Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.12.1967, Qupperneq 245
TlMARIT VPl 1967
243
vatnsefnissýrur með ózonklofningu, en þrátt
fyrir það, að fyrirtækið hafi að baki sér langa
reynslu, hafa hvað eftir annað orðið stórslys
við framleiðsluna.
Við Hormelstofnunina í Austin, Minn., var
reynt að nota lýsi við framleiðslu af þessu tagi,
en tilraununum var hætt vegna þess, að sundur-
greining efnanna, sem myndast við ildinguna,
þótti alltof umfangsmikil og erfið eins og vænta
mátti.
Fitualkóhól
Fitualkóhól eru framleidd í miklu magni í
Bandaríkjunum og víðar. Langmest er framleitt
af mettuðum fitualkóhólum úr kókoshnetuolíu
og tólg. Það eru einkum þrír efnaflokkar í iðnað-
inum, sem eiga rót sína að rekja til fitualkóhól-
anna:
1. Alkylsúlföt (R-CH2-0-S0.rNa), sem eru
notuð í ýmiskonar þvottaefni.
2. Alkylhalið (R-CH2-X) eru framleidd úr
vetnissamböndum halógenanna og fitualkó-
hólum. í þessum efnaflokki eru aðallega
milhstigsefni fyrir framleiðslu á kolvatns-
efnum, silíkónum, merkaptönum o.fl.
3. Polyetherar (R-CH2-(OCH2-CH2)n-OH) eru
framleiddir úr fitualkóhólum og ethylenoxíð
og notaðir í plast, emúlgatora o.fl.
Af ómettuðum fitualkóhólum er enn sem kom-
ið er miklu minna framleitt. Ómettuð C18 alkó-
hól eru meðal annars notuð við framleiðslu á
lyf jum, snyrtivörum, smurolíum og í málningar-
iðnaðinum.
Eitt fyrirtæki (A. D. M. í Minneapolis) fram-
leiðir nokkuð magn af fitualkóhólum bæði mett-
uðum og ómettuðum sem millistigsefnum við
framleiðslu á kolvatnsefnum, sem nota á í smur-
olíur, sem þurfa að vera sérstaklega viðnáms-
sterkar gagnvart geislavirkum efnum.
Lokaorð
Eins og framanskráð erindi ber með sér, þá
er efnabygging sjávardýrafitu mjög sérstæð og
ólík efnabyggingu bæði jurtafitu og fitu land-
dýra.
Víða um heim, en þó einkum í Bandaríkjunum
og Noregi, hafa umfangsmiklar rannsóknir á lýsi
átt sér stað í þeim tilgangi að geta framleitt úr
því nýjar markaðsvörur. Sá árangur, sem náðst
hefur við efnagreiningu, sýnir, að lýsið er raun-
verulega blanda af fjölmörgum innbyrðis ólíkum
glyseríðum. Ýmis efni úr lýsi hafa á seinni árum
komið á markaðinn, en þau hafa yfirleitt átt í
vök að verjast gagnvart hliðstæðum efnum úr
jurtafitu. Herzlan er því enn sem fyrr sú aðferð,
sem langmestu máli skiptir við nýtingu á lýsi.
Islendingar eru stórframleiðendur af sjávar-
dýrafitu og skiptir því miklu, að vel sé hér fylgzt
með þróun þessara mála erlendis. Fyrr en varir
geta nýjar leiðir opnast til nýtingar á lýsi.
Summary
This paper deals with the utilization of marine
oils in the world to day with special emphasis
on the possibilities for Iceland in this field.
Total world production of terrestrial and
marine oils is tabulated for the years 1961—
1965 and Icelands percentage shown.
Hydrogenation of fish oils and production of
medicinal cod liver oil are not dealt with here
since they are the subjects of separate papers.
The composition of fish oils is charaeterized
by their high percentage of highly unsaturated
long chain fatty acids with as much as 24 carbon
atoms and 6 double bonds pr. molecule.
Norwegian workers have analysed both herr-
ing oil and cod liver oil with a gasphase chrom-
atograph and their findings have been published
in 1965. It has always been asumed that fish oils
only contained fatty acids with an even number
of carbon atoms. Oddnumbered acids have now
also been found but in small quantities.
Both glycerides and fatty acids or monoesters
from fatty acids may be fractionated by various
methods and the composition of the natural
glycerides can be altered by directed intereteri-
fication but all these methods have their short-
comings.
Considerable research has been carried out in
this field in Norway and U.S.A. and a variety
of new products made from fish oils but only
a few have been produced on an industrial scale.
Hydrogenation is still the dominating method
of utilization and hardened fish oils are mostly
used as raw material for margarine and shor-
tening.
Some research has also been carried out at
the Icelandic Fisheries Laboratories and the
results seem to indicate that directed interesteri-
fication is the most promising method for utiliza-
tion of fish olis if some troublesome defects can
be overcome.
A large number of products have been made
in the U.S.A. from fish oils on a laboratory scale
but most of them seem to be inferior to similar
products from other fats.