Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.12.1967, Síða 247
TlMARIT VFl 1967
245
Guðmundur H. Guðmundsson:
Ég vildi þakka Geir Arnesen fyrir þetta ágæta
erindi hans, en ég vildi gjarnan benda á það,
að lýsi hefur verið notað í málningu hér á landi.
Það var notað á stríðsárunum, þegar Englend-
ingar vildu fá ódýra málningu. Og þeir fengu
málningu, sem var úr lýsi og blönduð tréolíu
og harpix. Þessi málning hefur enzt með ágæt-
um. Braggamir em málaðir víða úti á landi, og
hérna innanbæjar hefur maður séð nokkra, og
þeir vom bara málaðir einu sinni, og það er
ekkert farið að sjá á málningunni ennþá. En
gallinn við þessa málningu var sá, að það var
eingöngu hægt að nota hana úti, því að þegar
hún var einu sinni hörðnuð, þá kom það í ljós,
eins og við heyrðum í fyrirlestrinum í gær hjá
dr. Love, að það er ekki til neinn mælikvarði á
ildingunni. Það eru þessar peroxidbindingar, sem
hafa myndast, og við það hafa mólekúlin stækk-
að, þær hafa aftur losnað, mýkzt upp, og ýmist
var þessi málning hörð viðkomu eða mjúk. Og
það var oft og tíðum eingöngu háð aldri hennar
og fyrirbrigðum, sem maður getur ekki almenni-
lega áttað sig á. Auk þess vildi koma ýmis lykt
af henni innanhúss. En ég vildi gjarnan benda
á það, að það eru ýmsir möguleikar ennþá með
fiskolíu einmitt í málningariðnaði. En þá þarf
fyrst og fremst að reyna að tengja fleiri iðn-
greinar saman. T.d. þessi lýsisherzla, sem var
hér áður talað um, þeir vilja fyrst og fremst
fá fitu, sem inniheldur tiltölulega mikið af mett-
uðum olíum. En málningariðnaðurinn vill aftur
fá það öfuga. Hann vill fá olíu, sem er mjög
mikið ómettuð. Og við það t.d. að kaldhreinsa
lýsi, þá falla fyrst og fremst þær olíur út, sem
eru með mettuðum efnasamböndum, og þá er
strax fenginn aðskilnaður, eins og þegar hefur
verið bent á. Það væri þá náttúrlega hentugt
fyrir lýsisherzluna að fá það, sem fellur út. En
málningariðnaðurinn gæti þá frekar tekið á móti
því, sem er meira ómettað, og gæti nýtt það.
Það hafa verið gerðar tilraunir í sambandi við
að breyta þessum ómettuðu olíum, en það hefur
oft verið erfitt að fá menn til þess að leggja í
þann kostnað að kaldhreinsa og fá alveg sérstak-
lega þannig olíur, sem innihéldu mikið af ómett-
uðum efnasamböndum. En ef fleiri iðngreinar
tækju sig þannig saman — hefðu verkaskipti —
þá mætti gera einmitt stórt verk á þennan hátt.
Það mætti nefna fleira í þessu sambandi, eins
og í sambandi við herzlu á lýsi, að einmitt við
framleiðslu á vetni er möguleiki á að tengja sam-
an framleiðslu á vítissóda. Þegar er verið að
kljúfa vatn, þá er hægt að tengja hana saman,
þannig að það verði jafnframt vítissódafram-
leiðsla, jafnvel úr sjó eða matarsalti og þannig
hægt að fá betri efni. Um leið og það vex einn
iðnaður, þá er oft möguleiki fyrir annan iðnað
fyrir hendi. En þetta er náttúrulega efni, sem
þarfnast nánari rannsóknar, og ég var alls ekki
undir það búinn héma að ræða um alla þá mögu-
leika.
Gísli Þorkelsson:
Herra fundarstjóri. Góðir áheyrendur. 1 sam-
bandi við það, sem Guðmundur sagði áðan við-
víkjandi þornandi olíu úr lýsi, fannst mér gæta
dálítils misskilnings hjá honum. Það er að vísu
rétt, að á stríðsárunum var búin til þornandi olía
að talsverðu leyti úr lýsi, og hún var notuð, ekki
aðeins úti, heldur einnig inni. Þá kom ekki í Ijós,
það sem hann var að tala um, að hún linaðist
upp aftur. Þegar notuð var þessi þornandi olía
úr lýsi, sem var blönduð línolíu, og að vísu dá-
litlu af harpix með hæfilegu magni af litarduft-
um, þurrkefnum og þynningarefnum, fékkst út
úr þessu málning, sem fékk alveg nægjanlega
hörku til þess að vera nothæf inni, og utanhúss
reyndist hún hafa góða veðrunarhæfileika. End-
ing hennar virtist vera algerlega sambærileg við
venjulegar olíumálningar, búnar til úr línolíu-
femis eða línolíu. En þessi framleiðsla datt nið-
ur, þegar frjálsara varð um línolíu eftir stríðið,
og það var kannski meira af trú manna á hreina
línolíu og líka vegna þess, að þá voru farnar að
tíðkast ákveðnar forskriftir, sem gerðar voru er-
lendis um málningar, að t.d. olíumálningar ættu
að innihalda hreina línolíu o.fl., sem var fyrst
og fremst til að tryggja mönnum, að þær inni-
héldu ekki lýsi.
Þegar þessi lýsisolía var sett fyrst á markað-
inn, þá var það helzta, sem menn óttuðust, að
nú kæmi lýsislykt af málningunni. Þetta varð
ekki reyndin. Ég var við þetta þá og ég man
ekki eftir að ég fengi rökstudda kvörtun um
lýsislykt af olíumálningu, sem búin var til úr
þessari þornandi olíu eða þessum fernis, sem við
kölluðum. Hins vegar man ég eftir því, þegar
breytt var um eftir stríðið, að þá dundu yfir
kvartanir um lýsislykt, en það var bara af þeirri
málningu, sem búin var til úr línolíufemis.
Varðandi framleiðslu á þornandi olíum, hlið-
stæðum þeim þornandi olíum, sem nú eru not-
aðar, eða sem gætu komið í staðinn fyrir þær,
er vandinn héma sá, eins og t.d. Geir Amesen
tók fram um matarolíurnar, að notkun í land-
inu væri alltof lítil til þess að framleiða þær hér,