Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.12.1967, Page 141

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.12.1967, Page 141
TÍMARIT VFl 1967 139 það, að það væri — að því er snertir niðurlögðu síldina — sjálfsagt sízt hagstæðara að vinna hana hér á landi heldur en annars staðar. Ég mundi vera sammála þessu t.d. að því er snertir Svíþjóð. Og hann minntist á það réttilega, að það yrði sízt ódýrara að flytja síld í dósum til Svíþjóðar heldur en í tunnum. En það er ódýr- ara að flytja síld í dósum til Ameríku heldur en í tunnum frá Islandi til Svíþjóðar og þaðan í dós- um til Ameríku með öllum þeim auka verzlunar- kostnaði, sem á vöruna hlýtur að koma. Og þetta held ég þess vegna, að við eigum að gera, og ég er persónulega sannfærðum um að það er hægt. Hann minntist á það líka, og einnig einhver annar fyrr í dag, að við værum kannski að ein- hverju leyti ennþá á veiðimannastiginu. Nú, það er allt saman gott og blessað. Ég hef ekkert á móti því að vera á veiðimannastiginu, svo lengi sem það getur gengið, svo lengi sem allir á ís- landi geta haft góðar tekjur af því að veiða fisk, þá er það allt í lagi. Það er ekkert verra að þéna peninga á því heldur en hverju öðru. Og ef allir Islendingar geta haft atvinnu af því og lifað vel, þá skulum við bara halda áfram að veiða. En nú virðist það liggja fyrir, að við getum ekki alltaf haldið áfram að auka veiðina, og þá hljótum við að þurfa að vinna meira úr því, sem á land berst. Það eru ýmsar orsakir til þess. Við þurfum að flytja út andvirði vinnunnar, og við þurfum að hafa eitthvað handa fólkinu að gera. Það er að sumu leyti nauðsynlegt að skipuleggja vinnslu úr fiski í sæmilega stórum einingum, yfirleitt ekki ofurstórum einingum, og ekki stærri heldur en svo, að það eru f jöldamörg byggðarlög á landinu, sem geta afkastað þessu. Hitt er svo annað mál, að vitanlega mundi þetta verða að þróast með okkur, eins og annars stað- ar. Ég er t.d. viss um það, að þær verksmiðjur, sem hér eru í dag að leggja niður síld, hafa nokkrar tegundir af vörum kannski jafn góðar eins og Svíar, en þær hafa ekki sömu f jölbreytni, enda er alltaf að koma nýtt og nýtt. Fjölbreytni ætti að geta komizt á hér eins og annars staðar. Sem sagt, mér sýnist að við verðum eitthvað að gera, við verðum eitthvað að byggja upp. Ég hef ekki getað séð og mér hefur ekki verið bent á aðrar iðngreinar, sem eru líklegri til árangurs. Og við verðum að bíta í það súra epli, að við verðum að framleiða utan markaðanna. Ég hef ekki séð, hvað við getum framleitt hér í nægi- lega stórum stíl til þess að selja eingöngu inn- anlands. Jónas Haralz minntist á, að Tékkar hefðu ekki viljað sjólax. Ég tel að sú vara hafi nokkra sérstöðu og ætti eiginlega að flokka í allt öðr- um flokki heldur en síld. Eitt af því, sem vinnst með því að vinna síld hér í landinu, er það, að gera dýrari vöru úr ódýru hráefni, og þess vegna held ég, að við eigum fyrst og fremst að leggja áherzlu á það að vinna meira úr síldinni. Um sjólaxinn gegnir öðru máli, því að sannleikur- inn er sá, að það er ekki nema tiltölulega mjög takmarkað hráefni til sjólaxframleiðslu, sem berst að á íslandi. Og þegar það berst að, þá er yfirleitt mjög góð eftirspurn eftir því sem slíku í Þýzkalandi. Þegar einhver maður eignast hér nokkur tonn af