Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.12.1967, Síða 141
TÍMARIT VFl 1967
139
það, að það væri — að því er snertir niðurlögðu
síldina — sjálfsagt sízt hagstæðara að vinna
hana hér á landi heldur en annars staðar. Ég
mundi vera sammála þessu t.d. að því er snertir
Svíþjóð. Og hann minntist á það réttilega, að
það yrði sízt ódýrara að flytja síld í dósum til
Svíþjóðar heldur en í tunnum. En það er ódýr-
ara að flytja síld í dósum til Ameríku heldur en
í tunnum frá Islandi til Svíþjóðar og þaðan í dós-
um til Ameríku með öllum þeim auka verzlunar-
kostnaði, sem á vöruna hlýtur að koma. Og þetta
held ég þess vegna, að við eigum að gera, og
ég er persónulega sannfærðum um að það er
hægt.
Hann minntist á það líka, og einnig einhver
annar fyrr í dag, að við værum kannski að ein-
hverju leyti ennþá á veiðimannastiginu. Nú, það
er allt saman gott og blessað. Ég hef ekkert
á móti því að vera á veiðimannastiginu, svo lengi
sem það getur gengið, svo lengi sem allir á ís-
landi geta haft góðar tekjur af því að veiða fisk,
þá er það allt í lagi. Það er ekkert verra að þéna
peninga á því heldur en hverju öðru. Og ef allir
Islendingar geta haft atvinnu af því og lifað
vel, þá skulum við bara halda áfram að veiða.
En nú virðist það liggja fyrir, að við getum
ekki alltaf haldið áfram að auka veiðina, og þá
hljótum við að þurfa að vinna meira úr því,
sem á land berst. Það eru ýmsar orsakir til þess.
Við þurfum að flytja út andvirði vinnunnar, og
við þurfum að hafa eitthvað handa fólkinu að
gera. Það er að sumu leyti nauðsynlegt að
skipuleggja vinnslu úr fiski í sæmilega stórum
einingum, yfirleitt ekki ofurstórum einingum, og
ekki stærri heldur en svo, að það eru f jöldamörg
byggðarlög á landinu, sem geta afkastað þessu.
Hitt er svo annað mál, að vitanlega mundi þetta
verða að þróast með okkur, eins og annars stað-
ar. Ég er t.d. viss um það, að þær verksmiðjur,
sem hér eru í dag að leggja niður síld, hafa
nokkrar tegundir af vörum kannski jafn góðar
eins og Svíar, en þær hafa ekki sömu f jölbreytni,
enda er alltaf að koma nýtt og nýtt. Fjölbreytni
ætti að geta komizt á hér eins og annars staðar.
Sem sagt, mér sýnist að við verðum eitthvað að
gera, við verðum eitthvað að byggja upp. Ég
hef ekki getað séð og mér hefur ekki verið bent
á aðrar iðngreinar, sem eru líklegri til árangurs.
Og við verðum að bíta í það súra epli, að við
verðum að framleiða utan markaðanna. Ég hef
ekki séð, hvað við getum framleitt hér í nægi-
lega stórum stíl til þess að selja eingöngu inn-
anlands.
Jónas Haralz minntist á, að Tékkar hefðu
ekki viljað sjólax. Ég tel að sú vara hafi nokkra
sérstöðu og ætti eiginlega að flokka í allt öðr-
um flokki heldur en síld. Eitt af því, sem vinnst
með því að vinna síld hér í landinu, er það, að
gera dýrari vöru úr ódýru hráefni, og þess vegna
held ég, að við eigum fyrst og fremst að leggja
áherzlu á það að vinna meira úr síldinni. Um
sjólaxinn gegnir öðru máli, því að sannleikur-
inn er sá, að það er ekki nema tiltölulega mjög
takmarkað hráefni til sjólaxframleiðslu, sem
berst að á íslandi. Og þegar það berst að, þá
er yfirleitt mjög góð eftirspurn eftir því sem
slíku í Þýzkalandi. Þegar einhver maður eignast
hér nokkur tonn af söltuðum ufsaflökum, sem
notuð eru í sjólax, þá á hann undir öllum venju-
legum kringumstæðum auðvelt með að koma
þeim í uppsprengt verð, liggur mér við að segja,
í Þýzkalandi. Þess vegna er það ekki þjóðhags-
legur ávinningur að neinu verulegu leyti, finnst
mér, að stofna hér til sjólaxframleiðslu, og
gegnir allt öðru máli heldur en um síldina, þar
sem við erum að taka mjög ódýrt hráefni og
gera úr því verðmæta vöru.
Dr. Sigurður Pétursson:
Hr. fundarstjóri. Það voru aðeins fáein atriði,
sem ég ætlaði að víkja hér að. Jóhannes Ara-
son spurði um það, hvort hið opinbera hafi gert
hér nokkuð að því að afla markaða fyrir niður-
suðuvörur. Það hefur ekki verið gert. En ég vil
benda á það í þessu sambandi, að Norðmenn
hafa tekið upp á því í gegnum sín sendiráð,
bæði að kynna sér markaði og bjóða norskar
fiskafurðir, náttúrlega bæði niðursoðnar og í
öðru formi. Jóhannes minntist líka á sameigin-
leg innkaup og sameiginlega sölu. Slíkt hefur
ekki átt sér stað hér. Én nýlega var stofnað
hér Félag niðursuðuverksmiðjueigenda, og má
vel vera, að þeir vildu fara inn á þær brautir,
en það er þeirra mál að semja um slíkt.
Jónas Haralz minntist hér enn á þetta svo-
kallaða iðnaðarumhverfi. Ja, það er alveg rétt,
það er hér ekki til. En þetta umhverfi verðum
við að skapa hér á íslandi. Það kemur ekki
öðruvísi en að eitthvað sé gert. Það er einmitt
þetta, sem okkur skortir núna í niðursuðuiðn-
aðinum. Okkur vantar umbúðaverksmiðju. Við
getum litið á Kassagerð Reykjavíkur. Hvernig
varð Kassagerð Reykjavíkur til? Það var vegna
þess, að frystiiðnaðurinn var að byggjast upp og
þurfti mikið af umbúðum, og af því leiddi, að
stofnað var eins myndarlegt fyrirtæki og Kassa-
gerðin er, en hún framleiðir umbúðir, sem eru
samkeppnisfærar um verð og gæði víðar en á