Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.12.1967, Qupperneq 221
TÍMARIT VFl 1967
219
TAFLA 6
Bræðsluárangur
Oil yields etc. from steaming and subsequent
alkali-rendering of cod livers
Framl. lýsi kg/100 kg af lifur Oil prod- duced kg/100 kg liver A-vitamin alþ.ein/gr lýsi Vitamin-A IU/g oil Óbundnar feitisýrur % FFA %
Meðalalýsi 53,4 690 0,27
Steam-renered
oil
Lútlýsi 11,6 1300 vottur
Alkali-rendered
oil
Samtals 65,0
Total
Hafi rétt verið að farið, á grúturinn að morgni
að hafa aðgreinzt í þrjú greinileg lög. I efsta lag-
inu er því nær hreint lýsi, í miðlaginu kvoða og
í neðsta laginu nær lýsislaust blóðvatn. Lýsið er
nú fleytt ofan af kerunum og blóðvatninu hleypt
undan, en kvoðulagið skilið eftir. Þegar næst er
brætt, er grútnum dælt yfir kvoðulagið og síðan
koll af kolli. Hægt er að halda bræðslunni áfram
óendanlega á þennan hátt, því að kvoðulagið í
kerunum eykst ekki.
Lýsistapið með þessari aðferð er eingöngu
fólgið í sápuðu lýsi, sem tapast með blóðvatn-
inu. Sé rétt að farið, á það ekki að vera meira
en 2%, miðað við lifrina.
í töflu 6 er sýndur sá árangur, sem lifrar-
bræðsla á Suðurlandi náði með þessari aðferð á
vertíðinni 1959, en þá framleiddi hún 270 tonn
af lýsi.
Hin lútsuðuaðferðin, sem hér verður lýst, hefir
verið í notkun hjá Bræðslufélagi Keflavíkur í
mörg ár (31):
Lifrin er gufubrædd á venjulegan hátt og lýsið
fleytt ofan af bræðslukerunum eftir hæfilega
stöðu. Grúturinn er síðan tættur í hamrakvörn
og honum dælt upp á lútsuðukerin, en þau eru
þrjú og taka 3—4 tonn hvert. Siðan er hellt
31—32% upplausn af natrónlút (NaOH) yfir
kerin, um það bil 12 1 fyrir hvert tonn af grút,
og innihaldið hitað upp með beinni gufuhitun og
soðið í 20-—30 mínútur. Þegar suðunni er lokið,
flýtur lýsið upp sem kvoða, en blóðvatnið sezt
undir. Oft er blóðvatninu ekki hleypt undan fyrr
en næsta dag, en sé mikið að gera í bræðslunni,
er sagt, að nægjanlega góður aðskilnaður hafi
orðið eftir ýó klst. til þess að hægt sé að hleypa
blóðvatninu undan. Kvoðunni er síðan dælt upp
í kvoðukerin, sem líka eru þrjú og taka 8—10
tonn hvert. Þegar hæfilegt magn er komið í kerin,
er innihaldið hitað upp í suðu með beinni gufu-
hitun og síðan dælt nýjum grút yfir það, án
þess að lokað sé fyrir gufuna, þar til kvoðan fer
að skilja sig. Magnið af nýjum grút, sem dæla
þarf, er um það bil 40—50 1 fyrir hvert tonn af
kvoðu. Kerin eru síðan látin standa til næsta
dags, og er lýsið þá fleytt ofan af þeim, blóð-
vatninu hleypt undan, en millilagið skilið eftir.
Lýsistapið er jafnmikið og með aðferðinni, sem
lýst er hér að framan.
Lýsið frá báðum þessum lútsuðuaðferðum ber
nokkurn lútarkeim og er þar af leiðandi ekki í
meðalalýsisflokki. Sumum bræðslum tekst þó að
losna við lútarkeiminn að miklu leyti með því að
hita lýsið með nýjum grút. Þegar þetta er skrif-
að, er lítill verðmunur á gufubræddu lýsi og lút-
lýsi. Þó fæst stundum nokkru hærra verð fyrir
lútlýsið, ef A-vitaminmagn þess er hátt.
Vinnsla lifrargrúts með sogeimum
Síðan 1954 hefir fyrirtækið Lýsi h/f unnið lifr-
argrút á þann hátt, að vatnið er að mestu eimað
úr honum í sogeimara (vakuum-eimara), og mjöl
og lýsi síðan aðskilið í síupressu (filterpressu).
Aðferðin er í stórum dráttum framkvæmd þann-
ig samkvæmt upplýsingum frá fyrirtækinu:
I þorskalifrargrút frá gufubræðslu er blandað
að minnsta kosti jafnmiklu magni af lýsi og síð-
an er hann þurrkaður i sogeimara. Eru teknir
mismunandi stórir skammtar af grút í einu eftir
atvikum, en auðsynlegt er, að grúturinn sé vel
blandaður lýsinu. Algengt er, að unnin séu um
25 tonn af blöndu í einu. Að þurrkun lokinni er
blöndunni dælt í geymslutanka, en þaðan í síu-
pressu (filterpressu), og fást þá mjölkökur, er
síðan eru malaðar í hamrakvörn.
Algengasta samsetning mjöls, sem þannig fæst,
er sýnd í töflu 7.
1 mjölinu er talsvert af B-vitaminum, og er
það einkum vegna þeirra, að tekizt hefir að afla
TAFLA7
Efnahlutföll í lifrarmjöli
Composition of cod liver meal
Vatn 4—7%
Water
Protein (Nx6,25) 38—42%
Protein (Nx6,85)
Fita (ether extr.) 40 45%
Oil