Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.12.1967, Page 129

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.12.1967, Page 129
TlMARIT VFl 1967 127 Þykktin á dósablikki er venjulega 0,20—0,30 mm, en nýlega er byrjað að framleiða blikk, sem er ennþá þynnra, eða aðeins 0,1 mm. Þetta blikk verður að sjálfsögðu ódýrara en eldri gerðin. Það hefur þó ekki náð verulegri útbreiðslu ennþá. Vegna þess að það er mun harðara en venjulegt blikk, er það erfiðara viðfangs við smíði og lok- un dósanna. Dósablikk er mjög oft lakkað, en lakkhúðin varnar því, að matvælin snerti tinhúðina. Er nauðsynlegt að nota slíkt blikk fyrir ýmsar teg- undir af niðursoðnum og niðurlögðum vörum, t.d. síld. Nokkrar tegundir matvæla má þó setja í ólakkaðar dósir. Dósalökk eru af mismunandi gerðum, sérhæfðum fyrir vissa flokka matvæla, og er stöðugt unnið að því að endurbæta þau. Á1 er nú orðið mikið notað í dósir, bæði fyrir niðursoðnar og niðurlagðar vörur, en þó hvergi nærri eins mikið og blikk, enda þótt verðmunur sé lítill. Notkun áldósa hófst í Noregi á árunum 1930—1940. Kostirnir við álið eru þeir, að það er léttara en blikkið og auðveldara er að opna dósirnar, en gallinn á því er sá, að meiri hætta er á að það beyglist í meðförunum. Nokkrar nýjar gerðir umbúða úr áli fyrir niðursuðuvörur eru á tilraunastigi, og eru bundnar við þær nokkr- ar vonir um lækkaðan umbúðakostnað. Glerílát með málmloki eru mikið notuð, bæði í niðursuðu og niðurlagningu. Kostir glersins eru aðallega þeir, að það er gegnsætt, svo að varan sézt, og það þolir vel sýrur og önnur efni í mat- vælunum, sem orsaka oft tæringu á málmum. Gallar glerumbúðanna eru aftur á móti þeir, að þær eru þungar og brothættar. Plast er nú þegar mikið notað í umbúðir fyrir niðurlagðar vörur, og þykir einkar hentugt vegna þess, hversu létt það er og auðvelt að opna ílátin. Ennþá hefur ekki tekizt að framleiða plast, sem hentar fyrir niðursuðu, en vonir standa til, að það takist bráðlega. Rotvarnarefni I niðursoðnar vörur eru sjaldan sett rotvarn- arefni, en hitunin ein látin nægja. Nokkrar und- antekningar eru þó frá þessu, þar sem alger steriliserun við hitun mundi spilla vörunni, var- an yrði ofsoðin. Þannig er t.d. um skinku í dós- um, hún er ekki algerlega steríl, en með rot- varnarefnum s.s. nítríti, er komið í veg fyrir að eftirlifandi gró í skinkunni nái að spíra. í niðurlagðar vörur eru alltaf sett einhver rot- varnarefni. Algengust eru matarsalt, saltpétur, sykur, vínandi og sýrur, eins og ediksýra, mjólk- ursýra, vínsýra og sítrónusýra. Ennþá meira rot- verjandi er benzóesýra, sem mikið er notuð í nið- urlagðar vörur, einnig bórsýra. Mest rotverjandi af þeim rotvarnarefnum, sem notuð hafa verið undanfarið í niðurlagðar vörur, er hexametyl- entetramin, eða hexa, eins og það er venjulega nefnt. Um efni þetta hafa staðið nokkrar deil- ur. Telja sumir það ekki óskaðlegt neytendum og hafa nokkrar þjóðir bannað notkun þess, m. a. Þjóðverjar, sem þó hafa notað það allra þjóða mest. Mátt hefði ætla, að af hinum fjölda mörgu fúkalyfjum, sem kunn eru orðin, væri hægt að nota einhver til rotvarna í niðurlagðar vörur. Þetta er þó ekki tilfellið. Er hvort tveggja, að hvert fúkalyf verkar