Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.12.1967, Side 235
TlMAR.IT VFl 1967
233
þó vera heldur minni en á óhertu lýsi. Spurning-
in getur náttúrlega fyrst og fremst orðið sú,
hvort við eigum yfir höfuð að leggja áherzlu á
það, að vinna okkar vöru sem mest. Um það virð-
ast sumir menn„ekki algerlega vera vissir. Ég
held að það megi ekki draga alltof miklar álykt-
anir af því, þó Pétur t.d. af sinni reynslu vitnig
í það, að afkastageta í Noregi hafi verið látin
ónotuð og eigandi hafi heldur selt lýsi óhert.
Þetta geta hafa verið tímabundin fyrirbrigði, og
mig grunar nú að yfirleitt noti þeir afkastagetu
sína. Að því er það snertir, að þeirra verksmiðj-
ur séu orðnar gamlar og afskrifaðar. Hefur mað-
ur ekki við það að etja víðast hvar, þegar nýr
iðnaður er hafinn, að það eru aðrir, sem þegar
eru orðnir grónir, og byrjunarárin geta þess
vegna orðið erfið. Sá aðstöðumunur getur verið
horfinn eftir 10 ár. Hann benti nefnilega líka,
og þar fannst mér ég sjá vissa ljósglætu, á önnur
atriði, sem í sjálfu sér hljóta að koma allsæmi-
lega jákvætt út hérna. Hann sagði að einn stærsti
liðurinn 1 kostnaðinum við lýsisherzlu væri raf-
magn. Nú, ég held að það liggi fyrir, að við get-
um framleitt rafmagn á Islandi ódýrara heldur
en flestallir aðrir. Það hefir meira að segja komið
fram, að við höfum treyst okkur til þess að
selja rafmagn útlendum aðilum á lægra verði
heldur en Norðmenn. Hann benti á aðra kostn-
aðarliði, sem hann taldi hér óeðlilega dýra vegna
hárra tolla, eins og t.d. hvatann í vetnisfram-
leiðslunni. Það er náttúrulega hlutur, sem er
ákaflega auðvelt að kippa í lag og myndi í reynd
ekki valda ríkissjóði neinum tekjumissi, vegna
þess að eins og er hefur hann engar tekjur af
nikkel hvort sem er. Það hlýtur að vera svo
lítið, sem Pétur kaupir eins og sakir standa. Þess
vegna er ósköp auðvelt að kippa þessu í lag. Það
var einnig eitthvað fleira í sambandi við tolla-
málin, sem mér fannst fjarstætt og auðvelt að
lagfæra. Varðandi útflutningsgjöldin, þá er það
líka atriði, sem enn er hægt að kippa í lag. Af
hverju skyldi endilega íþyngja nýjum atvinnu-
rekstri, sem annars er ekki til og gefur þess
vegna engar tekjur, með óeðlilega háum útflutn-
ingstollum, a.m.k. meðan hann er að koma undir
sig fótunum? Mér sýnist þess vegna, að þarna
sé um að ræða það grundvallaratriði, að við hljót-
um að geta framleitt eins ódýrt eins og aðrir,
ef ekki ódýrara, og mér finnst það ekki hafa
komið fram, hvorki í frumræðunni, né því sem
Pétur sagði, að verðsveiflurnar á hertri olíu séu
meiri en á öðrum vörum, og væri það ekki nokk-
uð öryggi í því fyrir okkur, að hafa lýsið til
útflutnings í fleira en einu formi? Eitt var það
enn, sem kom fram, að það hefði mikla þýðingu,
svo sem eðlilegt er, að vinnsla í svona verksmiðju
yrði samfelld. Mér finnst að enda þótt vinnslan
verði talsvert stór hér á Islandi, væntanlega
nægilega stór til þess að gefa hæfilegan eining-
arkostnað, þá væri auðvelt að tryggja henni,
jafnvel miðað við lélega síldveiði, nægilegt lýsi
til herzlu árið í kring. En ég tek það fram, að
þetta eru svona hugmyndir, sem ég fékk meðan
verið var að ræða þetta núna og af því að lesa
erindi Páls Ólafssonar. Mér finnst ekki að það
hafi komið fram neitt grundvallaratriði, sem
mæli á móti því, að hefja lýsisherzlu, eða sanni
það, að lýsisherzlan og sala harðfeitinnar sé endi-
lega erfiðari heldur en að afsetja það lýsi, sem
við erum alltaf öðru hvoru í vandræðum með að
losna við. Pétur minntist líka á það, að Norð-
menn stæðu á gömlum merg að því er snerti fag-
lega þekkingu, þjálfun og tæknimenntun. Þetta
er sjálfsagt alveg hárrétt. Þó má benda á það,
að á sumum öðrum sviðum síldariðnaðarins höf-
um við gert fullt eins vel eins og flestir eða
allir aðrir. Svo það er bara tímaspursmál, og
það er spursmál um mjög lítinn tíma, þangað til
að búið væri að ráða við þau tæknivandamál,
sem þarna kunna að vera, enda skilst mér, að
þau séu ekkert sérstaklega erfið viðfangs.
Það virðist því liggja fyrir, að þarna eru ýmis
ljón á veginum, en mér sýnist bara líka, að það
sé hægt að ryðja þeim að verulegu leyti úr vegi,
það eru Ijón á hinum vegunum líka og kannski
ennþá verri. Ég tek það fram, að ég hef ekki
lagt mig fram að kanna þetta mál, þetta eru
hugmyndir, sem ég hef fengið núna, og mér
fannst Pétur vera svo skelfilega svartsýnn.
Svo er eitt, sem ég veit ekki, hvort hefur verið
gefið út ennþá, en það kom fram hér áðan, að
fyrir alllöngu mun hafa verið skilað ýtarlegri
áhtsgjörð um lýsisherzlu, sem væntanlega hefur
verið gerð að undangenginni sérfræðilegri rann-
sókn, til ríkisstjórnarinnar eða Síldarverksmiðj-
anna. Ég veit ekki hvaða ályktanir hafa verið
dregnar þar, eða hvort niðurstöðurnar hafa
ennþá verið lagðar fram, eða eru tilbúnar til
þess að leggja fram í bili. En ef svo væri, þá
væri sannarlega mjög fróðlegt að heyra það hér
frá einhverjum, sem viðstaddir eru og gætu gefið
þær upplýsingar, hvers er að vænta í þessum
málum. Hafa þessar rannsóknir, sem staðið hafa
yfir undanfarin 1 eða 2 ár og virðist vera lokið
að verulegu leyti, þannig að áliti hefur verið
skilað, gefið jákvæðan eða neikvæðan árangur?
Eða eru menn kannski búnir að gefast upp við
áætlunina?