ur verið reist, en það er Norðurstjarnan í Hafn-
arfirði. Er hún sérstaklega gerð fyrir niðursuðu
á síld.
Borið saman við aðrar greinar fiskiðnaðarins
hér á landi, þá er hluti niðursuðunnar mjög lítill,