Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.12.1967, Side 147

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.12.1967, Side 147
TlMARIT VFl 1967 145 aðra viku eða svo er fiskurinn tilbúinn í þurrk- un. Er honum þá raðað á grindur (vanalega 80X80 sm), sem staflað er hverri upp af ann- arri í um það bil mannhæð, en 6—8 sm bil er á milli grinda. Þessum grindarstöflum er raðað inn í þurrkklefa og volgu lofti blásið á fiskinn, þar til yfirborð hans er orðið það þurrt, að vart ná- ist meiri raki úr honum, og tekur það un 1—2 sólarhringa. Þá er fiskurinn tekinn úr klefan- um, staflað upp og látinn liggja í stæðum i 10— 20 daga, eða þar til rakinn inni í fiskinum hefur náð að smjúga út um yfirborð hans og gera það rakt. Þá er fiskurinn tekinn inn í klefann aftur og þurrkunin þannig endurtekin nokkr- um sinnum, þar til rakainnihald fisksins er orðið eins og óskað er. Gæta verður þess í þurrkun- inni, að halda hitanum ekki of háum, þ.e. ekki hærri en 27—30°C, og hafa ekki loftrakann of háan, því þá er hætta á að fiskurinn ,,soðni“, þ.e. fiskvöðvarnir leysast í sundur og roðið verð- ur slepjukennt. Við það fellur fiskurinn mikið í verði. 1 eldri þurrkklefum var byrjað á lágu hita- stigi í fyrstu þurrklotu, ca. 15—17°C, en hitinn smám saman hækkaður í hverri lotu, sem stóð í ca. 1 sólarhring hver, upp í ca. 25°C í síðustu lotu. Við harðþurrkun á saltfiski til Brazihu þurfti yfirleitt 4—6 lotur til að ná fullum þurrki. 1 nýjustu þurrkklefunum hefur verið komið fyrir sjálfstýriútbúnaði á hita og loftraka í klef- unum, þannig að fullþurrka má fiskinn í 2—3 lotum við 25°C hita og 50—55% loftraka. Heppi- legasti lofthraðinn yfir fiskinn er 1%—2 m/sek. Það, sem skeður í söltuninni og við þurrkun, er þetta: Við snertingu salts og fiskholds, dreg- ur saltið vatn úr holdinu og myndar pækil. Þessi pækill smýgur inn í holdið vegna ,,osmotisks“ þrýstings, hraðast fyrst, en síðar hægar, þegar saltinnihald fisksins hækkar. Vatn rennur úr fiskinum og myndar pækil, sem rennur úr stæð- unni. Um leið og vatnsinnihald fisksins lækkar, minnkar hættan á rotgerlamyndun. Saltið hefur takmarkaða vörn gegn gerlagróðri, þó stöðvast svo til allur gerlagróður í fiskholdinu, þegar salt- innihald þess er orðið 8—12%. Eftir 1—3 daga er saltið orðið þetta mikið í fisknum (fer eftir þykkt og hita fisksins), og má því segja, að á þessum fyrstu dögum er kapphlaup á milli saltsins og rotgerlanna. Með því að viðhalda lágu hitastigi í fisknum í saltstæðunum má halda gerlastarf- seminni í skefjum, þar til saltinnihaldið og minnkaður raki í fiskinum stöðvar rotgerlamynd- unina. Óhreinindi í saltinu hafa ákveðin áhrif á sölt- unina. T.d. verður saltfiskur hvítari, þegar saltið inniheldur %—1% af gipsi. Þá hafa kalsium og magnesíum sambönd í saltinu þau áhrif á sölt- unina, að hún verður hægari, auk þess sem fisk- urinn verður beizkur á bragðið, ef mikið af magnesíum er í saltinu. Saltinnihaldið heldur áfram að aukast og vatnsinnihald fisksins minnkar í 7—9 daga, en þá er komið jafnvægisástand milli þessa. Mælist þá saltið um 18—20% en rakinn um 58—60%, en í upphafi var rakainnihaldið um 80%. Þó er söltuninni ekki lokið á þessum tíma, því ýmsar eðlisbreytingar eiga sér stað í eggjahvítuefnum fiskholdsins, sem gera fiskinn stinnari og auð- meltari. Heldur þessi breyting áfram í 3—4 vikur. Af þessu má