Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.12.1967, Síða 139
TlMARIT VFl 1967
137
framleiðsluna eftir breytingum á markaðnum. I
þessu sambandi má nefna, að fiskpökkunarverk-
smiðjurnar íslenzku í Bandaríkjunum framleiða
að nokkru leyti beinlínis eftir pöntun frá degi
til dags og viku til viku. Ef verksmiðjan væri
staðsett hér á íslandi, þá þyrfti að halda miklum
birgðum í Bandaríkjunum til þess að geta af-
greitt eftir því, sem pantanir bærust. Þar við
bætast svo þeir miklu kostir, sem eru því sam-
fara að reka verksmiðjur í þróuðu iðnaðarum-
hverfi, og okkar þjóðfélag er ennþá langt frá
því að vera það.
Mig langar einnig til að minnast nokkuð á
markaðsmáhn, vegna þeirra umræðna, sem hér
hafa spunnizt um markaðinn í Austur-Evrópu.
Ég var 1959 í Tékkóslóvakíu í viðskiptasamn-
ingum. Eitt þeirra fyrirmæla, sem við þá höfð-
um héðan að heiman, var, að reyna að stórauka
kvótann fyrir niðursuðuvörur. Niðursuðuvaran,
sem þá var fyrst og fremst flutt til Tékkósló-
vakíu, var sjólax, en það var áhugi fyrir að
flytja út ýmislegt fleira. Við fundum þegar í
stað, að Tékkarnir höfðu mjög takmarkaðan
áhuga á þessum vörum. Þeir litu á þær sem
hverjar aðrar lúxusvörur og voru fúsir til að
kaupa af þeim lítið magn, en heldur ekki meira.
Jafnvel þessi takmarkaði áhugi byggðist þó að
miklu leyti á því fyrirkomulagi, sem þá var ríkj-
andi á viðskiptum við Tékkóslóvakíu og önnur
A-Evrópulönd, að Sovétríkjunum undanteknum.
Viðskiptin fóru sem sé ekki fram á heimsmark-
aðsverði heldur á sérstöku verðlagi á báða bóga.
Tékkar voru reiðubúnir að kaupa hér vörur á
hærra verði heldur en við gátum fengið annars
staðar og þeir gátu keypt á annars staðar. Aftur
á móti seldu þeir okkur vörur á hærra verði en
við gátum keypt á annars staðar. Þetta var unnt
vegna þeirra takmarkana á innflutningi, sem þá
voru rikjandi hér á landi. Við þetta bættist svo,
að viðskiptin voru rekin á jafnkeypisgrundvelli.
Þetta viðskiptafyrirkomulag gerði það að verk-
um, að stundum var hægt að selja vörur í Aust-
ur-Evrópu, sem ekki voru samkeppnishæfar
annars staðar í verði eða gæðum. íslenzkir neyt-
endur greiddu fyrir þetta með því að kaupa vör-
ur frá þessum löndum á hærra verði en unnt
var að fá frá öðrum löndum. Nú er þetta fyrir-
komulag úr sögunni, bæði okkur og Austur-Evr-
ópuþjóðunum til hagsbóta. Það gat ekki lengur
samrýmzt þjóðfélagsþróuninni, hvorki hér né
þar, og breytingin hefur verið framkvæmd að
undirlagi þessara þjóða eins mikið og okkar. Nú
verða viðskiptin að fara fram á samkeppnishæfu
verði. jafnvirðiskaupin eru að verða úr sögunni
og viðskipti á frjálsum gjaldeyri taka við. En
þessu fylgir, að aðstaðan til sölu á íslenzkum
niðursuðuvörum verður svipuð á þessum mörk-
uðum og í Vestur-Evrópu og Bandaríkjunum.
Nú er spurt: „Á hvaða verði er unnt að kaupa
þessa vöru annars staðar?“ Ef hægt er að fá
hana ódýrari frá Noregi en frá okkur, þá er það
gert.
1 Sovétríkjunum horfir málið öðru vísi við.
Þar höfum við alltaf verzlað á grundvelli heims-
markaðsverðs. Það hefur stundum verið vanda-
mál að ákveða, hvert heimsmarkaðsverðið væri,
en hin almenna regla í viðskiptunum hefur verið
skýr og heilbrigð. Til Sovétríkjanna höfum við
selt verulegt magn af niðursuðuvörum og hafa
þau viðskipti í rauninni haldið uppi starfsemi
tveggja helztu niðursuðuverksmiðja okkar, á
Akureyri og á Siglufirði. Á hinn bóginn virðast
vera mjög litlir möguleikar á því, að auka þessi
viðskipti. Það hefur verið mikið rætt við Sovét-
ríkin, hvað eftir annað, um að gera meiri kaup.
Það hafa verið uppi fregnir um, að hægt væri
að gera miklu stærri samninga. Þær reyndust
ekki á rökum reistar. Þrátt fyrir ítrekaðar til-
raunir hafa Sovétríkin ekki fengizt til að auka
kaupin nema lítið. Nú bítast þessar tvær verk-
smiðjur raunverulega um þessi viðskipti, sem
eru ekki nógu mikil til þess að skapa þeim nægi-
leg verkefni, hvað þá nýjum verksmiðjum.
En hvað um framtíðarviðhorfin ? Eins og við
vorum að tala um í morgun og hver ræðumaður-
inn á fætur öðrum hefur minnzt á í þessum um-
ræðum, þá verðum við að gera ráð fyrir veru-
lega breyttum viðhorfum í framtíðinni. Það er
enginn vafi á því, að fram að þessum tíma höf-
um við hagnazt á því að selja Svíum síld í
tunnum en ekki í dósum. Það hefur skapazt
verkaskipting á milli þeirra og okkar. Við höf-
um getað einbeitt okkur að því, sem við get-
um gert bezt og þeir að því, sem þeir geta gert
betur. Þeir hafa hætt að veiða síld við ísland,
og þeir hafa hætt að salta síld hér. Þeir láta
okkur um að veiða síldina og salta. Sjálfir taka
þeir við henni og vinna úr henni. Þessi verkaskipt-
ing er ein af stoðunum undir hinni miklu vel-
megun Islendinga. Sú velmegun væri minni, ef
Svíar væru ennþá að veiða síld hér við land og
við værum að reyna að setja okkar síld niður í
dósir til þess að selja þeim hana. En nú verður
að gera ráð fyrir, að viðhorfin geti breytzt. Ég
er ekki að gera ráð fyrir, að þorsk- eða síld-
veiðar muni fara minnkandi. Ég held, að við
megum yfirleitt gera ráð fyrir því, þegar yfir
lengri tíma er litið, að hráefnaöflun okkar geti