söltuðum ufsaflökum, sem notuð eru í sjólax, þá á hann undir öllum venju- legum kringumstæðum auðvelt með að koma þeim í uppsprengt verð, liggur mér við að segja, í Þýzkalandi. Þess vegna er það ekki þjóðhags- legur ávinningur að neinu verulegu leyti, finnst mér, að stofna hér til sjólaxframleiðslu, og gegnir allt öðru máli heldur en um síldina, þar sem við erum að taka mjög ódýrt hráefni og gera úr því verðmæta vöru. Dr. Sigurður Pétursson: Hr. fundarstjóri. Það voru aðeins fáein atriði, sem ég ætlaði að víkja hér að. Jóhannes Ara- son spurði um það, hvort hið opinbera hafi gert hér nokkuð að því að afla markaða fyrir niður- suðuvörur. Það hefur ekki verið gert. En ég vil benda á það í þessu sambandi, að Norðmenn hafa tekið upp á því í gegnum sín sendiráð, bæði að kynna sér markaði og bjóða norskar fiskafurðir, náttúrlega bæði niðursoðnar og í öðru formi. Jóhannes minntist líka á sameigin- leg innkaup og sameiginlega sölu. Slíkt hefur ekki átt sér stað hér. Én nýlega var stofnað hér Félag niðursuðuverksmiðjueigenda, og má vel vera, að þeir vildu fara inn á þær brautir, en það er þeirra mál að semja um slíkt. Jónas Haralz minntist hér enn á þetta svo- kallaða iðnaðarumhverfi. Ja, það er alveg rétt, það er hér ekki til. En þetta umhverfi verðum við að skapa hér á íslandi. Það kemur ekki öðruvísi en að eitthvað sé gert. Það er einmitt þetta, sem okkur skortir núna í niðursuðuiðn- aðinum. Okkur vantar umbúðaverksmiðju. Við getum litið á Kassagerð Reykjavíkur. Hvernig varð Kassagerð Reykjavíkur til? Það var vegna þess, að frystiiðnaðurinn var að byggjast upp og þurfti mikið af umbúðum, og af því leiddi, að stofnað var eins myndarlegt fyrirtæki og Kassa- gerðin er, en hún framleiðir umbúðir, sem eru samkeppnisfærar um verð og gæði víðar en á
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198
Page 199
Page 200
Page 201
Page 202
Page 203
Page 204
Page 205
Page 206
Page 207
Page 208
Page 209
Page 210
Page 211
Page 212
Page 213
Page 214
Page 215
Page 216
Page 217
Page 218
Page 219
Page 220
Page 221
Page 222
Page 223
Page 224
Page 225
Page 226
Page 227
Page 228
Page 229
Page 230
Page 231
Page 232
Page 233
Page 234
Page 235
Page 236
Page 237
Page 238
Page 239
Page 240
Page 241
Page 242
Page 243
Page 244
Page 245
Page 246
Page 247
Page 248
Page 249
Page 250
Page 251
Page 252
Page 253
Page 254
Page 255
Page 256
Page 257
Page 258
Page 259
Page 260
Page 261
Page 262
Page 263
Page 264
Page 265
Page 266
Page 267
Page 268
Page 269
Page 270
Page 271
Page 272
Page 273
Page 274
Page 275
Page 276
Page 277
Page 278
Page 279
Page 280
Page 281
Page 282
Page 283
Page 284
Page 285
Page 286
Page 287
Page 288
Page 289
Page 290
Page 291
Page 292
Page 293
Page 294
Page 295
Page 296
Page 297
Page 298
Page 299
Page 300
Page 301
Page 302
Page 303
Page 304
Page 305
Page 306
Page 307
Page 308
Page 309
Page 310
Page 311
Page 312
Page 313
Page 314
Page 315
Page 316
Page 317
Page 318
Page 319
Page 320
Page 321
Page 322
Page 323
Page 324
Page 325
Page 326
Page 327
Page 328
Page 329
Page 330
Page 331
Page 332
Page 333
Page 334
Page 335
Page 336
Page 337
Page 338
Page 339
Page 340

x

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Verkfræðingafélags Íslands
https://timarit.is/publication/860

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.