sjá, að jafnvægisástandi er ekki náð fyrr en eftir 3—4 vikur í salti, enda er það lika í samræmi við hefðbundnar aðferðir. Standi fullstaðinn fiskurinn lengi í háum stæð- um, heldur pækill áfram að pressast úr honum og getur rakainnihald hans lækkað niður í ca. 54%. Eins hefur lofthiti og loftraki áhrif á rakastig þeirra fiska, eða hluta þeirra, sem eru í snertingu við loftið, en við 74% loftraka er jafnvægisástand milli fisksins og loftsins. Við lægri loftraka dregur loftið raka til sín úr fisk- inum og öfugt. Geymsluþol blautsaltaðs og fullstaðins salt- fisks er háð hitastigi, en aðalskemmdir, sem á hann sækja, er „rauði“, sem myndast af salt- gerlum, sem koma með öllu sjávarsalti og marg- faldast við hlýju, raka og eggjahvítuæti. Við 2—5°C hita má geyma blautan saltfisk mán- uðum saman, en við 10°C hita og yfir er hætt við að rauði komi fljótt í hann. Önnur algeng skemmd í saltfiski var svoköll- uð ,,gula“, en íslenzkum vísindamanni, Geir Arne- sen, tókst að sýna fram á, að hún stafaði aðallega af smávægilegu koparinnihaldi saltsins. Eftir þessa merkilegu uppgötvun, er þess nú vandlega gætt, að koparinnihald innflutts salts til salt- fiskframleiðslu sé ekki saknæmt, og hefur nú saltfiskgulan svo til horfið úr fiski hérlendis. Við frekari þurrkun eykst að sjálfsögðu mikið geymsluþol saltfisksins, auk þess sem fiskholdið verður stinnara eftir útvötnun, og því lystugra til átu. Við harðþurrkun verður fiskurinn seig- ari. Vanaleg þurrkstig eru miðuð við rakainnihald fisksins, þ.e. % þurrkun miðast við ca. 47—49% raka, % þurrkun við 44—46% raka og harð- þurrkun við 30—35% raka (rúml. 20% saltinni- hald). 30% rakainnihald miðast við þurrkun á lélegum fiski með lausu holdi.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185
Side 186
Side 187
Side 188
Side 189
Side 190
Side 191
Side 192
Side 193
Side 194
Side 195
Side 196
Side 197
Side 198
Side 199
Side 200
Side 201
Side 202
Side 203
Side 204
Side 205
Side 206
Side 207
Side 208
Side 209
Side 210
Side 211
Side 212
Side 213
Side 214
Side 215
Side 216
Side 217
Side 218
Side 219
Side 220
Side 221
Side 222
Side 223
Side 224
Side 225
Side 226
Side 227
Side 228
Side 229
Side 230
Side 231
Side 232
Side 233
Side 234
Side 235
Side 236
Side 237
Side 238
Side 239
Side 240
Side 241
Side 242
Side 243
Side 244
Side 245
Side 246
Side 247
Side 248
Side 249
Side 250
Side 251
Side 252
Side 253
Side 254
Side 255
Side 256
Side 257
Side 258
Side 259
Side 260
Side 261
Side 262
Side 263
Side 264
Side 265
Side 266
Side 267
Side 268
Side 269
Side 270
Side 271
Side 272
Side 273
Side 274
Side 275
Side 276
Side 277
Side 278
Side 279
Side 280
Side 281
Side 282
Side 283
Side 284
Side 285
Side 286
Side 287
Side 288
Side 289
Side 290
Side 291
Side 292
Side 293
Side 294
Side 295
Side 296
Side 297
Side 298
Side 299
Side 300
Side 301
Side 302
Side 303
Side 304
Side 305
Side 306
Side 307
Side 308
Side 309
Side 310
Side 311
Side 312
Side 313
Side 314
Side 315
Side 316
Side 317
Side 318
Side 319
Side 320
Side 321
Side 322
Side 323
Side 324
Side 325
Side 326
Side 327
Side 328
Side 329
Side 330
Side 331
Side 332
Side 333
Side 334
Side 335
Side 336
Side 337
Side 338
Side 339
Side 340

x

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Verkfræðingafélags Íslands
https://timarit.is/publication/860

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.