venjulega aðeins á fáar tegundir sýkla eða gerla, og annað hitt að flest þeirra eru óhæf til neyzlu í mat til lengdar, þó að nota megi þau sem lyf í takmarkaðan tíma. Islenzkur niðursuðuiðnaður Niðursuðuiðnaðurinn á íslandi er ennþá skammt á veg kominn. Enda þótt fyrstu niður- suðuverksmiðjurnar hafi verið settar hér upp nokkru fyrir aldamótin síðustu, þá hefur fram- leiðsla á niðursuðuvörum verið hér hverfandi lítil, ef miðað er við aðrar greinar matvæla- framleiðslu. Dálítill útflutningur á niðurlögðum og niðursoðnum fiskafurðum fór fram á árun- um 1940 og 1941 og svo aftur á árunum 1946— 1951 og 1958—1965, (sjá mynd 1). Árið 1965 var útflutningurinn meiri en hann hefur verið um langt skeið. Skipting hans eftir tegundum og löndum er sýnd í töflu 1. TJtflutt niðursoðið og niðurlagt fiskmeti árið 1966 var 1013 tonn á móti 681 tonni árið áður. Mest var aukningin í síldarafurðum, en einnig varð talsverð aukning í þorskhrognum og kavíar. Af niðursoðinni rækju var miklu minna flutt út en árið 1965. Árið 1965 voni starfandi þrjár allstórar niður- suðuverksmiðjur á landinu: Niðursuðuverksmiðj- an K. Jónsson & Co., Akureyri, Niðursuðuverk- smiðja Langeyrar og Niðursuðuverksmiðjan Ora í Kópavogi. Tvær þær fyrstnefndu framleiða nær eingöngu til útflutnings. Tólf aðrar smærri verk- smiðjur störfuðu hér árið 1965 og unnu bæði fiskmeti, kjötmeti og grænmeti. 1 árslok 1965 var svo lokið við að setja upp stærstu og full- komnustu niðursuðuverksmiðjuna, sem hér hef- ur verið reist, en það er Norðurstjarnan í Hafn- arfirði. Er hún sérstaklega gerð fyrir niðursuðu á síld. Borið saman við aðrar greinar fiskiðnaðarins hér á landi, þá er hluti niðursuðunnar mjög lítill,
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198
Page 199
Page 200
Page 201
Page 202
Page 203
Page 204
Page 205
Page 206
Page 207
Page 208
Page 209
Page 210
Page 211
Page 212
Page 213
Page 214
Page 215
Page 216
Page 217
Page 218
Page 219
Page 220
Page 221
Page 222
Page 223
Page 224
Page 225
Page 226
Page 227
Page 228
Page 229
Page 230
Page 231
Page 232
Page 233
Page 234
Page 235
Page 236
Page 237
Page 238
Page 239
Page 240
Page 241
Page 242
Page 243
Page 244
Page 245
Page 246
Page 247
Page 248
Page 249
Page 250
Page 251
Page 252
Page 253
Page 254
Page 255
Page 256
Page 257
Page 258
Page 259
Page 260
Page 261
Page 262
Page 263
Page 264
Page 265
Page 266
Page 267
Page 268
Page 269
Page 270
Page 271
Page 272
Page 273
Page 274
Page 275
Page 276
Page 277
Page 278
Page 279
Page 280
Page 281
Page 282
Page 283
Page 284
Page 285
Page 286
Page 287
Page 288
Page 289
Page 290
Page 291
Page 292
Page 293
Page 294
Page 295
Page 296
Page 297
Page 298
Page 299
Page 300
Page 301
Page 302
Page 303
Page 304
Page 305
Page 306
Page 307
Page 308
Page 309
Page 310
Page 311
Page 312
Page 313
Page 314
Page 315
Page 316
Page 317
Page 318
Page 319
Page 320
Page 321
Page 322
Page 323
Page 324
Page 325
Page 326
Page 327
Page 328
Page 329
Page 330
Page 331
Page 332
Page 333
Page 334
Page 335
Page 336
Page 337
Page 338
Page 339
Page 340

x

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Verkfræðingafélags Íslands
https://timarit.is/publication/860

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.