Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.12.1967, Síða 175
TlMARIT VFl 1967
173
sem halda því fram, að sú tækni, sem hefur
verið notuð upp á síðkastið, hafi því miður ekki
orðið til þess að bæta verkunina, heldur kannski
þveröfugt. Það er sjálfsagt margt, sem kemur
til greina. Það eru margir, sem halda því fram,
að hin geysilega hraða snurping og stóru köst
hjá síldarskipunum geti orðið þess valdandi, að
síldin drepist í nótinni og komi sjódauð í land
og sé þá erfitt að greina hana frá. Það eru
margir, sem halda því lika fram, að ef skipin
fá nokkur smærri köst, þá sé aðbúnaðurinn ekki
þannig um borð í skipunum, að síldin sé að-
greind og því blandist saman gömul og ný síld.
Þá hafa einnig margir fundið að losuninni, þar
sem síldin hefur verið losuð með gröbbum, og
það er enginn vafi á því, að mikið af síldinni
merst eða skemmist. En hvort það er hægt að
aðgreina það aftur við söltunina, er mjög vafa-
samt. Þá er enginn vafi á því, að vegna þess
að síldarsöltunin hefur færzt til og mikið hefur
verið af óvönu fólki í söltuninni, þá hefur ekki
fengizt sú vandvirkni, sem orðin var. Meðan sölt-
unin var svo að segja árviss á Norðurlandi, þá
var þar orðinn heill hópur af fólki, sem kunni
vel til sinna verka, og t.d. á Siglufirði, voru
flestar húsmæður, sem voru í söltun og tóku
kornung börn með sér. Það var vissulega kann-
ski betra eftirlit af hálfu Síldareftirlitsins með
verkuninni þá heldur en hefur verið nú. En það
eru orsakir til alls og kannski ekki sízt þær,
að það er kominn meiri hraði í allt og óvant
fólk við vinnuna. Nú, þá eru t.d. þessir svoköll-
uðu lyftarar, sem saltendur hafa talið mikið
hagræði að. En þeir valda aftur á móti því, að
síldin er sama sem ekkert hreyfð. Áður var
henni velt kannski nokkur hundruð metra, og
þá auðvitað jafnaðist saltið í síldinni. Nú er henni
ekið á þessum lyfturum í stæður og látin þar,
og hún er kannski aðeins hreyfð, þegar henni
er pakkað, en ekki að neinu verulegu ráði. Allar
þessar aðstæður gera það, að ég held, að við
þurfum vel að okkur að gæta, ef við ætlum að
halda þeim mörkuðum, sem við vissulega höf-
um unnið á síðustu árum, a.m.k. að því er snertir
alla léttverkaða síld.
Ég ætla svo að láta þessu lokið og ætla ekki
að fara að skattyrðast við Jón Héðinsson út af
einu eða neinu, en ég vil bara benda honurn á
það, að Fiskimálasjóður hefur alveg sérstakar
tekjur, sem meðal annars eru ætlaðar til þess
að veita styrki í svona tilfellum. Það er alveg
rétt hjá Jóni Héðinssyni, að Síldarútvegsnefnd
hefur skv. lögum fullan rétt á því að skipta sér
af útbúnaði báta, og Síldarútvegsnefnd gerði
það alveg fram að fyrri heimsstyrjöld, og t.d.
hefur nefndin sennilega líka heimild til þess að
úthluta söltunarleyfum á báta og gerði það líka
á þessu tímabili. Það var að vísu töluvert erfitt
verk að gera það, sérstaklega vegna þess, að
þá voru ekki eins góðar aðstæður til að nýta síld-
ina í bræðslu eins og nú eru orðnar. Urðu oft
átök út af því, ef einhverjir bátar voru búnir
að uppfylla sín veiðileyfi og aðrir ekki, þegar
hætt var að láta salta. Nú hefur Síldarútvegs-
nefnd óskað eftir samvinnu við ýmis samtök út-
gerðarmanna og sjómanna til þess að bæta þetta
ástand. Okkur hefur verið sagt, en ég veit ekki
hvort það er rétt, að Skipaeftirlit ríkisins hafi
bannað að hafa svokallaðar hillur í skipunum,
sem voru vissulega til mikilla bóta. Og það er
heldur auðvitað engin launung á því, að við höf-
um heyrt um það upp á síðkastið, sérstaklega
eftir sumarið í fyrra, að skipin hafi verið illa
ræst og illa verkuð. En þetta er náttúrulega
hlutir, sem Síldarútvegsnefnd út af fyrir sig
getur ekki leyst. Þessi mál verða ekki leyst,
hvorki að því er varðar meðferð síldarinnar um
borð í skipunum né söltun, nema í góðri sam-
vinnu við alla framleiðendur.
Sveinn Bcncdiktsson:
Ég vil byrja á því, eins og flestir ræðumenn
hér, að þakka Verkfræðingafélaginu fyrir það
framtak að hafa efnt til þessarar ráðstefnu. Hér
hefur komið margt fram, sem er vert að hugsa
um fyrir þá, sem sjávarútveginn stunda, og
efalaust á eftir að koma fram ýmislegt, sem
gott er að heyra og leiða hugann að. Þá vil ég
þakka Jóhanni Guðmundssyni fyrir sitt erindi,
sem var fróðlegt og ágætt svo langt sem það
náði. En það hlýtur alltaf að vera eitthvað ósagt,
sem við má bæta í erindum, sem eru takmörk-
uð að lengd, og svo er ráðstefnutíminn líka tak-
markaður. Af því að Jóhann drap í mjög stuttu
máli á sögu síldarverkunar erlendis og hér á
landi, þá langar mig aðeins til þess að bæta þar
örfáum atriðum við, því að mér fannst, að það
væri kannski stiklað á of stóru í hans orðum
hvað þetta snerti.
Ég held að ég muni það rétt, að þeir, sem
fyrst fóru að verka síld á þann hátt, sem hún
er nú verkuð, þ.e. saltsíld blóðgaða og raðaða í
tunnur, hafi verið Hollendingar á 14. öld. Þeir
notuðu lakaheldar tunnur til þess að verka síld-
ina í og höfðu pækil á síldinni. Ef ég man rétt,
hét sá, sem fyrstur fann þetta upp, Willem
Beukel eða Peukel. Aðferðin var nefnd eftir hon-
um á sínum tíma. Þessi aðferð breiddist svo